Nýi Neymar stimplaði sig inn hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 09:00 Rodrygo var í miklu stuði með Real Madrid í gærkvöldi. Ótrúlegt að hann sé að gera þetta átján ára gamall á stærsta sviðinu. Getty/Quality Sport Images Í mörg ár var Brasilíumaðurinn Neymar orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. Neymar fór hins vegar fyrst til Barcelona og svo til Paris Saint Germain. Í gærkvöldi sáu stuðningsmenn Real Madrid nýjustu stjörnu liðsins síns stimpla sig inn og áttuðu sig um leið á því að þeir eru nú komnir með „uppfærða“ útgáfu af Neymar. Hinn átján ára gamli Rodrygo skoraði þrennu í 6-0 sigri Real Madrid á Galatasaray í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Aðeins einn yngri leikmaður hefur skorað þrennu fyrir Real Madrid og það var sjálfur Raul. Rodrygo er þegar kominn með viðurnefnið „Nýi Neymar“ eftir að hann fór sömu leið og sá eldri eða frá Santos og til Spánar. Rodrygo fór hins vegar ekki til Barcelona heldur til Real Madrid.Brazilian forward Rodrygo has announced himself on club football's biggest stage with a 'perfect' hat-trick for Real Madrid. https://t.co/uDeEbWLYJH pic.twitter.com/fCD6Beif95 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 Það hefur verið ekki vitað mikið um þennan strák sem er jafnhár og Neymar eða 174 sentímetrar. Rodrygo heitir fullu nafni Rodrygo Silva de Goes og fæddist 9. janúar 2001. Hann kom í sumar til Real Madrid og hefur síðan skorað fimm sinnum í fyrstu sex leikjunum með félaginu. „Draumur rættist hjá mér þegar ég heyrði allan Bernabeu leikvanginn syngja nafnið mitt. Ég er svo ánægður og þetta er búið að vera frábært kvöld. Ég þarf samt að reyna að halda ró minni,“ sagði Rodrygo eftir leik.@RodrygoGoes: "Hey madridistas, it's Rodrygo! I'm really happy with the team's victory tonight and with my first hat-trick! HALA MADRID!" #RMUCL | #HalaMadridpic.twitter.com/NMYzotag3a — Real Madrid C.F. (@realmadriden) November 6, 2019 Rodrygo skoraði fullkomna þrennu á Bernabeu í gær. Hann skoraði fyrst með vinstri fótar skot á fjórðu mínútu og bætti síðan við skallamarki á sjöundu mínútu. Brasilíumaðurinn Marcelo lagði upp bæði mörkin fyrir ungan landann sinn. Rodrygo varð þar með fyrstur í Meistaradeildinni til að skora tvisvar á fyrstu sjö mínútunum.18 years, 301 days. Youngest player ever to score a perfect UCL hat-trick. All in a day’s work. pic.twitter.com/DeVRDKIXGZ — B/R Football (@brfootball) November 6, 2019 Rodrygo lagði síðan upp mark fyrir Karim Benzema áður en hann innsiglaði þrennuna í uppbótatíma, nú með hægri fótar skoti eftir sendingu frá Benzema. Mark með vinstri, skalla og hægri fæti. Ekki slæmt við átján ára gamlan strák, á stóra sviðinu með einu af stærstu félögum heims. „Hann kom mér ekki á óvart. Hann er klár, fljótur að læra og er ólmur í að læra og bæta sinn leik. Hann þarf að styrkja sig líkamlega en hvað varðar tækni þá þekkir hann allt sem hægt er að geta með boltann,“ sagði knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane. „Rodrygo er aðeins átján ára gamall en hann óttast ekkert. Ég elska að sjá ungan fótboltamann spila svona,“ sagði Karim Benzema um Rodrygo. The youngest players to achieve a perfect hat-trick in the Champions League: 18-301 RODRYGO GOES 20-306 Kylian Mbappé 22-312 Michael Owen 22-354 Karim Benzema 24-060 Harry Kane 24-237 Samuel Eto’o — MisterChip (English) (@MisterChiping) November 6, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Í mörg ár var Brasilíumaðurinn Neymar orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. Neymar fór hins vegar fyrst til Barcelona og svo til Paris Saint Germain. Í gærkvöldi sáu stuðningsmenn Real Madrid nýjustu stjörnu liðsins síns stimpla sig inn og áttuðu sig um leið á því að þeir eru nú komnir með „uppfærða“ útgáfu af Neymar. Hinn átján ára gamli Rodrygo skoraði þrennu í 6-0 sigri Real Madrid á Galatasaray í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Aðeins einn yngri leikmaður hefur skorað þrennu fyrir Real Madrid og það var sjálfur Raul. Rodrygo er þegar kominn með viðurnefnið „Nýi Neymar“ eftir að hann fór sömu leið og sá eldri eða frá Santos og til Spánar. Rodrygo fór hins vegar ekki til Barcelona heldur til Real Madrid.Brazilian forward Rodrygo has announced himself on club football's biggest stage with a 'perfect' hat-trick for Real Madrid. https://t.co/uDeEbWLYJH pic.twitter.com/fCD6Beif95 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 Það hefur verið ekki vitað mikið um þennan strák sem er jafnhár og Neymar eða 174 sentímetrar. Rodrygo heitir fullu nafni Rodrygo Silva de Goes og fæddist 9. janúar 2001. Hann kom í sumar til Real Madrid og hefur síðan skorað fimm sinnum í fyrstu sex leikjunum með félaginu. „Draumur rættist hjá mér þegar ég heyrði allan Bernabeu leikvanginn syngja nafnið mitt. Ég er svo ánægður og þetta er búið að vera frábært kvöld. Ég þarf samt að reyna að halda ró minni,“ sagði Rodrygo eftir leik.@RodrygoGoes: "Hey madridistas, it's Rodrygo! I'm really happy with the team's victory tonight and with my first hat-trick! HALA MADRID!" #RMUCL | #HalaMadridpic.twitter.com/NMYzotag3a — Real Madrid C.F. (@realmadriden) November 6, 2019 Rodrygo skoraði fullkomna þrennu á Bernabeu í gær. Hann skoraði fyrst með vinstri fótar skot á fjórðu mínútu og bætti síðan við skallamarki á sjöundu mínútu. Brasilíumaðurinn Marcelo lagði upp bæði mörkin fyrir ungan landann sinn. Rodrygo varð þar með fyrstur í Meistaradeildinni til að skora tvisvar á fyrstu sjö mínútunum.18 years, 301 days. Youngest player ever to score a perfect UCL hat-trick. All in a day’s work. pic.twitter.com/DeVRDKIXGZ — B/R Football (@brfootball) November 6, 2019 Rodrygo lagði síðan upp mark fyrir Karim Benzema áður en hann innsiglaði þrennuna í uppbótatíma, nú með hægri fótar skoti eftir sendingu frá Benzema. Mark með vinstri, skalla og hægri fæti. Ekki slæmt við átján ára gamlan strák, á stóra sviðinu með einu af stærstu félögum heims. „Hann kom mér ekki á óvart. Hann er klár, fljótur að læra og er ólmur í að læra og bæta sinn leik. Hann þarf að styrkja sig líkamlega en hvað varðar tækni þá þekkir hann allt sem hægt er að geta með boltann,“ sagði knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane. „Rodrygo er aðeins átján ára gamall en hann óttast ekkert. Ég elska að sjá ungan fótboltamann spila svona,“ sagði Karim Benzema um Rodrygo. The youngest players to achieve a perfect hat-trick in the Champions League: 18-301 RODRYGO GOES 20-306 Kylian Mbappé 22-312 Michael Owen 22-354 Karim Benzema 24-060 Harry Kane 24-237 Samuel Eto’o — MisterChip (English) (@MisterChiping) November 6, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira