Hvernig má auka gagnsæi og virkni á hlutabréfamarkaði? Aðalsteinn Eymundsson og Páll Friðriksson skrifar 23. október 2019 07:30 Töluvert hefur verið rætt á undanförnum árum um litla virkni á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir þessu, svo sem smæð markaðarins, að almennir fjárfestar hafi verið tregir að fjárfesta í hlutabréfum eftir bankahrunið árið 2008, að erlendir fjárfestar hafi ekki séð hag sinn í að koma inn á íslenska markaðinn, að lífeyrissjóðir eru afar fyrirferðarmiklir á markaðnum og fleira. Eitt atriði sem áhugavert er að skoða nánar er hvernig viðskipti fara fram á markaði og hvaða reglur gilda um gagnsæi kaup- og sölutilboða. Á undanförnum árum hefur umfang tilkynntra viðskipta að jafnaði verið yfir 60% af viðskiptum í kauphöllinni. Í slíkum viðskiptum semja tveir markaðsaðilar um viðskiptin utan viðskiptakerfis kauphallar, t.d. í gegnum síma eða spjallforrit, og tilkynna þau eftir á. Fyrirkomulag viðskiptanna felur í sér að ekkert gagnsæi er til staðar áður en þau fara fram, þ.e. að aðilar sem framkvæma viðskiptin setja ekki fram kaup- og sölutilboð í kerfi kauphallarinnar sem eru sýnileg almenningi. Í þessum tilvikum eru fjármálafyrirtæki að nýta sér undanþágur frá gagnsæi tilboða (e. pre-trade transparency waivers), sem Fjármálaeftirlitið getur leyft að vissum skilyrðum uppfylltum. Ljóst er að auka mætti gagnsæi á markaði með því að draga úr notkun á fyrrnefndum undanþágum. Þannig væru kaup og sölutilboð í auknum mæli sýnileg almenningi og endurspegluðu betur framboð á og eftirspurn eftir þeim hlutabréfum sem um ræðir. Einnig væri verðmyndunin gagnsærri þar sem viðskipti með hefðbundinni pörun kaup- og sölutilboða sem eru sýnileg í viðskiptakerfi kauphallar myndu að öðru óbreyttu aukast. Breytt framkvæmd gæti því mögulega stuðlað að meiri virkni og aukinni tiltrú á markaði. Til stendur að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB nr. 2014/65/ESB (MiFID II) og reglugerð ESB nr. 600/2014 (MiFIR). Einn megintilgangur með MiFID II og MiFIR er að auka gagnsæi á markaði. Í þeim eru ýmis úrræði sem geta gagnast stjórnvöldum við að ná fram því markmiði. Eftir innleiðingu verður t.d. hægt að skilgreina hlutabréf allt að fimm útgefenda sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem hlutabréf með virkan markað óháð því hvort þau uppfylli viðmið þar um. Til að hlutabréf teljist hafa virkan markað þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfyllt en engin hlutabréf á Íslandi uppfylla öll viðmiðin. Skilyrðin varða meðal annars lágmarksfjölda viðskipta og veltu. Þegar félag er með virkan markað fylgja því takmarkanir á notkun tiltekinna undanþága frá gagnsæi áður en viðskipti fara fram. Það þýðir að eingöngu er hægt að nýta undanþágurnar þangað til svokallað veltuþak virkjast (e. double volume cap). Ekki er hægt að nýta undanþágurnar í tiltekinn tíma eftir að veltuþakið virkjast sem þýðir að öðru óbreyttu aukið gagnsæi þar sem aðilum á markaði eru settar þröngar skorður varðandi önnur viðskipti en þau sem fara fram í gegnum hefðbundna pörun kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi kauphallar. Það að enginn hlutabréfaútgefandi sem er skráður á markaði á Íslandi uppfyllir viðmið um virkan markað þýðir að gagnsæi í aðdraganda viðskipta getur orðið töluvert minna hér á landi, þar sem auðveldara er að eiga viðskipti án þess að birta opinberlega kaup- og sölutilboð. Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort skilgreina eigi hlutabréf allt að fimm útgefenda á Íslandi sem hlutabréf með virkan markað á grundvelli MiFID II og MiFIR regluverksins. Þann 7. október sl. sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til aðila á hlutabréfamarkaði þar sem óskað var sjónarmiða um framangreint. Dreifibréfið má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Greinarhöfundar hvetja alla þá sem hafa áhuga á að styrkja íslenskan hlutabréfamarkað til að kynna sér málið vel og senda sjónarmið sín til Fjármálaeftirlitsins.Aðalsteinn er forstöðumaður verðbréfaeftirlits hjá FME.Páll er framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta hjá FME. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt á undanförnum árum um litla virkni á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir þessu, svo sem smæð markaðarins, að almennir fjárfestar hafi verið tregir að fjárfesta í hlutabréfum eftir bankahrunið árið 2008, að erlendir fjárfestar hafi ekki séð hag sinn í að koma inn á íslenska markaðinn, að lífeyrissjóðir eru afar fyrirferðarmiklir á markaðnum og fleira. Eitt atriði sem áhugavert er að skoða nánar er hvernig viðskipti fara fram á markaði og hvaða reglur gilda um gagnsæi kaup- og sölutilboða. Á undanförnum árum hefur umfang tilkynntra viðskipta að jafnaði verið yfir 60% af viðskiptum í kauphöllinni. Í slíkum viðskiptum semja tveir markaðsaðilar um viðskiptin utan viðskiptakerfis kauphallar, t.d. í gegnum síma eða spjallforrit, og tilkynna þau eftir á. Fyrirkomulag viðskiptanna felur í sér að ekkert gagnsæi er til staðar áður en þau fara fram, þ.e. að aðilar sem framkvæma viðskiptin setja ekki fram kaup- og sölutilboð í kerfi kauphallarinnar sem eru sýnileg almenningi. Í þessum tilvikum eru fjármálafyrirtæki að nýta sér undanþágur frá gagnsæi tilboða (e. pre-trade transparency waivers), sem Fjármálaeftirlitið getur leyft að vissum skilyrðum uppfylltum. Ljóst er að auka mætti gagnsæi á markaði með því að draga úr notkun á fyrrnefndum undanþágum. Þannig væru kaup og sölutilboð í auknum mæli sýnileg almenningi og endurspegluðu betur framboð á og eftirspurn eftir þeim hlutabréfum sem um ræðir. Einnig væri verðmyndunin gagnsærri þar sem viðskipti með hefðbundinni pörun kaup- og sölutilboða sem eru sýnileg í viðskiptakerfi kauphallar myndu að öðru óbreyttu aukast. Breytt framkvæmd gæti því mögulega stuðlað að meiri virkni og aukinni tiltrú á markaði. Til stendur að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB nr. 2014/65/ESB (MiFID II) og reglugerð ESB nr. 600/2014 (MiFIR). Einn megintilgangur með MiFID II og MiFIR er að auka gagnsæi á markaði. Í þeim eru ýmis úrræði sem geta gagnast stjórnvöldum við að ná fram því markmiði. Eftir innleiðingu verður t.d. hægt að skilgreina hlutabréf allt að fimm útgefenda sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem hlutabréf með virkan markað óháð því hvort þau uppfylli viðmið þar um. Til að hlutabréf teljist hafa virkan markað þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfyllt en engin hlutabréf á Íslandi uppfylla öll viðmiðin. Skilyrðin varða meðal annars lágmarksfjölda viðskipta og veltu. Þegar félag er með virkan markað fylgja því takmarkanir á notkun tiltekinna undanþága frá gagnsæi áður en viðskipti fara fram. Það þýðir að eingöngu er hægt að nýta undanþágurnar þangað til svokallað veltuþak virkjast (e. double volume cap). Ekki er hægt að nýta undanþágurnar í tiltekinn tíma eftir að veltuþakið virkjast sem þýðir að öðru óbreyttu aukið gagnsæi þar sem aðilum á markaði eru settar þröngar skorður varðandi önnur viðskipti en þau sem fara fram í gegnum hefðbundna pörun kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi kauphallar. Það að enginn hlutabréfaútgefandi sem er skráður á markaði á Íslandi uppfyllir viðmið um virkan markað þýðir að gagnsæi í aðdraganda viðskipta getur orðið töluvert minna hér á landi, þar sem auðveldara er að eiga viðskipti án þess að birta opinberlega kaup- og sölutilboð. Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort skilgreina eigi hlutabréf allt að fimm útgefenda á Íslandi sem hlutabréf með virkan markað á grundvelli MiFID II og MiFIR regluverksins. Þann 7. október sl. sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til aðila á hlutabréfamarkaði þar sem óskað var sjónarmiða um framangreint. Dreifibréfið má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Greinarhöfundar hvetja alla þá sem hafa áhuga á að styrkja íslenskan hlutabréfamarkað til að kynna sér málið vel og senda sjónarmið sín til Fjármálaeftirlitsins.Aðalsteinn er forstöðumaður verðbréfaeftirlits hjá FME.Páll er framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta hjá FME.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun