Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 18:04 Reynisfjara er vinsæll ferðamannastaður. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist.Konan var á ferð hér á landi í október árið 2014 og daginn sem slysið varð var hún í rútuferð um Suðurland á vegum Sterna Travel. Stóð til að aka að Sólheimajökli en sökum slæms veður var hætt við það. Ekið var beint að Reynisfjöru þar sem farþegum var hleypt út til að skoða sig.Mjög hvasst var umræddan dag og gekk á með hviðum. Á bakaleið frá fjörunni tókst konan á loft í einni vindhviðunni, kastaðist á steina og meiddist við það á öxl. Var henni komið undir læknishendur en að því er fram kemur í dómi héraðsdóms hefur konan glímt við axlarmein frá því að slysið varð. Vildi meina að fararstjóri hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Deilur konunnar og Sternu snerust um það hvort að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins bæru sök á því hvernig fór. Vildi konan meina að óveður hafi geisað á svæðinu og að óforsvaranlegt hafi verið að hleypa ferðamönnum út úr rútunni við Reynisfjöru til að skoða sig um. Fararstjórinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að senda ferðamenn niður í fjöruna Vísaði konan meðal annars í gögn frá Veðurstofu Íslands sem sýndu að þegar ferðamönnum var vísað í fjöruna hafi hviður við mælingarstöðvar í næsta nágrenni farið upp í allt að 40 metra á sekúndu. Þá hafi veður reynst enn verra en spár gerðu ráð fyrir.Hún sjálf hafi tekið áhættuna Sterna vildi hins vegar meina að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á tjóni konunnar. Ósannað væri að konan hefði slasast við það að vindhviða feykti henni. Margvíslegar ástæður gætu verið fyrir falli hennar, svo sem að að hún hafi misstigið sig eða hrasað um eitthvað í fjörunni. Um óhappatilvik hafi verið að ræða. Þá hafi engar veðurviðvaranir verið gefnar og því hafi ekki þótt ástæða til að gera breytingar á ferðinni. Við komuna í Reynisfjöru hafi þó verið ljóst að hvassara var þar en gert var ráð fyrir. Vildi Sterna meina að fararstjórinn hefði mælst til þess að farþegar myndu ekki fara í fjöruna. Það hafi farþegar hins vegar ekki viljað og haldið í fjöruna. Þá sé það rangt að „algjört óveður“ hafi verið á svæðinu. Með því að fara í fjöruna hefði konan tekið meðvitaða áhættu sem hún sjálf bæri alla ábyrgð á.Ósannað að ferðamennirnir hafi fengið skýr fyrirmæli Í dómi héraðsdóms segir að bæði leiðsögumaður og ökumaður rútunnar hafi séð farþega fjúka til á bílastæðinu við Reynisfjöru. Þá hafi eiginmaður konunnar og vinur hennar séð konuna fjúka í vindhviðu með þeim afleiðingum að hún slasaðist. Það væri því nægjanlega sannað að vindhviða hafi orsakað fall hennar.Þá þótti héraðsdómi það ósannað að farþegarnir hafi fengið skýr og eindregin fyrirmæli um að hætta við för í fjöruna. Þó væri það ljóst að konunnni,sem og samferðarfólki hennar, hafi ekki geta dulist að veður hafi verið varasamt og var konan því talin bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór.Viðurkenndi héraðsdómur því kröfu konunnar um að hún ætti rétt á skaðabótum úr hendi Sterna Travel vegna helmings tjóns hennar. Þá þarf Sterna að greiða konunni 500 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist.Konan var á ferð hér á landi í október árið 2014 og daginn sem slysið varð var hún í rútuferð um Suðurland á vegum Sterna Travel. Stóð til að aka að Sólheimajökli en sökum slæms veður var hætt við það. Ekið var beint að Reynisfjöru þar sem farþegum var hleypt út til að skoða sig.Mjög hvasst var umræddan dag og gekk á með hviðum. Á bakaleið frá fjörunni tókst konan á loft í einni vindhviðunni, kastaðist á steina og meiddist við það á öxl. Var henni komið undir læknishendur en að því er fram kemur í dómi héraðsdóms hefur konan glímt við axlarmein frá því að slysið varð. Vildi meina að fararstjóri hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Deilur konunnar og Sternu snerust um það hvort að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins bæru sök á því hvernig fór. Vildi konan meina að óveður hafi geisað á svæðinu og að óforsvaranlegt hafi verið að hleypa ferðamönnum út úr rútunni við Reynisfjöru til að skoða sig um. Fararstjórinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að senda ferðamenn niður í fjöruna Vísaði konan meðal annars í gögn frá Veðurstofu Íslands sem sýndu að þegar ferðamönnum var vísað í fjöruna hafi hviður við mælingarstöðvar í næsta nágrenni farið upp í allt að 40 metra á sekúndu. Þá hafi veður reynst enn verra en spár gerðu ráð fyrir.Hún sjálf hafi tekið áhættuna Sterna vildi hins vegar meina að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á tjóni konunnar. Ósannað væri að konan hefði slasast við það að vindhviða feykti henni. Margvíslegar ástæður gætu verið fyrir falli hennar, svo sem að að hún hafi misstigið sig eða hrasað um eitthvað í fjörunni. Um óhappatilvik hafi verið að ræða. Þá hafi engar veðurviðvaranir verið gefnar og því hafi ekki þótt ástæða til að gera breytingar á ferðinni. Við komuna í Reynisfjöru hafi þó verið ljóst að hvassara var þar en gert var ráð fyrir. Vildi Sterna meina að fararstjórinn hefði mælst til þess að farþegar myndu ekki fara í fjöruna. Það hafi farþegar hins vegar ekki viljað og haldið í fjöruna. Þá sé það rangt að „algjört óveður“ hafi verið á svæðinu. Með því að fara í fjöruna hefði konan tekið meðvitaða áhættu sem hún sjálf bæri alla ábyrgð á.Ósannað að ferðamennirnir hafi fengið skýr fyrirmæli Í dómi héraðsdóms segir að bæði leiðsögumaður og ökumaður rútunnar hafi séð farþega fjúka til á bílastæðinu við Reynisfjöru. Þá hafi eiginmaður konunnar og vinur hennar séð konuna fjúka í vindhviðu með þeim afleiðingum að hún slasaðist. Það væri því nægjanlega sannað að vindhviða hafi orsakað fall hennar.Þá þótti héraðsdómi það ósannað að farþegarnir hafi fengið skýr og eindregin fyrirmæli um að hætta við för í fjöruna. Þó væri það ljóst að konunnni,sem og samferðarfólki hennar, hafi ekki geta dulist að veður hafi verið varasamt og var konan því talin bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór.Viðurkenndi héraðsdómur því kröfu konunnar um að hún ætti rétt á skaðabótum úr hendi Sterna Travel vegna helmings tjóns hennar. Þá þarf Sterna að greiða konunni 500 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira