Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2019 14:45 Oddný Anna Björnsdóttir og hampurinn sem þau hjón eru að rækta á jörð sinni í Berufirði. Oddný Anna Björnsdóttir og maður hennar Pálmi Einarsson hafa undanfarin misseri gert tilraunir með að rækta iðnaðarhamp á jörð sem þau keyptu í Berufirði í fyrra. Tóku þau hektara undir ræktarland og sáðu þremur tegundum af fræjum. Segir Oddný að þrátt fyrir afskaplega slæma tíð í sumar, kulda, þurrk og mikið rok, hafi þau hjón náð plöntunum upp í 130 sentimetra. Rætt var við Oddnýju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hampinn samofinn sögu mannkyns. Plantan finnist út um allan heim og hafi verið ræktuð og nýtt alls staðar. „Síðan var hún bönnuð og nú er hún að koma aftur, er með svona „kombakk“. Hún er ein fjölbreyttasta nytjajurt jarðarinnar og ein umhverfisvænasta plantan. Þetta er allt kannabis, kannabis er jurtategundin og iðnaðarhampur hefur verið notað um þá tegund plöntunnar sem inniheldur ekki þetta vímuefni THC,“ segir Oddný.Pálmi Einarsson með fangið fullt af hampi.Til umræðu á Alþingi að breyta lögum og regluverki Samkvæmt fíkniefnalöggjöfinni eru kannabis og allar afleiður þess skilgreindar sem ávana- og fíkniefni en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sagt að hún vilji endurskoða lög og regluverk um framleiðslu iðnaðarhamps hér á landi. Þannig eigi fordómar fólks fyrir vímuefninu THC ekki að hindra aðra notkun hampsins. Þá hafa þingmenn allra flokka á Alþingi, nema Vinstri grænna og Miðflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu sem beint er til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Í ályktuninni felst að ráðherra breyti reglugerðum og leggi fram frumvarp ef þess þarf svo gera megi sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu. CBD og THC eru helstu virku efni kannabisplöntunnar en ólíkt því síðarnefnda er hið fyrrnefnda ekki vímugjafi. Efnin eru kannabíóðar, líka kallaðir kristallar.Hér sást kristallarnir sem myndast á laufunum og blöðunum.Fjölbreytt notagildi hampsins Oddný segir hampinn hafa fjölbreytt notagildi og hún hafi þess vegna verið kölluð besta nytjajurt jarðarinnar í fjölmiðlum. Þannig sé hægt að nýta hana til dæmis til þess að búa til trefjaplötur, plast, steypu og föt. Fræin sé síðan hægt að nýta til manneldis og í fóður handa skepnum. „Við tökum fræin af henni og borðum þau beint eða gerum úr þeim olíu, hampolíu. Svo er hægt að vinna úr þessum kristöllum sem myndast á blómum og laufum plöntunnar fæðubótarefni og lyf. Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum,“ segir Oddný.Hafa getað losað sig við lyfin með því að taka CBD-olíu CBD-olía er eitthvað sem hún og Pálmi gætu búið til. Oddný segir að þurfi að breyta lögum þannig CBD falli ekki undir það sem sé bannað. „Ef fólk getur og líður betur og getur kannski læknað eða meðhöndlað alls konar vægari sjúkdóma eða vanlíðan með þessu þá ætti kostnaður heilbrigðiskerfisins að geta lækkað. Margir sem hafa verið að hafa farið að taka CBD-olíu hafa getað losað sig við eða dregið verulega úr lyfjaskammtinum, annað hvort losað sig við lyf og/eða bara minnkað lyfjaskammtinn. Ég er í sambandi við fjölda fólks, bæði fólk sem ég þekki en líka fólk sem ég hef kynnst á þessari vegferð okkar,“ segir Oddný. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Djúpivogur Garðyrkja Kannabis Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Oddný Anna Björnsdóttir og maður hennar Pálmi Einarsson hafa undanfarin misseri gert tilraunir með að rækta iðnaðarhamp á jörð sem þau keyptu í Berufirði í fyrra. Tóku þau hektara undir ræktarland og sáðu þremur tegundum af fræjum. Segir Oddný að þrátt fyrir afskaplega slæma tíð í sumar, kulda, þurrk og mikið rok, hafi þau hjón náð plöntunum upp í 130 sentimetra. Rætt var við Oddnýju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hampinn samofinn sögu mannkyns. Plantan finnist út um allan heim og hafi verið ræktuð og nýtt alls staðar. „Síðan var hún bönnuð og nú er hún að koma aftur, er með svona „kombakk“. Hún er ein fjölbreyttasta nytjajurt jarðarinnar og ein umhverfisvænasta plantan. Þetta er allt kannabis, kannabis er jurtategundin og iðnaðarhampur hefur verið notað um þá tegund plöntunnar sem inniheldur ekki þetta vímuefni THC,“ segir Oddný.Pálmi Einarsson með fangið fullt af hampi.Til umræðu á Alþingi að breyta lögum og regluverki Samkvæmt fíkniefnalöggjöfinni eru kannabis og allar afleiður þess skilgreindar sem ávana- og fíkniefni en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sagt að hún vilji endurskoða lög og regluverk um framleiðslu iðnaðarhamps hér á landi. Þannig eigi fordómar fólks fyrir vímuefninu THC ekki að hindra aðra notkun hampsins. Þá hafa þingmenn allra flokka á Alþingi, nema Vinstri grænna og Miðflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu sem beint er til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Í ályktuninni felst að ráðherra breyti reglugerðum og leggi fram frumvarp ef þess þarf svo gera megi sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu. CBD og THC eru helstu virku efni kannabisplöntunnar en ólíkt því síðarnefnda er hið fyrrnefnda ekki vímugjafi. Efnin eru kannabíóðar, líka kallaðir kristallar.Hér sást kristallarnir sem myndast á laufunum og blöðunum.Fjölbreytt notagildi hampsins Oddný segir hampinn hafa fjölbreytt notagildi og hún hafi þess vegna verið kölluð besta nytjajurt jarðarinnar í fjölmiðlum. Þannig sé hægt að nýta hana til dæmis til þess að búa til trefjaplötur, plast, steypu og föt. Fræin sé síðan hægt að nýta til manneldis og í fóður handa skepnum. „Við tökum fræin af henni og borðum þau beint eða gerum úr þeim olíu, hampolíu. Svo er hægt að vinna úr þessum kristöllum sem myndast á blómum og laufum plöntunnar fæðubótarefni og lyf. Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum,“ segir Oddný.Hafa getað losað sig við lyfin með því að taka CBD-olíu CBD-olía er eitthvað sem hún og Pálmi gætu búið til. Oddný segir að þurfi að breyta lögum þannig CBD falli ekki undir það sem sé bannað. „Ef fólk getur og líður betur og getur kannski læknað eða meðhöndlað alls konar vægari sjúkdóma eða vanlíðan með þessu þá ætti kostnaður heilbrigðiskerfisins að geta lækkað. Margir sem hafa verið að hafa farið að taka CBD-olíu hafa getað losað sig við eða dregið verulega úr lyfjaskammtinum, annað hvort losað sig við lyf og/eða bara minnkað lyfjaskammtinn. Ég er í sambandi við fjölda fólks, bæði fólk sem ég þekki en líka fólk sem ég hef kynnst á þessari vegferð okkar,“ segir Oddný. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Djúpivogur Garðyrkja Kannabis Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira