Skattaafsláttur vegna hlutabréfa á dagskrá Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2019 06:30 Kauphöll Nasdaq á Íslandi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins stendur að baki frumvarpi þar sem skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa fyrir almenning eru innleiddir. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram í næstu viku, að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ekki nægilega öflugur. Það hefur verið bent á hversu stórt hlutverk lífeyrissjóðirnir leika á íslenskum hlutabréfamarkaði en ég tel að verkefnið snúist ekki um að draga úr þátttöku lífeyrissjóðanna á markaðinum heldur efla og auka þátttöku annarra fjárfesta, og ekki síður almennings. Það er hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa fyrir almenning,“ segir Óli Björn í samtali við Fréttablaðið. Í umfjöllun Markaðarins í gær lýstu stórir einkafjárfestar og forstöðumenn hjá hlutabréfasjóðum áhyggjum yfir því að virkum þátttakendum á hlutabréfamarkaðinum hefði fækkað. Bent var á að lífeyrissjóðir hefðu dregið úr eign sinni í hlutabréfasjóðum og að hluthöfum í skráðum félögum færi fækkandi. Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var lagður til í Hvítbókinni um fjármálakerfið sem leið til þess að efla virkni hlutabréfamarkaðarins. Þar var bent á að þegar hlutabréfamarkaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar hefði almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattahvötum. Afslátturinn var síðan lækkaður í skrefum og afnuminn upp úr aldamótum. Aðspurður segir Óli Björn að hann búist ekki við því að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu á Alþingi. „Það kæmi mér á óvart ef menn væru andvígir því að styðja við bakið á almenningi í því að kaupa hlutabréf í skráðum félögum með því að veita skattalegar ívilnanir. Ég trúi ekki að menn leggist gegn því,“ segir Óli Björn. MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, mun í dag greina frá því hvort hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, verði gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Ef niðurstaðan er jákvæð verður Ísland fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða. Í umfjöllun Markaðarins var haft eftir Jóhanni Möller, forstöðumanni hlutabréfa hjá Stefni, að allar líkur væru á því að markaðurinn myndi fá aukna athygli frá erlendum fjárfestum þegar og ef hann verður gjaldgengur í vísitöluna í vor. Hann tók dæmi um vísitölusjóð í stýringu sjóðstýringarrisans Blackrock. Fjárfestingar sjóðsins fylgja Frontier-vísitölu MSCI og ef hann ákveður að fjárfesta á íslenska markaðinum í samræmi við stærð markaðarins í vísitölunni muni hann þurfa að kaupa íslensk hlutabréf fyrir 5,6 milljarða króna. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins stendur að baki frumvarpi þar sem skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa fyrir almenning eru innleiddir. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram í næstu viku, að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ekki nægilega öflugur. Það hefur verið bent á hversu stórt hlutverk lífeyrissjóðirnir leika á íslenskum hlutabréfamarkaði en ég tel að verkefnið snúist ekki um að draga úr þátttöku lífeyrissjóðanna á markaðinum heldur efla og auka þátttöku annarra fjárfesta, og ekki síður almennings. Það er hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa fyrir almenning,“ segir Óli Björn í samtali við Fréttablaðið. Í umfjöllun Markaðarins í gær lýstu stórir einkafjárfestar og forstöðumenn hjá hlutabréfasjóðum áhyggjum yfir því að virkum þátttakendum á hlutabréfamarkaðinum hefði fækkað. Bent var á að lífeyrissjóðir hefðu dregið úr eign sinni í hlutabréfasjóðum og að hluthöfum í skráðum félögum færi fækkandi. Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var lagður til í Hvítbókinni um fjármálakerfið sem leið til þess að efla virkni hlutabréfamarkaðarins. Þar var bent á að þegar hlutabréfamarkaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar hefði almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattahvötum. Afslátturinn var síðan lækkaður í skrefum og afnuminn upp úr aldamótum. Aðspurður segir Óli Björn að hann búist ekki við því að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu á Alþingi. „Það kæmi mér á óvart ef menn væru andvígir því að styðja við bakið á almenningi í því að kaupa hlutabréf í skráðum félögum með því að veita skattalegar ívilnanir. Ég trúi ekki að menn leggist gegn því,“ segir Óli Björn. MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, mun í dag greina frá því hvort hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, verði gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Ef niðurstaðan er jákvæð verður Ísland fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða. Í umfjöllun Markaðarins var haft eftir Jóhanni Möller, forstöðumanni hlutabréfa hjá Stefni, að allar líkur væru á því að markaðurinn myndi fá aukna athygli frá erlendum fjárfestum þegar og ef hann verður gjaldgengur í vísitöluna í vor. Hann tók dæmi um vísitölusjóð í stýringu sjóðstýringarrisans Blackrock. Fjárfestingar sjóðsins fylgja Frontier-vísitölu MSCI og ef hann ákveður að fjárfesta á íslenska markaðinum í samræmi við stærð markaðarins í vísitölunni muni hann þurfa að kaupa íslensk hlutabréf fyrir 5,6 milljarða króna.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira