Play útskýrir frímiðaleikinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 10:45 Frímiðarnir verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins. Skjáskot/flyplay.com Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. Þúsund flugmiðar verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins og er ætlun frímiðaleitarinnar að kynna fólk betur fyrir kerfinu, að sögn upplýsingafulltrúa Play. Skráning á póstlista flugfélagsins er ekki forsenda fyrir þátttöku í flugmiðaleitinni. Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, greindi frá leiknum á blaðamannafundi félagsins á þriðjudag, um leið og hann kynnti vefsíðu Play til leiks. „Við ætlum til að byrja með að gefa þúsund flugmiða, hvorki meira né minna, til allra áfangastaða sem við erum að bjóða upp á. Við hvetjum alla til að fara inn á Flyplay.com, skrá sig og þá verðið þið fyrst í röðinni til þess að vita af því hvenær salan hefst og fyrst í röðinni til þess að komast inn og leita að frímiðunum til þeirra borga sem þið viljið fara til.“ Vonir standa til að sala flugmiða og um leið leitin að frímiðunum hefjist núna í nóvember.Eins og fram kom í tilkynningu Play í gær höfðu um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista flugfélagsins á þeim sólarhring sem liðinn var frá opnun vefsíðunnar flyplay.com. Ljóst er að áhuginn á flugfélaginu og frímiðunum er því nokkur. Þátttaka í flugmiðaleitinni er þó ekki einungis fyrir þau sem skrá sig á póstlistann, að sögn Maríu Margrétar Jóhannsdóttur, upplýsingafulltrúa Play. Þegar Vísir spurði Maríu Margréti hvenær til stæði að draga út sigurvegara í frímiðaleiknum var hún fljót að leiðrétta blaðamann. „Það verður sem sagt ekki dregið. Fólk fer inn á bókunarsíðuna þegar hún opnar og leitar að fargjaldinu, sem verður núll krónur.“Þannig að þetta er í raun einhvers konar páskaeggjaleit?„Já, í rauninni. Þannig að þetta [núll krónu fargjaldið] liggur bara þarna á lausu þar sem fólk getur fundið það.“Draumasýnin tilbúin María Margrét sagði við Fréttablaðið að ástæðan fyrir því að gefa miðana þúsund væri því í raun tvíþætt. Leikurinn gæfi fólki færi á að „prófa vöruna okkar,“ auk þess sem hávetur væri alla jafna ekki háannatími hjá flugfélögum. Það gæfi Play færi á að „gera eitthvað skemmtilegt“ með viðskiptavinum sínum. Forstjórinn Arnar Már sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að bókunarkerfið væri tilbúið. Það hafi verið unnið algjörlega frá grunni og byggi því ekki á bókunarkerfi hins fallna WOW air. „Í rauninni var búin til vara sem var okkar draumasýn á bókunarferli og það hefur heppnast ótrúlega vel,“ sagði Arnar og bætti við að Flyliðar hlakki til „leyfa viðskiptavinum að líta inn í þá heima.“ Fréttir af flugi Neytendur Play Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. Þúsund flugmiðar verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins og er ætlun frímiðaleitarinnar að kynna fólk betur fyrir kerfinu, að sögn upplýsingafulltrúa Play. Skráning á póstlista flugfélagsins er ekki forsenda fyrir þátttöku í flugmiðaleitinni. Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, greindi frá leiknum á blaðamannafundi félagsins á þriðjudag, um leið og hann kynnti vefsíðu Play til leiks. „Við ætlum til að byrja með að gefa þúsund flugmiða, hvorki meira né minna, til allra áfangastaða sem við erum að bjóða upp á. Við hvetjum alla til að fara inn á Flyplay.com, skrá sig og þá verðið þið fyrst í röðinni til þess að vita af því hvenær salan hefst og fyrst í röðinni til þess að komast inn og leita að frímiðunum til þeirra borga sem þið viljið fara til.“ Vonir standa til að sala flugmiða og um leið leitin að frímiðunum hefjist núna í nóvember.Eins og fram kom í tilkynningu Play í gær höfðu um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista flugfélagsins á þeim sólarhring sem liðinn var frá opnun vefsíðunnar flyplay.com. Ljóst er að áhuginn á flugfélaginu og frímiðunum er því nokkur. Þátttaka í flugmiðaleitinni er þó ekki einungis fyrir þau sem skrá sig á póstlistann, að sögn Maríu Margrétar Jóhannsdóttur, upplýsingafulltrúa Play. Þegar Vísir spurði Maríu Margréti hvenær til stæði að draga út sigurvegara í frímiðaleiknum var hún fljót að leiðrétta blaðamann. „Það verður sem sagt ekki dregið. Fólk fer inn á bókunarsíðuna þegar hún opnar og leitar að fargjaldinu, sem verður núll krónur.“Þannig að þetta er í raun einhvers konar páskaeggjaleit?„Já, í rauninni. Þannig að þetta [núll krónu fargjaldið] liggur bara þarna á lausu þar sem fólk getur fundið það.“Draumasýnin tilbúin María Margrét sagði við Fréttablaðið að ástæðan fyrir því að gefa miðana þúsund væri því í raun tvíþætt. Leikurinn gæfi fólki færi á að „prófa vöruna okkar,“ auk þess sem hávetur væri alla jafna ekki háannatími hjá flugfélögum. Það gæfi Play færi á að „gera eitthvað skemmtilegt“ með viðskiptavinum sínum. Forstjórinn Arnar Már sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að bókunarkerfið væri tilbúið. Það hafi verið unnið algjörlega frá grunni og byggi því ekki á bókunarkerfi hins fallna WOW air. „Í rauninni var búin til vara sem var okkar draumasýn á bókunarferli og það hefur heppnast ótrúlega vel,“ sagði Arnar og bætti við að Flyliðar hlakki til „leyfa viðskiptavinum að líta inn í þá heima.“
Fréttir af flugi Neytendur Play Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34
Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25