Besta vinkona Whitney Houston sviptir hulunni af ástarsambandi þeirra Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 13:51 Robyn Crawford og Whitney Houston. Getty/Samsett Robyn Crawford, besta vinkona bandarísku söngkonunnar Whitney Houston, tjáir sig í fyrsta sinn um meint ástarsamband þeirra á milli í væntanlegum æviminningum sínum. Orðrómar þess efnis hafa ítrekað ratað á síður slúðurblaðanna á sínum tíma. Houston var einn farsælasti tónlistarmaður síðari ára. Hún drukknaði í baðkari á hótelherbergi í Los Angeles snemma árs 2012, eftir langvinna fíkniefnaneyslu og veikindi. Houston og Crawford kynntust á unglingsaldri og með þeim tókst strax náin vinátta. Þær voru áfram afar nánar á áttunda áratugnum, þegar frægðarsól Houston tók að rísa afar hratt. Crawford greinir frá því í fyrsta skipti í nýrri bók sinni, A song for you: My life with Whitney Houston, að þær Houston hafi raunar verið aðeins meira en bara vinir. Orðrómar þess efnis höfðu áður ratað á síður slúðurblaðanna vestanhafs. Hvorug þeirra staðfesti þó nokkurn tímann orðrómana – fyrr en nú. Crawford lýsir því í bókinni að þær hafi hist fyrst þegar þær störfuðu báðar sem leiðbeinendur í sumarbúðum í New Jersey árið 1980. Hún hafi þá strax tjáð Houston að hún myndi ætíð bera hag hennar fyrir brjósti. „Við vildum vera saman,“ skrifar Crawford. „Og þar var aðeins um okkur tvær að ræða.“ Houston hafi þó bundið enda á þann hluta sambandsins sem var „líkamlegur“ árið 1982 en þær voru áfram bestu vinkonur. „Hún sagði að við gætum ekki sofið saman lengur vegna þess að það myndi gera vegferð okkar enn erfiðari,“ segir Robyn í bókinni. „Hún sagði að ef fólk kæmist að sambandi okkar myndi það beita upplýsingunum gegn okkur. Og á níunda áratugnum fannst manni einmitt eins og sú væri raunin.“ Þá hafi fjölskylda Houston auk þess verið mótfallin sambandi þeirra. Móðir Houston hefði til að mynda tjáð dóttur sinni að svo náið samband tveggja kvenna væri „ónáttúrulegt“. Lesa má umfjöllun um útdrátt úr bók Crawford á vef People. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Robyn Crawford, besta vinkona bandarísku söngkonunnar Whitney Houston, tjáir sig í fyrsta sinn um meint ástarsamband þeirra á milli í væntanlegum æviminningum sínum. Orðrómar þess efnis hafa ítrekað ratað á síður slúðurblaðanna á sínum tíma. Houston var einn farsælasti tónlistarmaður síðari ára. Hún drukknaði í baðkari á hótelherbergi í Los Angeles snemma árs 2012, eftir langvinna fíkniefnaneyslu og veikindi. Houston og Crawford kynntust á unglingsaldri og með þeim tókst strax náin vinátta. Þær voru áfram afar nánar á áttunda áratugnum, þegar frægðarsól Houston tók að rísa afar hratt. Crawford greinir frá því í fyrsta skipti í nýrri bók sinni, A song for you: My life with Whitney Houston, að þær Houston hafi raunar verið aðeins meira en bara vinir. Orðrómar þess efnis höfðu áður ratað á síður slúðurblaðanna vestanhafs. Hvorug þeirra staðfesti þó nokkurn tímann orðrómana – fyrr en nú. Crawford lýsir því í bókinni að þær hafi hist fyrst þegar þær störfuðu báðar sem leiðbeinendur í sumarbúðum í New Jersey árið 1980. Hún hafi þá strax tjáð Houston að hún myndi ætíð bera hag hennar fyrir brjósti. „Við vildum vera saman,“ skrifar Crawford. „Og þar var aðeins um okkur tvær að ræða.“ Houston hafi þó bundið enda á þann hluta sambandsins sem var „líkamlegur“ árið 1982 en þær voru áfram bestu vinkonur. „Hún sagði að við gætum ekki sofið saman lengur vegna þess að það myndi gera vegferð okkar enn erfiðari,“ segir Robyn í bókinni. „Hún sagði að ef fólk kæmist að sambandi okkar myndi það beita upplýsingunum gegn okkur. Og á níunda áratugnum fannst manni einmitt eins og sú væri raunin.“ Þá hafi fjölskylda Houston auk þess verið mótfallin sambandi þeirra. Móðir Houston hefði til að mynda tjáð dóttur sinni að svo náið samband tveggja kvenna væri „ónáttúrulegt“. Lesa má umfjöllun um útdrátt úr bók Crawford á vef People.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30