Breyttu 48 fm bílskúr í Reykjavík í þriggja herbergja íbúð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 12:30 Fjölskylduna vantaði fleiri herbergi og fannst bílskúrinn ekki nýtast nógu vel. Þau ákváðu því að gera skúrinn íbúðarhæfan. Myndir úr einkasafni „Okkur fannst bílskúrinn ekki þjóna neinum tilgangi sem bílskúr,“ segir Elín Rósa Guðlaugsdóttir sem breytti bílskúr heimilisins í þriggja herbergja íbúð. Breytingin var mjög mikil og eins og sjá má á myndunum sést varla að um sama rými er að ræða. Mynd/Úr einkasafni„Hann nýttist bara sem geymsla fyrir stórfjölskylduna og er of dýrt húsnæði fyrir það. Svo hentaði það okkar hagsmunum betur að nýta þetta sem íbúðarhúsnæði fyrir fjölskyldumeðlimi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Bílskúrinn sjálfur er 48 fermetrar en svo er einnig á honum geymsluloft sem er ennþá notað sem slíkt. Fjölskylduna vantaði fleiri herbergi og var þetta lausn sem hentaði þeim vel. „Við gætum ekki verið ánægðari, stóðst allar væntingar og meira til.“Elín segir að þegar þau skipulögðu rýmið hafi gluggastaðsetning skipt miklu máli. Inngangurinn er enn á sama stað og svo bættu þau við einum glugga á bílskúrshurðina til þess að fá birtu fyrir eitt herbergið. Mynd/Úr einkasafniFyrsta skrefið þeirra var að skipta út ofnum. Þau bættu engum ofnum við þar sem ofnarnir voru á réttum stöðum. „Svo brutum við upp gólfið til að koma upp niðurfalli. Eftir það var hægt að huga að öðrum hlutum í framkvæmdunum.“Mynd/Úr einkasafniAllt sem sneri að raflögnum og pípulögnum fengu þau meistara í en annað gerðu þau sjálf með aðstoð laghentra einstaklinga. Elín segir að það hafi lítið komið á óvart í ferlinu þar sem þau höfðu skipulagt allt vel áður en farið var af stað í þessar framkvæmdir. „En helst þá að þetta var ódýrara þegar upp var staðið en við bjuggumst við. En það spilar að vísu inn í að við gerðum margt sjálf.“Elín telur að þessi breyting og allt sem þau keyptu hafi í heildina kostað 3,5 milljónir. „Við vorum mjög dugleg að nýta okkur öll tilboð sem við duttum inn á, gerðum mikið sjálf og þekkjum til rafvirkja og pípara sem hjálpuðu.“Það erfiðasta við ferlið var svo að bíða eftir því að þetta væri tilbúið svo hægt væri að byrja að gista í rýminu. „Þetta var allt gert eftir vinnu og um helgar svo þetta tók lengri tíma en ef fólk hefði verið í fullu starfi við þetta.“Mynd/Úr einkasafniElín segir að það trufli þau ekki hversu fáir gluggar eru á rýminu. „Það er mjög fín gluggasetning svo við finnum ekki fyrir því, þeir eru að vísu hátt uppi en það er hátt til lofts svo það kemur ekki að sök.“Mynd/Úr einkasafni„Fólk getur gert meira en það heldur sjálft,“ segir Elín að lokum. Hús og heimili Tengdar fréttir Gjörbreyttu íbúð í Safamýri: „Ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna“ Kom mest á óvart hvað endurbæturnar voru tímafrekar. 21. september 2019 17:30 Margir af helstu leikurum Íslands hreinsuðu allt út úr húsi Gísla og Nínu Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir tóku þá ákvörðun á dögunum að taka hús sitt við Nesveginn á Seltjarnarnesinu alfarið í gegn frá a-ö. 22. október 2019 13:30 Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu Barmahlíð 2 á Akureyri á síðasta ári og hafa gert fallegar breytingar. 11. mars 2018 07:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Okkur fannst bílskúrinn ekki þjóna neinum tilgangi sem bílskúr,“ segir Elín Rósa Guðlaugsdóttir sem breytti bílskúr heimilisins í þriggja herbergja íbúð. Breytingin var mjög mikil og eins og sjá má á myndunum sést varla að um sama rými er að ræða. Mynd/Úr einkasafni„Hann nýttist bara sem geymsla fyrir stórfjölskylduna og er of dýrt húsnæði fyrir það. Svo hentaði það okkar hagsmunum betur að nýta þetta sem íbúðarhúsnæði fyrir fjölskyldumeðlimi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Bílskúrinn sjálfur er 48 fermetrar en svo er einnig á honum geymsluloft sem er ennþá notað sem slíkt. Fjölskylduna vantaði fleiri herbergi og var þetta lausn sem hentaði þeim vel. „Við gætum ekki verið ánægðari, stóðst allar væntingar og meira til.“Elín segir að þegar þau skipulögðu rýmið hafi gluggastaðsetning skipt miklu máli. Inngangurinn er enn á sama stað og svo bættu þau við einum glugga á bílskúrshurðina til þess að fá birtu fyrir eitt herbergið. Mynd/Úr einkasafniFyrsta skrefið þeirra var að skipta út ofnum. Þau bættu engum ofnum við þar sem ofnarnir voru á réttum stöðum. „Svo brutum við upp gólfið til að koma upp niðurfalli. Eftir það var hægt að huga að öðrum hlutum í framkvæmdunum.“Mynd/Úr einkasafniAllt sem sneri að raflögnum og pípulögnum fengu þau meistara í en annað gerðu þau sjálf með aðstoð laghentra einstaklinga. Elín segir að það hafi lítið komið á óvart í ferlinu þar sem þau höfðu skipulagt allt vel áður en farið var af stað í þessar framkvæmdir. „En helst þá að þetta var ódýrara þegar upp var staðið en við bjuggumst við. En það spilar að vísu inn í að við gerðum margt sjálf.“Elín telur að þessi breyting og allt sem þau keyptu hafi í heildina kostað 3,5 milljónir. „Við vorum mjög dugleg að nýta okkur öll tilboð sem við duttum inn á, gerðum mikið sjálf og þekkjum til rafvirkja og pípara sem hjálpuðu.“Það erfiðasta við ferlið var svo að bíða eftir því að þetta væri tilbúið svo hægt væri að byrja að gista í rýminu. „Þetta var allt gert eftir vinnu og um helgar svo þetta tók lengri tíma en ef fólk hefði verið í fullu starfi við þetta.“Mynd/Úr einkasafniElín segir að það trufli þau ekki hversu fáir gluggar eru á rýminu. „Það er mjög fín gluggasetning svo við finnum ekki fyrir því, þeir eru að vísu hátt uppi en það er hátt til lofts svo það kemur ekki að sök.“Mynd/Úr einkasafni„Fólk getur gert meira en það heldur sjálft,“ segir Elín að lokum.
Hús og heimili Tengdar fréttir Gjörbreyttu íbúð í Safamýri: „Ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna“ Kom mest á óvart hvað endurbæturnar voru tímafrekar. 21. september 2019 17:30 Margir af helstu leikurum Íslands hreinsuðu allt út úr húsi Gísla og Nínu Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir tóku þá ákvörðun á dögunum að taka hús sitt við Nesveginn á Seltjarnarnesinu alfarið í gegn frá a-ö. 22. október 2019 13:30 Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu Barmahlíð 2 á Akureyri á síðasta ári og hafa gert fallegar breytingar. 11. mars 2018 07:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Gjörbreyttu íbúð í Safamýri: „Ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna“ Kom mest á óvart hvað endurbæturnar voru tímafrekar. 21. september 2019 17:30
Margir af helstu leikurum Íslands hreinsuðu allt út úr húsi Gísla og Nínu Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir tóku þá ákvörðun á dögunum að taka hús sitt við Nesveginn á Seltjarnarnesinu alfarið í gegn frá a-ö. 22. október 2019 13:30
Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu Barmahlíð 2 á Akureyri á síðasta ári og hafa gert fallegar breytingar. 11. mars 2018 07:00