Vinnueftirlit og lögregla vissu ekki af sprengiefninu í Njarðvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2019 18:28 Yfirvöld höfðu engar upplýsingar um að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni hefðu verið geymd í gámi í Njarðvík. Ekki er útilokað að sprengiefni sé geymt víðar við óviðundandi aðstæður. Eftir að yfirvöld fengu upplýsingar um að sprengiefni væri geymt gámi á iðnaðarsvæði nærri fyrirtækjum og íbúðarhúsum í Njarðvík á föstudag, hófust umfangsmiklar rýmingar á meðan sprengjusérfræðingar athöfnuðu sig á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum var sprengiefnið, sem var dínamít, orðið óstöðugt og hætta á að það gæti sprungið. Aðgerðir sprengjusérfræðinga tóku margar klukkustundir.Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir alveg skýrt hvernig geyma skuli sprengiefni.Vísir/SigurjónAlveg skýrt hvernig meðhöndla á sprengiefni Skýrar reglur eru í reglugerð um hvernig sprengiefni skuli meðhöndlað og geymt. Færanlega sprengiefnageymslur skal tilkynntar til yfirvalda. Sé leyfi veitt á lögregla að tilkynna það til slökkviliðs og Vinnueftirlits. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði eigandi sprengiefnisins í Njarðvík á föstudag, ekki fengið leyfi yfirvalda til geymslu. „Við vissum ekki af þessum gámi. Við höldum skrá um alla sprengiefnagáma en þessi gámur var ekki skráður inn í okkar kerfi, þannig að við vissum ekki um þetta,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Guðmundur segir að sprengiefni eigi að geyma í viðurkenndum gámum. Sé leyfi gefið fyrir slíkri geymslu þarf leyfi frá Vinnueftirliti og svo lögreglustjóra fyrir staðsetningu. Hvort fleiri gámar sem geymi sprengiefni við óviðunandi aðstæður segir Guðmundur. „Það er ekki hægt að útiloka það en ég held að það séu mjög fá og að þetta sé mjög sjaldgæft mál. Alveg einstakt,“Færanlegar sprengiefnageymslur þurfa að vera viðurkenndar líkt og hér sést.Vísir/SigurjónGeymslur undir sprengiefni þurfa að vera viðurkenndar Nokkrir tugir tonna af sprengiefni séu í umferð á Íslandi. En það magnið geti þó verið mismundandi eftir verkefnastöðu verktaka. Tveir birgjar hafa heimild til þess að flytja sprengiefni inn til landsins en þá geta verktakar sótt um undanþágu fyrir innflutningi í einstökum verkefnum allt háð eftirliti Vinnueftirlitsins. „Eftirlit er alltaf hægt að bæta vegna þess að aðstæður geta komið upp þar sem að menn séu að geyma vitandi eða jafnvel óafvitandi efni einhverstaðar. En það ætti auðvitað ekki að vera þannig vegna þess að þeir einu sem mega meðhöndla sprengiefni eru með leyfi og þeir eiga að vita hvaða hætta er samfara því að geyma slíkt efni,“ segir Guðmundur. Almannavarnir Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43 Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Yfirvöld höfðu engar upplýsingar um að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni hefðu verið geymd í gámi í Njarðvík. Ekki er útilokað að sprengiefni sé geymt víðar við óviðundandi aðstæður. Eftir að yfirvöld fengu upplýsingar um að sprengiefni væri geymt gámi á iðnaðarsvæði nærri fyrirtækjum og íbúðarhúsum í Njarðvík á föstudag, hófust umfangsmiklar rýmingar á meðan sprengjusérfræðingar athöfnuðu sig á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum var sprengiefnið, sem var dínamít, orðið óstöðugt og hætta á að það gæti sprungið. Aðgerðir sprengjusérfræðinga tóku margar klukkustundir.Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir alveg skýrt hvernig geyma skuli sprengiefni.Vísir/SigurjónAlveg skýrt hvernig meðhöndla á sprengiefni Skýrar reglur eru í reglugerð um hvernig sprengiefni skuli meðhöndlað og geymt. Færanlega sprengiefnageymslur skal tilkynntar til yfirvalda. Sé leyfi veitt á lögregla að tilkynna það til slökkviliðs og Vinnueftirlits. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði eigandi sprengiefnisins í Njarðvík á föstudag, ekki fengið leyfi yfirvalda til geymslu. „Við vissum ekki af þessum gámi. Við höldum skrá um alla sprengiefnagáma en þessi gámur var ekki skráður inn í okkar kerfi, þannig að við vissum ekki um þetta,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Guðmundur segir að sprengiefni eigi að geyma í viðurkenndum gámum. Sé leyfi gefið fyrir slíkri geymslu þarf leyfi frá Vinnueftirliti og svo lögreglustjóra fyrir staðsetningu. Hvort fleiri gámar sem geymi sprengiefni við óviðunandi aðstæður segir Guðmundur. „Það er ekki hægt að útiloka það en ég held að það séu mjög fá og að þetta sé mjög sjaldgæft mál. Alveg einstakt,“Færanlegar sprengiefnageymslur þurfa að vera viðurkenndar líkt og hér sést.Vísir/SigurjónGeymslur undir sprengiefni þurfa að vera viðurkenndar Nokkrir tugir tonna af sprengiefni séu í umferð á Íslandi. En það magnið geti þó verið mismundandi eftir verkefnastöðu verktaka. Tveir birgjar hafa heimild til þess að flytja sprengiefni inn til landsins en þá geta verktakar sótt um undanþágu fyrir innflutningi í einstökum verkefnum allt háð eftirliti Vinnueftirlitsins. „Eftirlit er alltaf hægt að bæta vegna þess að aðstæður geta komið upp þar sem að menn séu að geyma vitandi eða jafnvel óafvitandi efni einhverstaðar. En það ætti auðvitað ekki að vera þannig vegna þess að þeir einu sem mega meðhöndla sprengiefni eru með leyfi og þeir eiga að vita hvaða hætta er samfara því að geyma slíkt efni,“ segir Guðmundur.
Almannavarnir Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43 Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43
Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00
Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47
Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49