„Þjálfarinn kemur í viðtöl eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. nóvember 2019 15:00 Grindavík tapaði gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið. Grindavík leit vel út í fyrri hálfleik og voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og greindi hvað hafi farið úrskeiðis hjá Grindavík sem tapaði gegn Stjörnunni sem var án Hlyns Bæringssonar. „Þeir eru komnir með tvo öfluga leikmenn inn í teig sem geta valdið skaða og auðvitað eiga þeir að nýta sér þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson um frammistöðu Grindavíkur í fjórða leikhluta. „Það virðist ekki vera neitt skipulag innan liðsins og sýna það á vellinum. Daníel er í vandræðum með þetta lið. Hann nær ekki að setja sinn stimpil á þetta. Þeir taka tólf þrista meira en Stjarnan og þeir skjóta tíu skotum meira en Stjarnan og þeir töpuðu örugglega,“ sagði Kristinn Friðriksson. Benedikt tók svo aftur við boltanum og hélt litla eldræðu. „Við getum talað um ákveðið skotval, afhverju þeir fóru ekki inn í teig og svo fram eftir götunum en fyrir mér voru þeir að skora nóg af stigum til að vinna leikinn. Þeim er pakkað í fráköstum og það vantar besta frákastara landsins í hinu liðinu.“ „Þeir vinna ekki frákastabaráttuna þegar Stjarnan er án Hlyns. Þeir fá á sig 55 stig í síðari hálfleik. Enginn vörn, akkúrat engin. Fyrir mér svíða þeir alveg svakalega; vörn og fráköst. Ég veit ekki hvað Grindavík ætlar sér í vetur.“ „Ef þeir eru að stefna á einhverja titla eða toppbaráttu þá kláraru Stjörnuna heima án Hlyns. Þú setur bara þá kröfu á liðið þó að það sé nóvember. Ef þú ætlar að gera einhverja hluti þá er þetta leikur sem þú verður að klára.“ Daníel Guðni Guðmundsson kom í viðtal eftir leikinn og svekkti sig á frammistöðunni. Sævar Sævarsson, þriðji spekingurinn, undraði sig á viðtalinu. „Þjálfarinn kemur inn í viðtöl og talar eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi. Hann er svona svekktur yfir því að menn séu að gera hitt og þetta. Hver er það sem á að peppa þá fyrir leikinn og sjá um þessa hluti?“ sagði Sævar. Umræðuna um Grindavík má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Grindavík tapaði gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið. Grindavík leit vel út í fyrri hálfleik og voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og greindi hvað hafi farið úrskeiðis hjá Grindavík sem tapaði gegn Stjörnunni sem var án Hlyns Bæringssonar. „Þeir eru komnir með tvo öfluga leikmenn inn í teig sem geta valdið skaða og auðvitað eiga þeir að nýta sér þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson um frammistöðu Grindavíkur í fjórða leikhluta. „Það virðist ekki vera neitt skipulag innan liðsins og sýna það á vellinum. Daníel er í vandræðum með þetta lið. Hann nær ekki að setja sinn stimpil á þetta. Þeir taka tólf þrista meira en Stjarnan og þeir skjóta tíu skotum meira en Stjarnan og þeir töpuðu örugglega,“ sagði Kristinn Friðriksson. Benedikt tók svo aftur við boltanum og hélt litla eldræðu. „Við getum talað um ákveðið skotval, afhverju þeir fóru ekki inn í teig og svo fram eftir götunum en fyrir mér voru þeir að skora nóg af stigum til að vinna leikinn. Þeim er pakkað í fráköstum og það vantar besta frákastara landsins í hinu liðinu.“ „Þeir vinna ekki frákastabaráttuna þegar Stjarnan er án Hlyns. Þeir fá á sig 55 stig í síðari hálfleik. Enginn vörn, akkúrat engin. Fyrir mér svíða þeir alveg svakalega; vörn og fráköst. Ég veit ekki hvað Grindavík ætlar sér í vetur.“ „Ef þeir eru að stefna á einhverja titla eða toppbaráttu þá kláraru Stjörnuna heima án Hlyns. Þú setur bara þá kröfu á liðið þó að það sé nóvember. Ef þú ætlar að gera einhverja hluti þá er þetta leikur sem þú verður að klára.“ Daníel Guðni Guðmundsson kom í viðtal eftir leikinn og svekkti sig á frammistöðunni. Sævar Sævarsson, þriðji spekingurinn, undraði sig á viðtalinu. „Þjálfarinn kemur inn í viðtöl og talar eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi. Hann er svona svekktur yfir því að menn séu að gera hitt og þetta. Hver er það sem á að peppa þá fyrir leikinn og sjá um þessa hluti?“ sagði Sævar. Umræðuna um Grindavík má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira