Yfir tíu milljónir söfnuðust í landssöfnun UN Women Heimsljós kynnir 4. nóvember 2019 11:15 Ljósmynd frá Malaví. UN Women Landssöfnun UN Women á Íslandi í beinni útsendingu á RÚV, skilaði yfir tíu milljónum króna og 1330 einstaklingar gerðust „Ljósberar“ UN Women. „Við hjá UN Women á Íslandi erum í skýjunum yfir árangrinum og stolt af þeim stuðningi sem landsmenn sýna þessum útbreidda heimsfaraldri sem fáir beina sjónum sínum að,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Stúlka, ekki brúður“ var yfirskrift þáttarins sem var á dagskrá RÚV síðastliðið föstudagskvöld. Þátturinn var unnin af UN Women á Íslandi í samstarfi við RÚV og sjónum var beint að einni útbreiddri birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguðum barnahjónaböndum. Fram kom í þættinum að rúmlega tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á hverju ári, sem þýðir að 23 barnugnar stúlkur eru þvingaðar í hjónabnd á hverri mínútu. Fulltrúar UN Women á Íslandi heimsóttu Malaví nýverið ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur leikkonu og rithöfundi. Þar kynntu þau sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas kynntist og tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og voru sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi frumsýndar í þættinum. Allt söfnunarfé rennur beint til UN Women í Malaví og miðar að því að styrkja stúlkur aftur til náms eftir að hafa verið leystar úr ólöglegum hjónaböndum. Söfnunarfé verður einnig notað til aukinnar fræðslu á öllum stigum samfélagsins um skaðlegar afleiðingar þess að þvinga barnungar stúlkur í hjónabönd. „Það að fólk styðji við þennan berskjaldaða hóp, stúlkur sem beittar eru kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar í hjónabönd á barnsaldri, sýnir einstakan samtakamátt sem ekki er sjálfsagður. Við viljum því koma á framfæri innilegu þakklæti til allra okkar Ljósbera og styrktaraðila,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent
Landssöfnun UN Women á Íslandi í beinni útsendingu á RÚV, skilaði yfir tíu milljónum króna og 1330 einstaklingar gerðust „Ljósberar“ UN Women. „Við hjá UN Women á Íslandi erum í skýjunum yfir árangrinum og stolt af þeim stuðningi sem landsmenn sýna þessum útbreidda heimsfaraldri sem fáir beina sjónum sínum að,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Stúlka, ekki brúður“ var yfirskrift þáttarins sem var á dagskrá RÚV síðastliðið föstudagskvöld. Þátturinn var unnin af UN Women á Íslandi í samstarfi við RÚV og sjónum var beint að einni útbreiddri birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguðum barnahjónaböndum. Fram kom í þættinum að rúmlega tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á hverju ári, sem þýðir að 23 barnugnar stúlkur eru þvingaðar í hjónabnd á hverri mínútu. Fulltrúar UN Women á Íslandi heimsóttu Malaví nýverið ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur leikkonu og rithöfundi. Þar kynntu þau sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas kynntist og tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og voru sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi frumsýndar í þættinum. Allt söfnunarfé rennur beint til UN Women í Malaví og miðar að því að styrkja stúlkur aftur til náms eftir að hafa verið leystar úr ólöglegum hjónaböndum. Söfnunarfé verður einnig notað til aukinnar fræðslu á öllum stigum samfélagsins um skaðlegar afleiðingar þess að þvinga barnungar stúlkur í hjónabönd. „Það að fólk styðji við þennan berskjaldaða hóp, stúlkur sem beittar eru kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar í hjónabönd á barnsaldri, sýnir einstakan samtakamátt sem ekki er sjálfsagður. Við viljum því koma á framfæri innilegu þakklæti til allra okkar Ljósbera og styrktaraðila,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent