Sjálfbærni rædd á Nýsköpunarþingi Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. október 2019 06:00 Leyla Acaroglu er aðalfyrirlesari þingsins. Hún er vinsæl og hefur fyrirlestur hennar á TED fengið yfir milljón áhorf. Fréttablaðið/EPA Nýsköpunarþing 2019 fer fram á Grand Hóteli í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Sjálfbærni til framtíðar“. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra mun flytja opnunarávarp þingsins og veita Nýsköpunarverðlaun Íslands. „Valið á þessu þema má kannski rekja til þess að það er ákveðið ákall í umhverfinu okkar í dag um sjálfbærni. Fyrirlesararnir munu tala um nýsköpun og hönnun út frá sjálfbærni,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hún er jafnframt fundarstjóri. Auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins standa Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þinginu. Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. „Hún býr núna í Portúgal þar sem hún rekur meðal annars bóndabýli sem vinnur algjörlega eftir hugmyndafræði sjálfbærni. Býlið er notað til kennslu í skóla sem hún á en hugmyndafræðin gengur út á að fá okkur til að hugsa upp á nýtt hvernig við hönnum hluti,“ segir Huld.Huld Magnúsdóttir (t.v.)Hugmyndafræði Acaroglu er mjög skapandi og hvetjandi að sögn Huldar sem býst við afar kröftugum fyrirlestri. Á þinginu munu margir frumkvöðlar segja frá reynslu sinni og hugmyndum um sjálfbærni, hönnun og nýsköpun. „Fyrirlesararnir eru mjög ólíkir því við vildum fá áherslur úr mismunandi áttum. Við erum líka að reyna fá svolitla breidd í aldri fyrirlesara. Við erum með ungt fólk upp í fólk sem er hokið af reynslu og allt þar á milli,“ segir Huld. Aðspurð segir Huld að staða nýsköpunar og hönnunar hérlendis út frá sjálfbærni sé nokkuð góð. „Ég held að víða sé verið að gera mjög mikið af flottum hlutum. Það er einmitt þess vegna sem við fengum þennan hóp af fólki til að koma og segja frá því sem verið er að gera. Þetta er samt umræðuefni sem þarf að tala um og ítreka. Það má alltaf benda á eitthvað nýtt og við getum alltaf bætt okkur.“ Nýlega var kynnt nýsköpunarstefna fyrir Ísland þar sem sett er fram framtíðarsýn fyrir árið 2030. Huld býst við því að stefnan verði rædd á þinginu. „Nýsköpunarstefnan er mjög mikilvæg því hún er upphafið að því hvernig við ætlum að vinna þetta. Það er búið að setja vörður á leiðina en það er tvímælalaust fullt af verkefnum fyrir framan okkur.“ Dagskrá þingsins í dag hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis og þingið öllum opið. „Við hvetjum bara fólk til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi. Við búumst við góðum og öflugum umræðum,“ segir Huld að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Umhverfismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Nýsköpunarþing 2019 fer fram á Grand Hóteli í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Sjálfbærni til framtíðar“. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra mun flytja opnunarávarp þingsins og veita Nýsköpunarverðlaun Íslands. „Valið á þessu þema má kannski rekja til þess að það er ákveðið ákall í umhverfinu okkar í dag um sjálfbærni. Fyrirlesararnir munu tala um nýsköpun og hönnun út frá sjálfbærni,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hún er jafnframt fundarstjóri. Auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins standa Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þinginu. Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. „Hún býr núna í Portúgal þar sem hún rekur meðal annars bóndabýli sem vinnur algjörlega eftir hugmyndafræði sjálfbærni. Býlið er notað til kennslu í skóla sem hún á en hugmyndafræðin gengur út á að fá okkur til að hugsa upp á nýtt hvernig við hönnum hluti,“ segir Huld.Huld Magnúsdóttir (t.v.)Hugmyndafræði Acaroglu er mjög skapandi og hvetjandi að sögn Huldar sem býst við afar kröftugum fyrirlestri. Á þinginu munu margir frumkvöðlar segja frá reynslu sinni og hugmyndum um sjálfbærni, hönnun og nýsköpun. „Fyrirlesararnir eru mjög ólíkir því við vildum fá áherslur úr mismunandi áttum. Við erum líka að reyna fá svolitla breidd í aldri fyrirlesara. Við erum með ungt fólk upp í fólk sem er hokið af reynslu og allt þar á milli,“ segir Huld. Aðspurð segir Huld að staða nýsköpunar og hönnunar hérlendis út frá sjálfbærni sé nokkuð góð. „Ég held að víða sé verið að gera mjög mikið af flottum hlutum. Það er einmitt þess vegna sem við fengum þennan hóp af fólki til að koma og segja frá því sem verið er að gera. Þetta er samt umræðuefni sem þarf að tala um og ítreka. Það má alltaf benda á eitthvað nýtt og við getum alltaf bætt okkur.“ Nýlega var kynnt nýsköpunarstefna fyrir Ísland þar sem sett er fram framtíðarsýn fyrir árið 2030. Huld býst við því að stefnan verði rædd á þinginu. „Nýsköpunarstefnan er mjög mikilvæg því hún er upphafið að því hvernig við ætlum að vinna þetta. Það er búið að setja vörður á leiðina en það er tvímælalaust fullt af verkefnum fyrir framan okkur.“ Dagskrá þingsins í dag hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis og þingið öllum opið. „Við hvetjum bara fólk til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi. Við búumst við góðum og öflugum umræðum,“ segir Huld að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Umhverfismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira