Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í færslu á Facebook síðu sinni að tvennt hafi verið í fólksbifreiðinni og séu þau bæði slösuð en þó með meðvitund. Meiðsli ökumanns vörubílsins munu vera minni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á slysstað og stendur til að flytja hin slösuðu frá Hala til Reykjavíkur um borð í þyrlunni. Sjá má færsluna í heild sinni hér að neðan.
Fréttin hefur verið uppfærð.