Risagróðurhús þyrfti orku Blönduvirkjunar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. nóvember 2019 06:15 Ylrækt hefur lengi verið stunduð á Íslandi. Myndin er úr gróðurhúsi Lambhaga. Fréttablaðið/Vilhelm Risavaxið ylræktarver Paradise Farm sem nú er verið að kanna hvort risið geti í Ölfusi myndi fullbyggt þurfa 150 megavött af raforku. Það samsvarar hámarksafköstum Blönduvirkjunar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms, segir ýmsa raforkusala koma til greina. „Menn eru talsvert áhugasamir,“ svarar Gunnar um viðbrögð raforkusala til þessa. „Það er til talsverð orka inni á kerfinu en það er bara spurning hvar er hægt að nota hana,“ bætir Gunnar við og útskýrir að ýmis tæknileg atriði þurfi að leysa varðandi flutning á raforku fyrir starfsemi Paradise Farms og að það muni kosti miklar fjárfestingar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær standa erlendir fjárfestar að Paradise Farm. Ætlunin er að byrja starfsemina á tíu hekturum undir glerþaki og stækka síðan á endanum upp í fimmtíu hektara – eða 500 þúsund fermetra. Rækta á ýmiss konar grænmeti og ávexti með áherslu á útflutning. Gefur augaleið að umsvifin yrðu gríðarleg. Aðspurður um ljósmengun segir Gunnar að reynt yrði að draga úr henni eins og mögulegt sé með tjöldum fyrir ofan ljósin. Ekki myndi stafa önnur mengun frá starfseminni. „Í nýjum stöðvum er hringrásarkerfi þannig að það er alltaf verið að nýta sama áburðarvatnið og ekki verið að setja það út í náttúruna,“ segir Gunnar. Talsvert afrennsli af volgu vatni mætti nýta í landeldi á fiski sem áhugi sé fyrir að koma á laggirnar í Ölfusi. „Svo þurfum við að vinna í að breyta kolsýrunni sem kemur úr Hellisheiðarvirkjun í kolefni sem við gætum notað við ræktunina og gert virkjunina umhverfisvænni í leiðinni.“ Að sögn Gunnars var hann ekki mjög trúaður á verkefnið í byrjun. „En eftir því sem maður skoðar þetta meira er þetta alltaf að verða fýsilegra. Fyrst þetta er hægt í landlausu landi eins og Hollandi þar sem menn reisa svona garðyrkjustöðvar án þess að blikna, hvers vegna ætti það þá ekki að vera mögulegt hér?“ Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Orkumál Ölfus Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Risavaxið ylræktarver Paradise Farm sem nú er verið að kanna hvort risið geti í Ölfusi myndi fullbyggt þurfa 150 megavött af raforku. Það samsvarar hámarksafköstum Blönduvirkjunar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms, segir ýmsa raforkusala koma til greina. „Menn eru talsvert áhugasamir,“ svarar Gunnar um viðbrögð raforkusala til þessa. „Það er til talsverð orka inni á kerfinu en það er bara spurning hvar er hægt að nota hana,“ bætir Gunnar við og útskýrir að ýmis tæknileg atriði þurfi að leysa varðandi flutning á raforku fyrir starfsemi Paradise Farms og að það muni kosti miklar fjárfestingar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær standa erlendir fjárfestar að Paradise Farm. Ætlunin er að byrja starfsemina á tíu hekturum undir glerþaki og stækka síðan á endanum upp í fimmtíu hektara – eða 500 þúsund fermetra. Rækta á ýmiss konar grænmeti og ávexti með áherslu á útflutning. Gefur augaleið að umsvifin yrðu gríðarleg. Aðspurður um ljósmengun segir Gunnar að reynt yrði að draga úr henni eins og mögulegt sé með tjöldum fyrir ofan ljósin. Ekki myndi stafa önnur mengun frá starfseminni. „Í nýjum stöðvum er hringrásarkerfi þannig að það er alltaf verið að nýta sama áburðarvatnið og ekki verið að setja það út í náttúruna,“ segir Gunnar. Talsvert afrennsli af volgu vatni mætti nýta í landeldi á fiski sem áhugi sé fyrir að koma á laggirnar í Ölfusi. „Svo þurfum við að vinna í að breyta kolsýrunni sem kemur úr Hellisheiðarvirkjun í kolefni sem við gætum notað við ræktunina og gert virkjunina umhverfisvænni í leiðinni.“ Að sögn Gunnars var hann ekki mjög trúaður á verkefnið í byrjun. „En eftir því sem maður skoðar þetta meira er þetta alltaf að verða fýsilegra. Fyrst þetta er hægt í landlausu landi eins og Hollandi þar sem menn reisa svona garðyrkjustöðvar án þess að blikna, hvers vegna ætti það þá ekki að vera mögulegt hér?“
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Orkumál Ölfus Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira