Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 5. nóvember 2019 20:30 Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. Arnar Már Magnússon, forstjóri hins nýja íslenska lággjaldaflugfélags, sem gengið hefur undir vinnuheitinu WAB, kynnti nafnið PLAY og framtíðaráform í morgun. Nafnið skírskotar til þess að fólk fari til útlanda að leika sér og rauði liturinn á að tákna íslenska náttúru. Flugfélagið verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum úr 320 fjölskyldunni en í vor bætast fjórar vélar við og hefst flug til Ameríku. Gert er ráð fyrir því að flotinn vaxi í tíu vélar innan þriggja ára. „Við erum búin að nýta síðustu vikur og mánuði vel og það sem stendur út af er í raun bara að klára flugrekstrarleyfið og við erum á lokametrunum,“ segir Arnar Már.Fjármögnun félagsins sé lokið, 80 prósent komi frá breskum fjárfestingarsjóði og tuttugu prósent frá Íslenskum verðbréfum. Arnar vill ekki gefa upp eigið fé. „Það verður gefið upp og það er ríkulegt“Leiðakerfi, bókunarvélin og heimasíða eru tilbúin og sala farmiða hefst í þessum mánuði.Play er þegar farið að leita að starfsfólki, sem fær greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum að sögn Arnars. „Það er búið að teikna upp vaxtaráætlunina fyrir næstu ár og við teljum að við þurfum að ráða til okkar hundruð starfsmanna á næstu tólf mánuðum, einhvers staðar á bilinu tvö til þrjú hundruð“En á tímum þar sem allt snýst um loftlagsmál, skýtur það ekki skökku við að fara af stað með svo óumhverfisvænan rekstur? „Það er eitt því sem við höfum hugsað mikið um í ferlinu og ein af ástæðunum fyrir því að við völdum A320, hún er sparneytin og kolefnissporið er minna.“ segir Arnar Már Magnússon forstjóri Play.Svo virðist sem Play hafi tekið forystuna í kapphlaupinu um að fylla það skarð sem WOW Air skildi eftir sig. Um tíma virtist sem Michele Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, væri í forystu þegar hún hélt blaðamannafund þar sem fram kom að WOW Air myndi hefja flug milli Íslands og Washington í október. Ekkert hefur orðið út því. Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. Arnar Már Magnússon, forstjóri hins nýja íslenska lággjaldaflugfélags, sem gengið hefur undir vinnuheitinu WAB, kynnti nafnið PLAY og framtíðaráform í morgun. Nafnið skírskotar til þess að fólk fari til útlanda að leika sér og rauði liturinn á að tákna íslenska náttúru. Flugfélagið verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum úr 320 fjölskyldunni en í vor bætast fjórar vélar við og hefst flug til Ameríku. Gert er ráð fyrir því að flotinn vaxi í tíu vélar innan þriggja ára. „Við erum búin að nýta síðustu vikur og mánuði vel og það sem stendur út af er í raun bara að klára flugrekstrarleyfið og við erum á lokametrunum,“ segir Arnar Már.Fjármögnun félagsins sé lokið, 80 prósent komi frá breskum fjárfestingarsjóði og tuttugu prósent frá Íslenskum verðbréfum. Arnar vill ekki gefa upp eigið fé. „Það verður gefið upp og það er ríkulegt“Leiðakerfi, bókunarvélin og heimasíða eru tilbúin og sala farmiða hefst í þessum mánuði.Play er þegar farið að leita að starfsfólki, sem fær greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum að sögn Arnars. „Það er búið að teikna upp vaxtaráætlunina fyrir næstu ár og við teljum að við þurfum að ráða til okkar hundruð starfsmanna á næstu tólf mánuðum, einhvers staðar á bilinu tvö til þrjú hundruð“En á tímum þar sem allt snýst um loftlagsmál, skýtur það ekki skökku við að fara af stað með svo óumhverfisvænan rekstur? „Það er eitt því sem við höfum hugsað mikið um í ferlinu og ein af ástæðunum fyrir því að við völdum A320, hún er sparneytin og kolefnissporið er minna.“ segir Arnar Már Magnússon forstjóri Play.Svo virðist sem Play hafi tekið forystuna í kapphlaupinu um að fylla það skarð sem WOW Air skildi eftir sig. Um tíma virtist sem Michele Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, væri í forystu þegar hún hélt blaðamannafund þar sem fram kom að WOW Air myndi hefja flug milli Íslands og Washington í október. Ekkert hefur orðið út því.
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira