Fangelsismál

Fréttamynd

Opnar sig um rútínuna í fangelsinu

Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína.

Erlent
Fréttamynd

Börn vistuð í allt að sex daga í fanga­geymslu í Flata­hrauni

Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu.

Innlent
Fréttamynd

Amma gerandans svarar á­kalli föður Bryn­dísar Klöru

Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum.

Innlent
Fréttamynd

20 til 30 ný störf verða til í Ár­borg með til­komu nýs öryggisfangelsis

Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka mun þurfa jafn mikið af köldu og heitu vatni eins og þorpið á Stokkseyri eða Eyrarbakka eitt og sér. Núverandi fangelsi á Litla Hrauni verður lokað með tilkomu nýja fangelsisins, sem mun kosta um sautján milljarða króna í byggingu. Tuttugu til þrjátíu ný störf verða til í Árborg með nýja fangelsinu.

Innlent
Fréttamynd

Færum fanga úr for­tíðinni

Ágæta ríkisstjórn, nýir þingmenn og endurkjörnir, nú þegar vorþing hefur verið sett og kjörtímabil breytinga komið af stað er ekki úr vegi að líta aðeins í baksýnisspegilinn, svona til þess að koma auga á atriði sem betur hefðu mátt fara hjá stjórnvöldum á umliðnum árum.

Skoðun
Fréttamynd

HA ég Hr. ráð­herra?

Fangelsismál eru flókin og snerta mörg svið samfélagsins. Þess vegna er nauðsynlegt að hlutverk og ábyrgð hinna ýmissa ráðuneyta sem að fangelsismálum koma séu sérlega vel tilgreind og skýr. Allt of lengi hefur lítil sem engin samvinna og samstarf verið á milli ráðuneyta því málefni fanga hafa aldrei þótt „atkvæðaskapandi“.

Skoðun
Fréttamynd

Haf­dís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni

Tólf sóttu um embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni, sextán sóttu um starf öryggisstjóra hjá Fangelsismálastofnun ríkisins og fjórir sóttu um embætti deildarstjóra á Litla-Hrauni.

Innlent
Fréttamynd

And­látið á Stuðlum hafði mikil á­hrif

Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast

Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Skera niður í fangelsunum vegna tug­milljóna króna halla­rekstrar

Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sátt með að fá ekki sæti við borðið

Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. 

Innlent
Fréttamynd

Stakk sam­fanga í­trekað á meðan hann af­plánaði átta ára dóm

Ingólfur Kjartansson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir margvísleg brot framin í fangelsinu Litla-Hrauni, þar á meðal sérstaklega hættulega líkamsárás. Brotin framdi hann á meðan hann afplánaði annan átta ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Ingólfur er 22 ára.

Innlent
Fréttamynd

Bjargar deginum að komast að­eins úr klefanum

Fangar á Hólmsheiði eru á fullu þessa dagana að framleiða, mála og búa til jólaskraut sem þeir selja. Fangi segir það gríðarlega mikilvægt að fá að gera eitthvað á daginn annað en að hanga inni í klefa.

Lífið
Fréttamynd

Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi

Börn fanga eru líklegri en önnur börn að fara í fangelsi á fullorðins árum segir formaður Afstöðu, félags fanga. Nú erum um sextíu fangar á Litla Hrauni, allt karlmenn, en þar var verið að opna nýjan meðferðargang fyrir þá fanga, sem vilja vera vímuefnalausir í fangelsinu.

Innlent
Fréttamynd

Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endi­lega frá

Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. 

Innlent
Fréttamynd

Lyfti­stöng fyrir sam­fé­lagið

Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt fangelsi – fyrir öruggara sam­félag

Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 

Skoðun
Fréttamynd

Fangi lést á Litla-Hrauni

Fangi á Litla Hrauni lést í dag. Ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með óvenjulegum hætti en málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Innlent