Sjá einnig: Lohan er komin
Luckett, sem er stórtækur listaverkasafnari, festi kaup á húsinu árið 2016. Það stendur við Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi og státar af „stórbrotnu útsýni“, líkt og það er orðað í fasteignaauglýsingunni sem finna má hér.
Húsið er rúmir 440 fermetrar á tveimur hæðum og stendur á 880 fermetra lóð. Í því er að finna fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, rúmgóðar suðursvalir og þvottahús. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 178,5 milljónir króna. Myndir innan úr húsinu má sjá neðst í fréttinni.

Kjarval fékk húsið að gjöf frá íslensku þjóðinni fyrir ævistarf sitt og framlag til menningararfs Íslendinga. Þegar húsið var tilbúið hugnaðist honum þó ekki að flytja inn í það.
Það gerðu hins vegar Oliver Luckett og eiginmaður hans, Scott Guinn, og settu svo sannarlega mark sitt á Kjarvalshús. Á myndum innan úr húsinu má sjá fjölda listaverka sem þeir hafa sankað að sér, mörg eftir íslenska listamenn.

Sjá einnig: Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinni
Þá mætti skemmti- og listaelítan nánast eins og hún lagði sig þegar Luckett hélt upp á fertugsafmæli sitt í Gamla bíói árið 2014. Luckett er vel fjáður en hann seldi fyrir ekki svo löngu fyrirtæki sitt theAudience fyrir stórfé til fjárfesta frá Dubai. Luckett er frumkvöðull og samfélagsmiðlasérfræðingur og hefur meðal annars annast málefni frægs fólks á internetinu.
Í fyrra var svo greint frá því að Luckett hefði snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski en hann kom að stofnun fyrirtækisins Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.




