Ummæli ráðuneytisstjóra ekki í anda Framsóknar og ríkisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2019 12:22 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir að miðað við fréttaflutning af ummælum ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins um málefni útlendinga á vinnumarkaði, sé augljóst að þau séu hvorki í anda Framsóknarflokksins né stefnu ríkisstjórnarinnar. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra átti að flytja erindi á Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar sem fram fór föstudaginn 1. nóvember en forfallaðist og mætti Gissur Pétursson nýskipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu í hans stað. En Gissur var áður forstjóri Vinnumálastofnunar þar sem málefni útlendinga koma mikið við sögu.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var einn þeirra sem sat málþingið og sagði í fyrirspurnartíma á Alingi á mánudag að ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið sláandi. Hann hafi ekki talið ástæðu til að fræða innflytjendur um réttindi þeirra á vinnumarkaði og ekki væri ástæða til að styrkja íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Gissur hafi sérstaklega tekið fram hve auðvelt væri að losna við fólk af íslenskum vinnumarkaði, í þessu samhengi. Þorsteinn tók málið aftur upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sem formann Framsóknarflokksins út í málið. „Endurspegla ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins afstöðu ríkisstjórnarinnar til innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði,“ spurði Þorsteinn. Sigurður Ingi sagði skoðanir Viðreisnar og Framsóknarflokksins ólíkar í mörgum málum. „Ég til að mynda skil alls ekki háttvirtur þingmaður hvernig þú getur dregið ráðuneytisstjóra í einhverju öðru ráðuneyti hér upp á borð til að tala við formann Framsóknarflokksins. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar alla tíð haldið vel utan um þá sem lítils mættu sín í þjóðfélaginu, ekki hvað síst innflytjendur.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins.Þorsteinn sagði ráðuneytisstjórann hafa talað í stað félagsmálaráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar. „Því miður endurspegla þau ummæli ráðuneytisstjórans sem talaði þar í umboði ráðherra ekki neina sérstaka virðingu fyrir þessari viðkvæmu stöðu. Eða hvernig væri verið að brjóta á réttindum þessa hóps,“ sagði Þorsteinn. Formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki þekkja til þessarra ummæla og aðeins séð vitnað til þeirra í fjölmiðlum. „Miðað við þann fréttaflutning þá er það augljóslega ekki í anda eða stefnu hvorki ríkisstjórnar eða Framsóknarflokksins sem þar var í það minnsta látið liggja að maðurinn hafi sagt. Ég veit það ekki. Ég bara þekki það ekki,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Það gæti vel verið að Viðreisn og Framsóknarflokkurinn gætu unnið saman þegar kæmi að frjálslyndri stefnu gagnvart fólki sem minna mætti sín. „En það snýst auðvitað um að sýna það í verki. Það höfum við gert í 102 ár. Ég hef ekki enn séð Viðreisn gera það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að miðað við fréttaflutning af ummælum ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins um málefni útlendinga á vinnumarkaði, sé augljóst að þau séu hvorki í anda Framsóknarflokksins né stefnu ríkisstjórnarinnar. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra átti að flytja erindi á Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar sem fram fór föstudaginn 1. nóvember en forfallaðist og mætti Gissur Pétursson nýskipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu í hans stað. En Gissur var áður forstjóri Vinnumálastofnunar þar sem málefni útlendinga koma mikið við sögu.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var einn þeirra sem sat málþingið og sagði í fyrirspurnartíma á Alingi á mánudag að ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið sláandi. Hann hafi ekki talið ástæðu til að fræða innflytjendur um réttindi þeirra á vinnumarkaði og ekki væri ástæða til að styrkja íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Gissur hafi sérstaklega tekið fram hve auðvelt væri að losna við fólk af íslenskum vinnumarkaði, í þessu samhengi. Þorsteinn tók málið aftur upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sem formann Framsóknarflokksins út í málið. „Endurspegla ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins afstöðu ríkisstjórnarinnar til innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði,“ spurði Þorsteinn. Sigurður Ingi sagði skoðanir Viðreisnar og Framsóknarflokksins ólíkar í mörgum málum. „Ég til að mynda skil alls ekki háttvirtur þingmaður hvernig þú getur dregið ráðuneytisstjóra í einhverju öðru ráðuneyti hér upp á borð til að tala við formann Framsóknarflokksins. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar alla tíð haldið vel utan um þá sem lítils mættu sín í þjóðfélaginu, ekki hvað síst innflytjendur.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins.Þorsteinn sagði ráðuneytisstjórann hafa talað í stað félagsmálaráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar. „Því miður endurspegla þau ummæli ráðuneytisstjórans sem talaði þar í umboði ráðherra ekki neina sérstaka virðingu fyrir þessari viðkvæmu stöðu. Eða hvernig væri verið að brjóta á réttindum þessa hóps,“ sagði Þorsteinn. Formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki þekkja til þessarra ummæla og aðeins séð vitnað til þeirra í fjölmiðlum. „Miðað við þann fréttaflutning þá er það augljóslega ekki í anda eða stefnu hvorki ríkisstjórnar eða Framsóknarflokksins sem þar var í það minnsta látið liggja að maðurinn hafi sagt. Ég veit það ekki. Ég bara þekki það ekki,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Það gæti vel verið að Viðreisn og Framsóknarflokkurinn gætu unnið saman þegar kæmi að frjálslyndri stefnu gagnvart fólki sem minna mætti sín. „En það snýst auðvitað um að sýna það í verki. Það höfum við gert í 102 ár. Ég hef ekki enn séð Viðreisn gera það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
„Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36