Mæður sem missa börn sín margfalt líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2019 19:30 Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Síðustu þrjú ár hafa vísindamenn rannsakað dauðsföll meðal kvenna sem misst hafa barn og spannar rannsóknin tvær aldir. Borin var saman dánartíðni tæplega 48 þúsund foreldra sem misstu barn við dánartíðni systkina þeirra sem ekki upplifðu slíkan harmleik.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.FBL/Stefán„Við sjáum að mæður hafa allan þennan tíma í yfir tvö hundruð ár átt í aukinni áhættu á ótímabærum dauðsföllum, þar að segja dauðsföllum fyrir fimmtugt, eftir barnsmissi. Við erum að tala um að dánartíðni mæðra er á bilinu þrjátíu og sex prósent aukning á dánartíðni á öllu tímabilinu, það flakkar á milli þrjátíu til sextíu prósent,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Kára Stefánssyni þykir merkilegast að barnsmissir virðist hafa haft sömu áhrif á mæður á 19 öld og í dag, þrátt fyrir að missir hafi þá verið mun algengari og hátt í 60 prósent foreldra upplifðað hann. „Kenningar félagsfræðinga um að mæður á þessum tíma mynduðu lítil tilfinningaleg tengsl við börn sín til að verja sig fyrir mögulegum barnsmissi eru bara rangar. Þessi sterku tilfinningalegu tengsl móður við barn virðast vera meðfædd, eitthvað sem þær ráða ekki við,“ segir Kári Stefánsson.Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild HÍSamskonar tengsl fundust ekki hjá feðrum. Þó var dánartíðni feðra eftir barnsmissi aukin eftir fimmtugt hjá þeim sem fæddir voru eftir 1930. „Við vitum að það geta þróast geðsjúkdómar í kjölfarið, áfallasteyturöskun og þunglyndi getur haft áhrif á lífslíkur fólks,“ segir Unnur. Þunglyndi geti haft áhrif á hjarta og æðasjúkdóma. „En það er líka auðvitað breyttur lífstíll. Maður hefur ekki tök á að hugsa um sig á sama hátt og manneskja sem er áfallalaus. Og einnig auðvitað ónáttúruleg dauðsföll, eins og sjálfsvíg,“ segir Unnur. Í sumum samfélögum er barnadauði enn mjög hár. „Þess vegna ber að hlúa mikið að þessu fólki í þróunarsamfélögum og fólki í þróuðum samfélögum,“ segir Unnur. Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Síðustu þrjú ár hafa vísindamenn rannsakað dauðsföll meðal kvenna sem misst hafa barn og spannar rannsóknin tvær aldir. Borin var saman dánartíðni tæplega 48 þúsund foreldra sem misstu barn við dánartíðni systkina þeirra sem ekki upplifðu slíkan harmleik.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.FBL/Stefán„Við sjáum að mæður hafa allan þennan tíma í yfir tvö hundruð ár átt í aukinni áhættu á ótímabærum dauðsföllum, þar að segja dauðsföllum fyrir fimmtugt, eftir barnsmissi. Við erum að tala um að dánartíðni mæðra er á bilinu þrjátíu og sex prósent aukning á dánartíðni á öllu tímabilinu, það flakkar á milli þrjátíu til sextíu prósent,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Kára Stefánssyni þykir merkilegast að barnsmissir virðist hafa haft sömu áhrif á mæður á 19 öld og í dag, þrátt fyrir að missir hafi þá verið mun algengari og hátt í 60 prósent foreldra upplifðað hann. „Kenningar félagsfræðinga um að mæður á þessum tíma mynduðu lítil tilfinningaleg tengsl við börn sín til að verja sig fyrir mögulegum barnsmissi eru bara rangar. Þessi sterku tilfinningalegu tengsl móður við barn virðast vera meðfædd, eitthvað sem þær ráða ekki við,“ segir Kári Stefánsson.Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild HÍSamskonar tengsl fundust ekki hjá feðrum. Þó var dánartíðni feðra eftir barnsmissi aukin eftir fimmtugt hjá þeim sem fæddir voru eftir 1930. „Við vitum að það geta þróast geðsjúkdómar í kjölfarið, áfallasteyturöskun og þunglyndi getur haft áhrif á lífslíkur fólks,“ segir Unnur. Þunglyndi geti haft áhrif á hjarta og æðasjúkdóma. „En það er líka auðvitað breyttur lífstíll. Maður hefur ekki tök á að hugsa um sig á sama hátt og manneskja sem er áfallalaus. Og einnig auðvitað ónáttúruleg dauðsföll, eins og sjálfsvíg,“ segir Unnur. Í sumum samfélögum er barnadauði enn mjög hár. „Þess vegna ber að hlúa mikið að þessu fólki í þróunarsamfélögum og fólki í þróuðum samfélögum,“ segir Unnur.
Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira