Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 22. október 2019 20:45 Þingmaður Viðreisnar segir íslensk stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum hvað varðar varnir gegn peningaþvætti. Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. Ráðherrar komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fram kom í máli dómsmálaráðherra að samkvæmt skýrslu FATF frá 2006 hafði Ísland ekki uppfyllt 26 af 40 tilmælum hópsins. Það hafi tekið tíu ár að komast út úr þeirri eftirfylgni sem hafi lokið 2016. Næst árið 2018 hafi hópurinn komist aftur að þeirri niðurstöðu að vörnum væri ábótavant. Nefndarmenn spurðu meðal annars hvernig stæði á því að það hafi tekið tíu ár að bregðast við úttekt FATF frá árinu 2006 og að þrátt fyrir úrbætur sem gerðar hafi verið á þeim tíma hafi enn verið eitthvað í ólagi samkvæmt úttekt árið 2018. „Það hefur verið æði mikið sinnuleysi af hálfu íslenskra stjórnvalda mjög lengi. Hvernig má það vera að við ljúkum innleiðingu 2016 og erum komin aftur á falllista 2018?“ „Ég veit ekki nákvæmlega svarið. Mér finnst þetta góð spurning en ég ætla að velta því upp hvort það gæti verið að menn séu einfaldlega stanslaust að læra í þessu samstarfi og það eru nýjar leiðir til að misnota fjármálakerfið að koma upp á yfirborðið og viðmiðin að breytast og kröfurnar að vaxa.“ Dómsmálaráðherra tók undir þetta og segir mælikvarða milli úttektanna hafa breyst verulega. „Frá 2018 hefur verið öflugur stýrihópur að störfum sem hefur það hlutverk að hafa eftirfylgni eftir þessum málum og fylgja þeim tilmælum sem koma og nú erum við mun betur í stakk búin til að takast á við þau tilmæli og ábendingar sem koma frá FATF-hópnum áður.“ Fjármálaráðherra segir að mikil óvissa hafi verið um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið. „Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst.“ Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. 21. október 2019 12:30 Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. 21. október 2019 17:19 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar segir íslensk stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum hvað varðar varnir gegn peningaþvætti. Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. Ráðherrar komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fram kom í máli dómsmálaráðherra að samkvæmt skýrslu FATF frá 2006 hafði Ísland ekki uppfyllt 26 af 40 tilmælum hópsins. Það hafi tekið tíu ár að komast út úr þeirri eftirfylgni sem hafi lokið 2016. Næst árið 2018 hafi hópurinn komist aftur að þeirri niðurstöðu að vörnum væri ábótavant. Nefndarmenn spurðu meðal annars hvernig stæði á því að það hafi tekið tíu ár að bregðast við úttekt FATF frá árinu 2006 og að þrátt fyrir úrbætur sem gerðar hafi verið á þeim tíma hafi enn verið eitthvað í ólagi samkvæmt úttekt árið 2018. „Það hefur verið æði mikið sinnuleysi af hálfu íslenskra stjórnvalda mjög lengi. Hvernig má það vera að við ljúkum innleiðingu 2016 og erum komin aftur á falllista 2018?“ „Ég veit ekki nákvæmlega svarið. Mér finnst þetta góð spurning en ég ætla að velta því upp hvort það gæti verið að menn séu einfaldlega stanslaust að læra í þessu samstarfi og það eru nýjar leiðir til að misnota fjármálakerfið að koma upp á yfirborðið og viðmiðin að breytast og kröfurnar að vaxa.“ Dómsmálaráðherra tók undir þetta og segir mælikvarða milli úttektanna hafa breyst verulega. „Frá 2018 hefur verið öflugur stýrihópur að störfum sem hefur það hlutverk að hafa eftirfylgni eftir þessum málum og fylgja þeim tilmælum sem koma og nú erum við mun betur í stakk búin til að takast á við þau tilmæli og ábendingar sem koma frá FATF-hópnum áður.“ Fjármálaráðherra segir að mikil óvissa hafi verið um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið. „Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst.“
Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. 21. október 2019 12:30 Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. 21. október 2019 17:19 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. 21. október 2019 12:30
Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. 21. október 2019 17:19
„Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41
Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38