Fjölga fyrsta árs nemum við læknadeild Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2019 10:51 Nemendurnir fimm hefja nám við læknadeild Háskóla Íslands á mánudag, þremur vikum á eftir samnemendum sínum á fyrsta ári. Vísir/vilhelm Sextíu nemendur munu komast inn í Læknadeild Háskóla Íslands haustið 2020 sem er fjölgun um sex frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þeir 54 sem staðið hafa sig best á inntökuprófum í deildina hafa fengið inngöngu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, skrifaði á dögunum undir breytingu á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands. Læknadeild hefur verið með inntökupróf um margra ára skeið og margir eru ævinlega um hituna. Í ár var áætlað að taka 54 nemendur inn í deildina eftir prófið, sem þreytt var í júní síðastliðnum. Tveir reyndust jafnir með nákvæmlega sömu einkunn í 54. sæti og hófu því 55 fyrsta árs nemar nám við læknadeild Háskóla Íslands nú í ágúst.Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands.Á haustmánuðum fann úrræðagóður nemandi reiknivillu í inntökuprófinu sem reyndist örlagarík fyrir fimm stúdenta. Reiknivillan sem uppgötvaðist varð til þess að fimm nemendur bættust í hópinn þremur vikum eftir að haustönn hófst. Nemendurnir fimm stóðu í þeirri trú að þeir hefðu ekki komist inn í læknisfræði þangað til að hringt var í þá og þeim boðin skólavist eftir að reiknivillan var staðfest.Sjá einnig: Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst „Þar með var hópurinn orðinn 60 manns, sem er nokkurn veginn sú tala sem við höfðum stefnt að að taka inn frá og með næsta ári. Þannig að það er eitthvað sem við ráðum alveg við,“ sagði Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar HÍ, í viðtali við Vísi á dögunum. Sú breyting hefur sem sagt nú verið staðfest.Kári Ingason þurfti að þrýsta á prófsýningu þar sem hann uppgötvaði reiknivillu á prófinu.Vísir/vilhelmNokkur fjölgun hefur orðið á nýnemum við læknadeild undanfarna tvo áratugi. Fyrir aldamótin komust um tíma 36 nemendur inn í læknadeild eftir svokallaðan Clausus, próf sem fram fór á miðju fyrsta námsári. Árið 2002 var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og fóru fyrstu inntökuprófin í læknadeild fram að sumri sumarið 2003. Komust þá 48 í fyrsta skipti inn í námið. Þeim hefur svo fjölgað jafnt og þétt. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00 Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sextíu nemendur munu komast inn í Læknadeild Háskóla Íslands haustið 2020 sem er fjölgun um sex frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þeir 54 sem staðið hafa sig best á inntökuprófum í deildina hafa fengið inngöngu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, skrifaði á dögunum undir breytingu á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands. Læknadeild hefur verið með inntökupróf um margra ára skeið og margir eru ævinlega um hituna. Í ár var áætlað að taka 54 nemendur inn í deildina eftir prófið, sem þreytt var í júní síðastliðnum. Tveir reyndust jafnir með nákvæmlega sömu einkunn í 54. sæti og hófu því 55 fyrsta árs nemar nám við læknadeild Háskóla Íslands nú í ágúst.Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands.Á haustmánuðum fann úrræðagóður nemandi reiknivillu í inntökuprófinu sem reyndist örlagarík fyrir fimm stúdenta. Reiknivillan sem uppgötvaðist varð til þess að fimm nemendur bættust í hópinn þremur vikum eftir að haustönn hófst. Nemendurnir fimm stóðu í þeirri trú að þeir hefðu ekki komist inn í læknisfræði þangað til að hringt var í þá og þeim boðin skólavist eftir að reiknivillan var staðfest.Sjá einnig: Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst „Þar með var hópurinn orðinn 60 manns, sem er nokkurn veginn sú tala sem við höfðum stefnt að að taka inn frá og með næsta ári. Þannig að það er eitthvað sem við ráðum alveg við,“ sagði Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar HÍ, í viðtali við Vísi á dögunum. Sú breyting hefur sem sagt nú verið staðfest.Kári Ingason þurfti að þrýsta á prófsýningu þar sem hann uppgötvaði reiknivillu á prófinu.Vísir/vilhelmNokkur fjölgun hefur orðið á nýnemum við læknadeild undanfarna tvo áratugi. Fyrir aldamótin komust um tíma 36 nemendur inn í læknadeild eftir svokallaðan Clausus, próf sem fram fór á miðju fyrsta námsári. Árið 2002 var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og fóru fyrstu inntökuprófin í læknadeild fram að sumri sumarið 2003. Komust þá 48 í fyrsta skipti inn í námið. Þeim hefur svo fjölgað jafnt og þétt.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00 Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00
Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30
Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01