Öllum sakamálum hafnað í Hæstarétti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Hæstiréttur ákveður nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir. Fréttablaðið/Eyþór Aðeins eitt sakamál hefur verið tekið til meðferðar í Hæstarétti á grundvelli breytts hlutverks dómsins sem tók gildi í ársbyrjun 2018. Hæstiréttur hefur hafnað öllum beiðnum um áfrýjunarleyfi í sakamálum það sem af er þessu ári en alls hefur borist 31 áfrýjunarbeiðni vegna sakamála á árinu. Í fyrra bárust réttinum fjórtán beiðnir um áfrýjun sakamála og var ein slík beiðni samþykkt, í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar. Það mál fór í kjölfarið til Mannréttindadómstóls Evrópu og bíður nú meðferðar hjá Yfirdeild dómsins. Í einkamálum hefur dómstóllinn tekið afstöðu til 83 beiðna um áfrýjun á árinu og hefur 31 þeirra verið samþykkt. Í fyrra var hlutfall samþykktra beiðna í áfrýjunar- og kærumálum 24,6 prósent. Hlutfallið hefur verið svipað á þessu ári eða í kringum 26 prósent. Meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærubeiðna er 17,6 dagar, að því er fram kemur á vef réttarins. Í frétt á vef Hæstaréttar kemur fram að Landsréttur hafi kveðið upp dóma í 767 málum í fyrra, á sínu fyrsta starfsári sem áfrýjunardómstóll. Til samanburðar hafi Hæstiréttur kveðið upp dóma í 770 málum árið 2016. Í fyrra voru kveðnir upp 18 dómar í Hæstarétti á grundvelli nýrrar dómstólaskipunar en dómstóllinn var þá enn að ljúka við að dæma þau mál sem áfrýjað hafði verið til dómsins áður en Landsréttur tók við hlutverki áfrýjunardómstóls. Það sem af er þessu ári hafa 44 dómar verið kveðnir upp í Hæstarétti, sem samsvarar einum dómi á viku. Í fyrrnefndri frétt á vef réttarins kemur einnig fram að meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærumála fyrir Hæstarétti var 7,6 vikur á fyrri hluta þessa árs og hefur hann styst um helming frá síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Aðeins eitt sakamál hefur verið tekið til meðferðar í Hæstarétti á grundvelli breytts hlutverks dómsins sem tók gildi í ársbyrjun 2018. Hæstiréttur hefur hafnað öllum beiðnum um áfrýjunarleyfi í sakamálum það sem af er þessu ári en alls hefur borist 31 áfrýjunarbeiðni vegna sakamála á árinu. Í fyrra bárust réttinum fjórtán beiðnir um áfrýjun sakamála og var ein slík beiðni samþykkt, í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar. Það mál fór í kjölfarið til Mannréttindadómstóls Evrópu og bíður nú meðferðar hjá Yfirdeild dómsins. Í einkamálum hefur dómstóllinn tekið afstöðu til 83 beiðna um áfrýjun á árinu og hefur 31 þeirra verið samþykkt. Í fyrra var hlutfall samþykktra beiðna í áfrýjunar- og kærumálum 24,6 prósent. Hlutfallið hefur verið svipað á þessu ári eða í kringum 26 prósent. Meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærubeiðna er 17,6 dagar, að því er fram kemur á vef réttarins. Í frétt á vef Hæstaréttar kemur fram að Landsréttur hafi kveðið upp dóma í 767 málum í fyrra, á sínu fyrsta starfsári sem áfrýjunardómstóll. Til samanburðar hafi Hæstiréttur kveðið upp dóma í 770 málum árið 2016. Í fyrra voru kveðnir upp 18 dómar í Hæstarétti á grundvelli nýrrar dómstólaskipunar en dómstóllinn var þá enn að ljúka við að dæma þau mál sem áfrýjað hafði verið til dómsins áður en Landsréttur tók við hlutverki áfrýjunardómstóls. Það sem af er þessu ári hafa 44 dómar verið kveðnir upp í Hæstarétti, sem samsvarar einum dómi á viku. Í fyrrnefndri frétt á vef réttarins kemur einnig fram að meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærumála fyrir Hæstarétti var 7,6 vikur á fyrri hluta þessa árs og hefur hann styst um helming frá síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira