Í beinni í kvöld: Evrópumeistarar Liverpool og ósigraðir Íslandsmeistarar Vals í körfu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2019 06:00 Klopp og Evrópumeistarar Liverpool verða í eldlínunni í kvöld. Vísir/Getty Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm í dag til tíu í kvöld. Við byrjum daginn í Hollandi klukkan 16:45 en þá mæta Frank Lampard og lærisveinar hans heimamönnum í Ajax í H-riðli í Meistaradeild Evrópu. Ajax hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum og því ljóst að Chelsea á hörku leik fyrir höndum. Meistaradeildarmessan hefst svo klukkan 18:15 en þar munum við fara yfir alla leiki dagsins í deild þeirra bestu. Klukkan 18:50 hefjast svo beinar útsendingar á fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Við sýnum báða leiki E-riðils í beinni en í Belgíu mætast Genk og Liverpool. Evrópumeistararnir þurfa sárlega á sigri að halda eftir að hafa tapað fyrir Napoli í fyrstu umferð. Ítalska liðið heimsækir svo Austurríki þar sem það mætir Salzburg. Erling Braut Haaland, norska ungstirnið sem Manchester United er á höttunum eftir, stefnir eflaust á að skora í sínum þriðja Meistaradeildarleik í röð. Við sýnum einnig báða leiki F-riðils beint. Í Mílanó á Ítalíu eru Borussia Dortmund í heimsókn og þurfa heimamenn í Inter Milan á öllum stigunum að halda svo að Dortmund stingi þá ekki af. Reikna má með öruggum Barcelona sigri í Prag þar sem þeir heimsækja Slavia Prag, sem er líkt og Inter með eitt stig. Öll mörk kvöldsins verða svo í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Ef fótbolti er ekki fyrir ykkur þá sýnum við leik Vals og Keflavíkur í Dominos deild kvenna klukkan 19:05. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa á meðan Keflavík hefur unnið tvo og tapað einum. Um nóttina er svo nóg um að vera í golfinu en við sýnum frá Zozo Meistaramótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni, og BMW meistaramótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.Beinar útsendingar í dag16:45 Ajax-Chelsea (Sport 2) 18:15 Meistaradeildarmessan (Sport) 18:50 Genk-Liverpool (Sport 2) 18:50 Salzburg-Napoli (Sport 3) 18:50 Inter-Dortmund (Sport 4) 18:50 Slavia Prag-Barcelona (Sport 5) 19:05 Valur-Keflavík (Sport 6) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Sport) 02:00 The Zozo Championship (Golf) 03:00 LPGA Tour 2019 (Sport 4) Dominos-deild kvenna Golf Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm í dag til tíu í kvöld. Við byrjum daginn í Hollandi klukkan 16:45 en þá mæta Frank Lampard og lærisveinar hans heimamönnum í Ajax í H-riðli í Meistaradeild Evrópu. Ajax hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum og því ljóst að Chelsea á hörku leik fyrir höndum. Meistaradeildarmessan hefst svo klukkan 18:15 en þar munum við fara yfir alla leiki dagsins í deild þeirra bestu. Klukkan 18:50 hefjast svo beinar útsendingar á fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Við sýnum báða leiki E-riðils í beinni en í Belgíu mætast Genk og Liverpool. Evrópumeistararnir þurfa sárlega á sigri að halda eftir að hafa tapað fyrir Napoli í fyrstu umferð. Ítalska liðið heimsækir svo Austurríki þar sem það mætir Salzburg. Erling Braut Haaland, norska ungstirnið sem Manchester United er á höttunum eftir, stefnir eflaust á að skora í sínum þriðja Meistaradeildarleik í röð. Við sýnum einnig báða leiki F-riðils beint. Í Mílanó á Ítalíu eru Borussia Dortmund í heimsókn og þurfa heimamenn í Inter Milan á öllum stigunum að halda svo að Dortmund stingi þá ekki af. Reikna má með öruggum Barcelona sigri í Prag þar sem þeir heimsækja Slavia Prag, sem er líkt og Inter með eitt stig. Öll mörk kvöldsins verða svo í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Ef fótbolti er ekki fyrir ykkur þá sýnum við leik Vals og Keflavíkur í Dominos deild kvenna klukkan 19:05. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa á meðan Keflavík hefur unnið tvo og tapað einum. Um nóttina er svo nóg um að vera í golfinu en við sýnum frá Zozo Meistaramótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni, og BMW meistaramótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.Beinar útsendingar í dag16:45 Ajax-Chelsea (Sport 2) 18:15 Meistaradeildarmessan (Sport) 18:50 Genk-Liverpool (Sport 2) 18:50 Salzburg-Napoli (Sport 3) 18:50 Inter-Dortmund (Sport 4) 18:50 Slavia Prag-Barcelona (Sport 5) 19:05 Valur-Keflavík (Sport 6) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Sport) 02:00 The Zozo Championship (Golf) 03:00 LPGA Tour 2019 (Sport 4)
Dominos-deild kvenna Golf Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira