
Fangelsismál

Samfélagsþjónusta á röngum forsendum
Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum.

Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið
Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu.

Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin.

„Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis
Dómsmálaráðherra segir að verið sé að stíga skref í dómsmálaráðuneytinu sem miða að því að byggja nýtt fangelsi á Stóra-Hrauni. Því „ófremdarástandi sem teiknaðist upp á vakt Sjálfstæðisflokksins“ muni þá ljúka.

„Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir meira af ófjármögnuðum útgjöldum en hún hafi átt von á. Ríkiskassinn sé ekki tómur en það þurfi að passa afskaplega vel upp á það sem er í honum. Það þurfi að passa að tekjur dugi fyrir útgjöldum og þannig hafi það ekki verið í mörg ár.

Svört skýrsla komi ekki á óvart
Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart.

Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn
Fangageymsla á lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði er ekki viðeigandi vistunarstaður fyrir börn. Umboðsmaður Alþingis beinir því til Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðherra að endurskoða þá tilhögun að nýta fangaklefa fyrir neyðarvistun barna á Stuðlum. Í fangageymslunni sofa börn á plastklæddum dýnum á steyptum bekkjum. Vistun hefur varað í allt að sex daga.

Lífið gefur engan afslátt
Núna þegar við erum komin eina ferðina enn á innsogið vegna ofbeldisverka í samfélaginu þá veltir maður fyrir sér hver getur verið skýringin á þessu þegar við eigum svo marga sérfræðinga hér á landi í öllum þessum málaflokkum? Hvort að það sé ekki einmitt skýringin á þessu? Sérfræðivæðing, ofgreiningar, lyfjaát, bómullarvæðing, nefndir og ráð, starfshópar, og aðgerðarleysi?

Opnar sig um rútínuna í fangelsinu
Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína.

Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni
Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu.

„Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“
Allt of fá úrræði eru til staðar fyrir börn í miklum vanda að sögn umboðsmanns barna. Mikil bið er eftir þjónustu sem komi í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í þegar vandinn kemur upp. Barnamálaráðherra tekur undir og boðar úrbætur.

Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru
Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum.

20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis
Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka mun þurfa jafn mikið af köldu og heitu vatni eins og þorpið á Stokkseyri eða Eyrarbakka eitt og sér. Núverandi fangelsi á Litla Hrauni verður lokað með tilkomu nýja fangelsisins, sem mun kosta um sautján milljarða króna í byggingu. Tuttugu til þrjátíu ný störf verða til í Árborg með nýja fangelsinu.

Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni
Fangaverðir eru uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. Formaður félagsins segir úrræðaleysi margoft hafa komið fangavörðum sem og föngum sjálfum í stórhættulegar aðstæður.

Færum fanga úr fortíðinni
Ágæta ríkisstjórn, nýir þingmenn og endurkjörnir, nú þegar vorþing hefur verið sett og kjörtímabil breytinga komið af stað er ekki úr vegi að líta aðeins í baksýnisspegilinn, svona til þess að koma auga á atriði sem betur hefðu mátt fara hjá stjórnvöldum á umliðnum árum.

El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir stjórnvöld í El Salvador hafa boðist til að taka við „hættulegum“ glæpamönnum frá Bandaríkjunum, bæði ólöglegum innflytjendum og bandarískum ríkisborgurum.

Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin
Þegar undirritaður horfir í baksýnisspegilinn með smá beisku en þó með þakklæti í brjósti og huga. Sé ég hvar gleði og þjáning ferðast á lífshjóli batans, þar sem þær vagga fram og aftur á akri lífsins.

HA ég Hr. ráðherra?
Fangelsismál eru flókin og snerta mörg svið samfélagsins. Þess vegna er nauðsynlegt að hlutverk og ábyrgð hinna ýmissa ráðuneyta sem að fangelsismálum koma séu sérlega vel tilgreind og skýr. Allt of lengi hefur lítil sem engin samvinna og samstarf verið á milli ráðuneyta því málefni fanga hafa aldrei þótt „atkvæðaskapandi“.

Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk
Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað.

Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing
Fangelsismál á Íslandi hafa lengi verið til umræðu, sérstaklega vegna hve hár kostnaður er við hvern fanga og endurkomu.

Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu
Fyrrverandi fótboltastjarnan Robinho situr nú í fangelsi í Brasilíu. Í fyrra hlaut hann níu ára dóm fyrir nauðgun.

Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni
Tólf sóttu um embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni, sextán sóttu um starf öryggisstjóra hjá Fangelsismálastofnun ríkisins og fjórir sóttu um embætti deildarstjóra á Litla-Hrauni.

Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif
Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk.

Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi
Formaður félags fangavarða segir niðurskurðaraðgerðir í fangelsismálum muni verða til þess að ýta þeim sem eftir eru í starfi út í veikindi eða önnur störf. Fangaverðir séu uggandi, sárir og reiðir.

Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast
Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu.

Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar
Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum.

Ósátt með að fá ekki sæti við borðið
Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar.

Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga
Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur.

Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm
Ingólfur Kjartansson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir margvísleg brot framin í fangelsinu Litla-Hrauni, þar á meðal sérstaklega hættulega líkamsárás. Brotin framdi hann á meðan hann afplánaði annan átta ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Ingólfur er 22 ára.

Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga
Landsréttur hefur staðfest sakfellingu lögreglumanns sem var ákærður fyrir líkamsárás gegn fanga í fangageymslu lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu þann 16. maí 2016. Honum er þó ekki gerð refsing í málinu.