Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2019 15:55 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið og er verið „að fínpússa ýmis atriði.“ Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt þingmálaskrá var miðað við að frumvarpinu yrði dreift á Alþingi í september en ekkert hefur bólað á því enn sem komið er. Hátt í níu mánuðir eru liðnir síðan umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda lauk. Með frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir stuðningi í formi endurgreiðslna til einkarekinna fjölmiðla og að dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir kynnti áformin í september í fyrra en þá var stefnt að því að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Stefnt var að því að lögin tækju gildi strax um áramótin. Samkvæmt fyrstu drögum frumvarpsins var meðal annars lagt til að endurgreiddur yrði hluti af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó geti aldrei orðið meiri en sem nemur 50 milljónum á ári. Frumvarpið var til umsagnar í samráðsgátt frá 31. janúar til 15. febrúar á þessu ári og bárust alls 27 umsagnir. Frumvarpinu var síðan útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Ekki fengust svör frá ráðuneytinu um hvort og þá hvaða frekari breytingar stæði til að gera á frumvarpinu áður en það verður endurflutt. Í svari ráðuneytisins segir að umfang stærstu frumvarpa mennta- og menningarmálaráðherra á þessu haustþingi; nýs lánasjóðsfrumvarps, sviðslistafrumvarps og fjölmiðlafrumvarps, hafi vaxið og vinna við þau hafi tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Frumvarp um nýjan menntasjóð námsmanna og sviðslistafrumvarp eru bæði tilbúin en ráðherra mælti fyrir því síðarnefnda á Alþingi nýverið. Vinnu við fjölmiðlafrumvarpið er aftur á móti ekki lokið en stefnt er að því að það verði lagt fram fyrir áramót en nákvæm tímasetning liggur þó ekki fyrir líkt og áður segir.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið og er verið „að fínpússa ýmis atriði.“ Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt þingmálaskrá var miðað við að frumvarpinu yrði dreift á Alþingi í september en ekkert hefur bólað á því enn sem komið er. Hátt í níu mánuðir eru liðnir síðan umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda lauk. Með frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir stuðningi í formi endurgreiðslna til einkarekinna fjölmiðla og að dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir kynnti áformin í september í fyrra en þá var stefnt að því að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Stefnt var að því að lögin tækju gildi strax um áramótin. Samkvæmt fyrstu drögum frumvarpsins var meðal annars lagt til að endurgreiddur yrði hluti af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó geti aldrei orðið meiri en sem nemur 50 milljónum á ári. Frumvarpið var til umsagnar í samráðsgátt frá 31. janúar til 15. febrúar á þessu ári og bárust alls 27 umsagnir. Frumvarpinu var síðan útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Ekki fengust svör frá ráðuneytinu um hvort og þá hvaða frekari breytingar stæði til að gera á frumvarpinu áður en það verður endurflutt. Í svari ráðuneytisins segir að umfang stærstu frumvarpa mennta- og menningarmálaráðherra á þessu haustþingi; nýs lánasjóðsfrumvarps, sviðslistafrumvarps og fjölmiðlafrumvarps, hafi vaxið og vinna við þau hafi tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Frumvarp um nýjan menntasjóð námsmanna og sviðslistafrumvarp eru bæði tilbúin en ráðherra mælti fyrir því síðarnefnda á Alþingi nýverið. Vinnu við fjölmiðlafrumvarpið er aftur á móti ekki lokið en stefnt er að því að það verði lagt fram fyrir áramót en nákvæm tímasetning liggur þó ekki fyrir líkt og áður segir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28
Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22
Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47
Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45