Hugleiðing um samfélagslega ábyrgð Drífa Snædal skrifar 15. nóvember 2019 08:30 Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að hlaða í pistil um Samherjamálið, en samt! Þegar þjóðin er að meðtaka afhjúpanir af spillingu, mútum og níðingshætti gagnvart fátækri þjóð standa eftir grundvallarspurningar um sjávarútveginn, okkar sameiginlegu auðlind, ábyrgð okkar innanlands og erlendis. Fyrst vil ég nefna að þolendurnir í þessu máli eru að sjálfsögðu namibíska þjóðin. Þeirra heilbrigði, menntun og lífsgæði eru fórnarkostnaðurinn, því megum við ekki gleyma. Hins vegar beinir þetta líka kastljósinu að okkar kerfi, völdum stórfyrirtækja í sjávarútvegi hérna heima og áhrifum þeirra á stórt og smátt. Það hefur verið siður stórfyrirtækja sem vilja gera sig gildandi í hugum fólks að stunda „samfélagslega ábyrgð. Falleg orð í ársskýrslum, stuðningur til íþróttafélaga, stuðningur við bæjarhátíðir og ef eitthvað bjátar á í samfélaginu kemur fyrirtækið sterkt inn. Fyrir örlæti fyrirtækjanna upplifir fólk sig í þakkarskuld en á sama tíma er það undir fyrirtækinu komið hvaða íþróttafélög geta boðið uppá félagsstarf, hvaða tækjum heilsugæslan er búin og hvort almenningur fái að njóta tónlistar. Stundum snýst þetta um hvort heilt byggðarlag lifir eða deyr. Samfélagsleg ábyrgð er góð og gild en skynsamlegra er að fyrirtæki greiði skatta og skyldur (og gjöld af auðlindum) í sameiginlega sjóði og svo er það á ábyrgð okkar lýðræðislega kerfis að úthluta gæðunum í þau verkefni sem eru samfélagslega mikilvæg. Samfélög mega ekki vera háð geðþóttaákvörðunum stórfyrirtækja. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa gríðarlega sterka stöðu og hún mun styrkjast verulega næstu ár vegna tæknibreytinga. Í fyrirtæki á félagssvæði Drífanda í Vestmannaeyjum voru eitt sinn 45-48 verkamenn á 12 tíma vöktum í uppsjávarfiskvinnslu. Nú þarf aðeins 12 á hvora vakt. Afköstin hafa hins vegar farið úr því að vera 160 tonn á sólarhring upp í 350 tonn. Afköstin aukast verulega en launakostnaður minnkar að sama skapi. Arðurinn margfaldast og völd og áhrif fyrirtækisins sömuleiðis. Þetta er að gerast núna. Eftir stendur verkefnið að launafólk njóti arðsins og samfélagið allt en úthlutun gæðanna verði ekki á valdi einstakra fyrirtækja eftir hentisemi stjórnenda. Kveðja, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Samherjaskjölin Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að hlaða í pistil um Samherjamálið, en samt! Þegar þjóðin er að meðtaka afhjúpanir af spillingu, mútum og níðingshætti gagnvart fátækri þjóð standa eftir grundvallarspurningar um sjávarútveginn, okkar sameiginlegu auðlind, ábyrgð okkar innanlands og erlendis. Fyrst vil ég nefna að þolendurnir í þessu máli eru að sjálfsögðu namibíska þjóðin. Þeirra heilbrigði, menntun og lífsgæði eru fórnarkostnaðurinn, því megum við ekki gleyma. Hins vegar beinir þetta líka kastljósinu að okkar kerfi, völdum stórfyrirtækja í sjávarútvegi hérna heima og áhrifum þeirra á stórt og smátt. Það hefur verið siður stórfyrirtækja sem vilja gera sig gildandi í hugum fólks að stunda „samfélagslega ábyrgð. Falleg orð í ársskýrslum, stuðningur til íþróttafélaga, stuðningur við bæjarhátíðir og ef eitthvað bjátar á í samfélaginu kemur fyrirtækið sterkt inn. Fyrir örlæti fyrirtækjanna upplifir fólk sig í þakkarskuld en á sama tíma er það undir fyrirtækinu komið hvaða íþróttafélög geta boðið uppá félagsstarf, hvaða tækjum heilsugæslan er búin og hvort almenningur fái að njóta tónlistar. Stundum snýst þetta um hvort heilt byggðarlag lifir eða deyr. Samfélagsleg ábyrgð er góð og gild en skynsamlegra er að fyrirtæki greiði skatta og skyldur (og gjöld af auðlindum) í sameiginlega sjóði og svo er það á ábyrgð okkar lýðræðislega kerfis að úthluta gæðunum í þau verkefni sem eru samfélagslega mikilvæg. Samfélög mega ekki vera háð geðþóttaákvörðunum stórfyrirtækja. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa gríðarlega sterka stöðu og hún mun styrkjast verulega næstu ár vegna tæknibreytinga. Í fyrirtæki á félagssvæði Drífanda í Vestmannaeyjum voru eitt sinn 45-48 verkamenn á 12 tíma vöktum í uppsjávarfiskvinnslu. Nú þarf aðeins 12 á hvora vakt. Afköstin hafa hins vegar farið úr því að vera 160 tonn á sólarhring upp í 350 tonn. Afköstin aukast verulega en launakostnaður minnkar að sama skapi. Arðurinn margfaldast og völd og áhrif fyrirtækisins sömuleiðis. Þetta er að gerast núna. Eftir stendur verkefnið að launafólk njóti arðsins og samfélagið allt en úthlutun gæðanna verði ekki á valdi einstakra fyrirtækja eftir hentisemi stjórnenda. Kveðja, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambandsins.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun