Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2019 15:55 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið og er verið „að fínpússa ýmis atriði.“ Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt þingmálaskrá var miðað við að frumvarpinu yrði dreift á Alþingi í september en ekkert hefur bólað á því enn sem komið er. Hátt í níu mánuðir eru liðnir síðan umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda lauk. Með frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir stuðningi í formi endurgreiðslna til einkarekinna fjölmiðla og að dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir kynnti áformin í september í fyrra en þá var stefnt að því að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Stefnt var að því að lögin tækju gildi strax um áramótin. Samkvæmt fyrstu drögum frumvarpsins var meðal annars lagt til að endurgreiddur yrði hluti af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó geti aldrei orðið meiri en sem nemur 50 milljónum á ári. Frumvarpið var til umsagnar í samráðsgátt frá 31. janúar til 15. febrúar á þessu ári og bárust alls 27 umsagnir. Frumvarpinu var síðan útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Ekki fengust svör frá ráðuneytinu um hvort og þá hvaða frekari breytingar stæði til að gera á frumvarpinu áður en það verður endurflutt. Í svari ráðuneytisins segir að umfang stærstu frumvarpa mennta- og menningarmálaráðherra á þessu haustþingi; nýs lánasjóðsfrumvarps, sviðslistafrumvarps og fjölmiðlafrumvarps, hafi vaxið og vinna við þau hafi tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Frumvarp um nýjan menntasjóð námsmanna og sviðslistafrumvarp eru bæði tilbúin en ráðherra mælti fyrir því síðarnefnda á Alþingi nýverið. Vinnu við fjölmiðlafrumvarpið er aftur á móti ekki lokið en stefnt er að því að það verði lagt fram fyrir áramót en nákvæm tímasetning liggur þó ekki fyrir líkt og áður segir.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið og er verið „að fínpússa ýmis atriði.“ Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt þingmálaskrá var miðað við að frumvarpinu yrði dreift á Alþingi í september en ekkert hefur bólað á því enn sem komið er. Hátt í níu mánuðir eru liðnir síðan umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda lauk. Með frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir stuðningi í formi endurgreiðslna til einkarekinna fjölmiðla og að dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir kynnti áformin í september í fyrra en þá var stefnt að því að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Stefnt var að því að lögin tækju gildi strax um áramótin. Samkvæmt fyrstu drögum frumvarpsins var meðal annars lagt til að endurgreiddur yrði hluti af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó geti aldrei orðið meiri en sem nemur 50 milljónum á ári. Frumvarpið var til umsagnar í samráðsgátt frá 31. janúar til 15. febrúar á þessu ári og bárust alls 27 umsagnir. Frumvarpinu var síðan útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Ekki fengust svör frá ráðuneytinu um hvort og þá hvaða frekari breytingar stæði til að gera á frumvarpinu áður en það verður endurflutt. Í svari ráðuneytisins segir að umfang stærstu frumvarpa mennta- og menningarmálaráðherra á þessu haustþingi; nýs lánasjóðsfrumvarps, sviðslistafrumvarps og fjölmiðlafrumvarps, hafi vaxið og vinna við þau hafi tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Frumvarp um nýjan menntasjóð námsmanna og sviðslistafrumvarp eru bæði tilbúin en ráðherra mælti fyrir því síðarnefnda á Alþingi nýverið. Vinnu við fjölmiðlafrumvarpið er aftur á móti ekki lokið en stefnt er að því að það verði lagt fram fyrir áramót en nákvæm tímasetning liggur þó ekki fyrir líkt og áður segir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28
Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22
Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47
Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45