Clinton ekki talin hafa misfarið með tölvupósta viljandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 13:41 Tölvupóstar Hillary Clinton voru efni fjölda dálksentímetra í bandarískum dagblöðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vísir/EPA Rannsókn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna leiddi í ljós að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, misfór ekki viljandi með leynilegar upplýsingar með því að nota einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra. Umfjöllun um málið reyndist Clinton erfiður ljár í þúfu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Málið snerist um að þegar Clinton var utanríkisráðherra notaði hún einkatölvupóstþjón í störfum sínum frekar en opinbert póstfang sitt á vegum alríkisstjórnarinnar. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakaði meðal annars hvort Clinton hefði þannig misfarið með leynilegar upplýsingar en felldi rannsóknina niður án þess að nokkur væri ákærður árið 2016. Umfjöllun um tölvupóstana fór hátt í kosningabaráttunni árið 2016 þegar Clinton atti kappi við Donald Trump, núverandi forseta. James Comey, þáverandi forstjóri FBI, var harðlega gagnrýndur fyrir veita Clinton ákúrur fyrir vangát með tölvupóstana þrátt fyrir að FBI hefði ekki talið nokkuð saknæmt hafa gerst. Aðeins nokkrum dögum fyrir kosningar skrifaði Comey Bandaríkjaþingi svo umdeild bréf þar sem hann sagði að FBI hefði opnað rannsóknina á tölvupóstum Clinton eftir að fleiri tölvupóstar fundust við aðra og ótengda sakamálarannsókn. Ekkert frekar kom fram í þeim póstum en rök hafa verið færð fyrir því að bréf Comey hafi mögulega veitt framboði Clinton náðarhöggið svo skömmu fyrir kjördag.Bað Rússa um að finna póstana Utanríkisráðuneytið rannsakaði tölvupóstana í um þrjú ár. Niðurstaða þess var að þó að aukin hætta á að leynilegar upplýsingar gætu borist fylgdi því að Clinton notaði eigin tölvupóstþjón hafi ekkert kerfisbundið eða vísvitandi misferli átt sér stað í meðferð upplýsinganna, að sögn New York Times. Þrjátíu og átta núverandi og fyrrverandi embættismenn voru taldir sekir um að brjóta gegn öryggisverkferlum með tölvupóstum sem fóru í gegnum tölvupóstþjón Clinton. Rannsakendur töldu engu að síður að í langflestum tilfellum hafi embættismenn vitað af ferlunum og reynt sitt besta til að fara eftir þeim. „Það voru engar sannfærandi vísbendingar um kerfisbundið, viljandi misferli með leynilegar upplýsingar,“ segir í skýrslu rannsakendanna. Trump og fleiri repúblikanar hafa ítrekað ráðist að Clinton vegna tölvupóstsmálsins. Í kosningabaráttunni hvatti Trump rússnesk stjórnvöld meðal annars til þess að finna tölvupósta sem starfsmenn Clinton eyddu af tölvupóstþjóninum á þeim forsendum að þeir vörðuðu persónuleg mál, frekar en störf hennar sem ráðherra. Þrátt fyrir það hefur fjöldi ráðgjafa og embættismanna Trump viðurkennt að nota eigin samskiptaleiðir í opinberum störfum. Þannig hafa Ivanka Trump, dóttir forsetans, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, notað eigin tölvupóst í opinberum störfum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Rannsókn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna leiddi í ljós að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, misfór ekki viljandi með leynilegar upplýsingar með því að nota einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra. Umfjöllun um málið reyndist Clinton erfiður ljár í þúfu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Málið snerist um að þegar Clinton var utanríkisráðherra notaði hún einkatölvupóstþjón í störfum sínum frekar en opinbert póstfang sitt á vegum alríkisstjórnarinnar. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakaði meðal annars hvort Clinton hefði þannig misfarið með leynilegar upplýsingar en felldi rannsóknina niður án þess að nokkur væri ákærður árið 2016. Umfjöllun um tölvupóstana fór hátt í kosningabaráttunni árið 2016 þegar Clinton atti kappi við Donald Trump, núverandi forseta. James Comey, þáverandi forstjóri FBI, var harðlega gagnrýndur fyrir veita Clinton ákúrur fyrir vangát með tölvupóstana þrátt fyrir að FBI hefði ekki talið nokkuð saknæmt hafa gerst. Aðeins nokkrum dögum fyrir kosningar skrifaði Comey Bandaríkjaþingi svo umdeild bréf þar sem hann sagði að FBI hefði opnað rannsóknina á tölvupóstum Clinton eftir að fleiri tölvupóstar fundust við aðra og ótengda sakamálarannsókn. Ekkert frekar kom fram í þeim póstum en rök hafa verið færð fyrir því að bréf Comey hafi mögulega veitt framboði Clinton náðarhöggið svo skömmu fyrir kjördag.Bað Rússa um að finna póstana Utanríkisráðuneytið rannsakaði tölvupóstana í um þrjú ár. Niðurstaða þess var að þó að aukin hætta á að leynilegar upplýsingar gætu borist fylgdi því að Clinton notaði eigin tölvupóstþjón hafi ekkert kerfisbundið eða vísvitandi misferli átt sér stað í meðferð upplýsinganna, að sögn New York Times. Þrjátíu og átta núverandi og fyrrverandi embættismenn voru taldir sekir um að brjóta gegn öryggisverkferlum með tölvupóstum sem fóru í gegnum tölvupóstþjón Clinton. Rannsakendur töldu engu að síður að í langflestum tilfellum hafi embættismenn vitað af ferlunum og reynt sitt besta til að fara eftir þeim. „Það voru engar sannfærandi vísbendingar um kerfisbundið, viljandi misferli með leynilegar upplýsingar,“ segir í skýrslu rannsakendanna. Trump og fleiri repúblikanar hafa ítrekað ráðist að Clinton vegna tölvupóstsmálsins. Í kosningabaráttunni hvatti Trump rússnesk stjórnvöld meðal annars til þess að finna tölvupósta sem starfsmenn Clinton eyddu af tölvupóstþjóninum á þeim forsendum að þeir vörðuðu persónuleg mál, frekar en störf hennar sem ráðherra. Þrátt fyrir það hefur fjöldi ráðgjafa og embættismanna Trump viðurkennt að nota eigin samskiptaleiðir í opinberum störfum. Þannig hafa Ivanka Trump, dóttir forsetans, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, notað eigin tölvupóst í opinberum störfum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30