„Allir eru heilbrigðir og hamingjusamir.“
Our baby is born, everyone is healthy and happy im very proud you Fransiska Bjork how u handled this for the first time and delivered us a healthy beautiful babygirl in a few hours. pic.twitter.com/6QM3hOiGJ2
— Gunnar Nelson (@GunniNelson) October 31, 2019
Föðurhlutverkið gerði hann að betri manni
Í viðtali í Einkalífinu á Vísi á síðasta ári sagði Gunnar að föðurhlutverkið hafi breytt sér og gert sig að betri manni.„Þetta breytir manni helling. Maður þarf að aðlagast honum í dagsdaglegu lífi og þetta hefur hrikalega góð áhrif á mann. Maður þarf að breyta aðeins hugsunarhætti sínum og þú í raun og veru opnar nýja vídd í lífi þínu. Þetta er hrikalega gefandi.“Hann sagði þar að það sé ekki til eins góð tilfinning og væntumþykja til barnanna þinna.
„Strákurinn minn er hrikalega orkumikill og eins og mamma segir þá á ég hann fullkomlega skilið, alveg skuldlaust. Hún segir að hann sé alveg eins og ég þegar ég var lítill, hann stoppar ekki og er algjör skæruliði.“
Í viðtalinu ræddi Gunnar einnig um samband sitt og Fransisku Bjarkar og sagði að hún væri án efa rétta stúlkan fyrir sig.
„Hún hefur góð áhrif á mig og mér líður vel í kringum hana. Ég er afslappaður í kringum hana og það er svo mikilvægt að finna þetta þegar maður kemur heim eftir erfiðan dag að manni hlakki til að koma heim á heimilið þitt þar sem þér líður vel. Það getur eflaust verið erfitt í samböndum og maður vill kannski oft vera einn, en þegar sambönd ganga upp þá er það allt annað dæmi.“
Þáttinn má sjá hér að neðan.