Brynjar Darri Baldursson varði vel í Stjörnumarkinu í fyrri hálfleik en lék ekkert í þeim seinni vegna hnémeiðsla.
Þegar sjö mínútur voru eftir haltraði Ólafur Bjarki Ragnarsson svo af velli og hélt um hnéð.
Meiðsli hans eru reyndar ekki ný af nálinni því Ólafur Bjarki hefur spilað með slitið krossband í hné í á annað ár.
Meiðsladraugurinn hefur heldur betur ásótt Stjörnuna á þessu tímabili.
Sveinbjörn Pétursson, sem tók skóna aftur úr hillunni vegna meiðsla Stephens Nielsen, þurfti að hætta vegna bakmeiðsla.
Stephen snýr ekki aftur fyrr en á næsta ári og óvíst er með þátttöku varnarmannsins öfluga, Bjarka Más Gunnarssonar, á þessu tímabili. Hann spilaði meiddur seinni hluta síðasta tímabils en hefur ekkert spilað í vetur.