Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. október 2019 19:15 Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. Spice er fíkniefni þar sem vímugjafinn í kannabisplöntunni er efnafræðilega búin til og er mun sterkara en efnið úr plöntunni sjálfri. Spice hefur leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið er til komið vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða formi sem er Fangaverðir á Litla-Hrauni fóru að finna efnið í miklum mæli árið 2017. Áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Karlmaður á fimmtugsaldri, vistmaður á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum í lok ágúst og liggja niðurstöður krufningarinnar nú fyrir. „Það er óvenju hátt magn af hinu svokallað Spice í hinum látna. Það er ekki hægt að rekja það að það sé orsökin á andlátinu en sé ekkert annað til staðar má ætla að það gæti hafa átt þátt í því að hann lést,“ segir Rúnar Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það getur verið mjög erfitt að finna Spice þar sem það getur haft mismunandi lögun og lit og þá er erfitt að notast við hefðbundnar aðferðir við að finna það. Í samtali við fréttastofu segist Páll Winkel hafa áhyggjur af neyslu efnisins í fangelsinu. Reglulega komi upp mál þar sem fangar séu í mjög slæmu ástandi eftir neyslu sem hafi í för með sér mikið álag fyrir starfsmenn og aðra fanga. Mikilvægt sé að bjóða upp á markvissari meðferð til að draga úr eftirspurn. Spice var sett í regluerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. „Þá höfum við á þessu ári gefið út tíu ákærur vegna þessa ólöglegu afleiða. það eru náttúrulega afleiður sem ekki eru á þessum lista og ein af þeim afleiðum fundust til dæmis í hinum látna,“ segir Rúnar. Oft sé erfitt fyrir lögreglu að eiga við fíknefnið „Ef lögreglan fær í hendurnar Spice þá er ekki víst að það sé ólöglegt. Það getur verið efni sem ekki er á listinnum en með sömu áhrif,“ segir Rúnar. Auðvelt virðist vera að búa til nýjar afleiður af efninu sem séu löglegar. „Til þess að vera eins og virðist vera þá í kapphlaupi við það sem er löglegt,“ segir Rúnar. Árborg Fangelsismál Fíkn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. Spice er fíkniefni þar sem vímugjafinn í kannabisplöntunni er efnafræðilega búin til og er mun sterkara en efnið úr plöntunni sjálfri. Spice hefur leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið er til komið vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða formi sem er Fangaverðir á Litla-Hrauni fóru að finna efnið í miklum mæli árið 2017. Áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Karlmaður á fimmtugsaldri, vistmaður á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum í lok ágúst og liggja niðurstöður krufningarinnar nú fyrir. „Það er óvenju hátt magn af hinu svokallað Spice í hinum látna. Það er ekki hægt að rekja það að það sé orsökin á andlátinu en sé ekkert annað til staðar má ætla að það gæti hafa átt þátt í því að hann lést,“ segir Rúnar Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það getur verið mjög erfitt að finna Spice þar sem það getur haft mismunandi lögun og lit og þá er erfitt að notast við hefðbundnar aðferðir við að finna það. Í samtali við fréttastofu segist Páll Winkel hafa áhyggjur af neyslu efnisins í fangelsinu. Reglulega komi upp mál þar sem fangar séu í mjög slæmu ástandi eftir neyslu sem hafi í för með sér mikið álag fyrir starfsmenn og aðra fanga. Mikilvægt sé að bjóða upp á markvissari meðferð til að draga úr eftirspurn. Spice var sett í regluerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. „Þá höfum við á þessu ári gefið út tíu ákærur vegna þessa ólöglegu afleiða. það eru náttúrulega afleiður sem ekki eru á þessum lista og ein af þeim afleiðum fundust til dæmis í hinum látna,“ segir Rúnar. Oft sé erfitt fyrir lögreglu að eiga við fíknefnið „Ef lögreglan fær í hendurnar Spice þá er ekki víst að það sé ólöglegt. Það getur verið efni sem ekki er á listinnum en með sömu áhrif,“ segir Rúnar. Auðvelt virðist vera að búa til nýjar afleiður af efninu sem séu löglegar. „Til þess að vera eins og virðist vera þá í kapphlaupi við það sem er löglegt,“ segir Rúnar.
Árborg Fangelsismál Fíkn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira