Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 19:00 Suso fagnar marki AC Milan í gær. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Gamla stórveldið í ítalska fótboltanum, AC Milan, er þrettán stigum á eftir Juventus þegar 10 umferðir eru búnar af keppni í serie A. AC Milan vann Spal 1-0 í gærkvöldi, eina markið skoraði Spánverjinn Suso úr aukaspyrnu á 63. mínútu. Suso var í 5 ár hjá Liverpool og lék 14 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. AC Milan vann Ítalíu meistaratitilinn fimm sinnum á tíunda áratug síðustu aldar og 18. titilinn fyrir 8 árum. Mílanó-liðið hefur tapað fimm af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Þrír leikir verða í deildinni á morgun, allir leikirnir verða sýndir beint á íþróttarásum Sýnar. Napoli fær Roma í heimsókn klukkan 14. Roma er í fjórða sæti með 19 stig, stigi á undan Napoli, sem er í sjötta sætinu. Piero Giacomelli, sem átti að dæma leikinn var settur í skammarkrókinn. Hann dæmdi leik Napoli og Atlanta á miðvikudaginn. Hann sleppti því að dæma víti á Atalanta og dæmdi jöfnunarmark Atalanta gott og gilt. Og til að bæta gráu ofan á svart rak hann knattspyrnustjóra Napoli, Carlo Ancelotti upp í stúku. Ancelotti þykir alla jafnan dagfarsprúður maður. Inter getur komist í 1. sætið um stund að minnsta kosti, Inter mætir Bologna á Renato Dall'Ara vellinum. Bolgna, sem er í 11. sæti vonast til þess að harðjaxlinn Gary Medel geti spilað en hann hefur misst af fimm síðustu leikjum vegna meiðsla. Grannaslagur Torínó og Juventus byrjar klukkan 19,45 annað kvöld. Tórínó er 15 stigum á eftir Juventus og þrýstingur er farinn að aukast á knattspyrnustjórann, Walter Mazzarri. Uppskeran í fimm síðustu leikjum er aðeins tvö stig. Juventus er eina liðið í 5 stærstu deildum Evrópu sem ekki hefur tapað í öllum keppnum í vetur. Cristiano Ronaldo var bjargvætturinn í vikunni þegar Juve vann Genoa 2-1. Tórínó hefur ekki riðið feitum hesti úr bardaga við Juventus í sere A, aðeins einn sigur í 26 síðustu leikjum liðanna. Juventus hefur unnið 19 þeirra. Ljósið í myrkrinu hjá Tórínó er sóknarmaðurinn, Andrea Belotti, sem er búinn að skora 11 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum í vetur. Hann hefur þó ekki náð að skora í síðustu fjórum leikjum. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í ítalska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Gamla stórveldið í ítalska fótboltanum, AC Milan, er þrettán stigum á eftir Juventus þegar 10 umferðir eru búnar af keppni í serie A. AC Milan vann Spal 1-0 í gærkvöldi, eina markið skoraði Spánverjinn Suso úr aukaspyrnu á 63. mínútu. Suso var í 5 ár hjá Liverpool og lék 14 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. AC Milan vann Ítalíu meistaratitilinn fimm sinnum á tíunda áratug síðustu aldar og 18. titilinn fyrir 8 árum. Mílanó-liðið hefur tapað fimm af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Þrír leikir verða í deildinni á morgun, allir leikirnir verða sýndir beint á íþróttarásum Sýnar. Napoli fær Roma í heimsókn klukkan 14. Roma er í fjórða sæti með 19 stig, stigi á undan Napoli, sem er í sjötta sætinu. Piero Giacomelli, sem átti að dæma leikinn var settur í skammarkrókinn. Hann dæmdi leik Napoli og Atlanta á miðvikudaginn. Hann sleppti því að dæma víti á Atalanta og dæmdi jöfnunarmark Atalanta gott og gilt. Og til að bæta gráu ofan á svart rak hann knattspyrnustjóra Napoli, Carlo Ancelotti upp í stúku. Ancelotti þykir alla jafnan dagfarsprúður maður. Inter getur komist í 1. sætið um stund að minnsta kosti, Inter mætir Bologna á Renato Dall'Ara vellinum. Bolgna, sem er í 11. sæti vonast til þess að harðjaxlinn Gary Medel geti spilað en hann hefur misst af fimm síðustu leikjum vegna meiðsla. Grannaslagur Torínó og Juventus byrjar klukkan 19,45 annað kvöld. Tórínó er 15 stigum á eftir Juventus og þrýstingur er farinn að aukast á knattspyrnustjórann, Walter Mazzarri. Uppskeran í fimm síðustu leikjum er aðeins tvö stig. Juventus er eina liðið í 5 stærstu deildum Evrópu sem ekki hefur tapað í öllum keppnum í vetur. Cristiano Ronaldo var bjargvætturinn í vikunni þegar Juve vann Genoa 2-1. Tórínó hefur ekki riðið feitum hesti úr bardaga við Juventus í sere A, aðeins einn sigur í 26 síðustu leikjum liðanna. Juventus hefur unnið 19 þeirra. Ljósið í myrkrinu hjá Tórínó er sóknarmaðurinn, Andrea Belotti, sem er búinn að skora 11 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum í vetur. Hann hefur þó ekki náð að skora í síðustu fjórum leikjum. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í ítalska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira