Segja Orkuveituna skulda notendum milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 19:50 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið komst áður að þeirri niðurstöðu að álagning OR á vatnsgjaldi ársins 2016 hafi verið ólögmæt. Vísir/vilhelm Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi upp á milljarða króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð. Dótturfélag Orkuveitunnar neitar ásökununum. Samtökin byggja þetta á svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við fyrirspurn þeirra þar sem fram kemur að mat ráðuneytisins sé að sveitarfélögum sé óheimilt að greiða sér út arð úr rekstri vatnsveitna. Orkuveita Reykjavíkur greiddi eigendum sínum rúma 1,2 milljarða í arð árið 2018 og 750 milljónir króna árið þar áður. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar en einnig á Akraneskaupstaður og Borgarbyggð hlut í fyrirtækinu.Hefur áður oftekið vatnsgjöld Fyrr á þessu ári komst samgöngu- og sveitstjórnarráðuneytið að þeirri niðurstöðu að að Orkuveitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam að lágmarki 2% árið 2016. Orkuveitan tilkynnti þann 16. ágúst síðastliðinn að hún hygðist endurgreiða 2% af ofteknum gjöldum ársins 2016. Í þeim úrskurði kom jafnframt fram að „í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er tekið fram að ekki skuli ákveða í gjaldskrá hærra gjald en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna.”Saka samtökin um rangfærslur Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur meðal annars vatnsveitu á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suður- og Vesturlandi, segir að nokkuð sé um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að hlutdeild vatnsveitu af veltu Orkuveitusamstæðunnar hafi verið 6,9 prósent. Í ljósi þessa sé ekki hægt að færa rök fyrir því að arðgreiðslur OR til sveitarfélaganna sé að mestu vegna vatnsveitu. Einnig er það mat Veitna að „sú leiðrétting sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 nú í haust sé í fullu samræmi við lög.“ Neytendur Orkumál Tengdar fréttir OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30 Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30 Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi upp á milljarða króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð. Dótturfélag Orkuveitunnar neitar ásökununum. Samtökin byggja þetta á svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við fyrirspurn þeirra þar sem fram kemur að mat ráðuneytisins sé að sveitarfélögum sé óheimilt að greiða sér út arð úr rekstri vatnsveitna. Orkuveita Reykjavíkur greiddi eigendum sínum rúma 1,2 milljarða í arð árið 2018 og 750 milljónir króna árið þar áður. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar en einnig á Akraneskaupstaður og Borgarbyggð hlut í fyrirtækinu.Hefur áður oftekið vatnsgjöld Fyrr á þessu ári komst samgöngu- og sveitstjórnarráðuneytið að þeirri niðurstöðu að að Orkuveitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam að lágmarki 2% árið 2016. Orkuveitan tilkynnti þann 16. ágúst síðastliðinn að hún hygðist endurgreiða 2% af ofteknum gjöldum ársins 2016. Í þeim úrskurði kom jafnframt fram að „í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er tekið fram að ekki skuli ákveða í gjaldskrá hærra gjald en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna.”Saka samtökin um rangfærslur Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur meðal annars vatnsveitu á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suður- og Vesturlandi, segir að nokkuð sé um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að hlutdeild vatnsveitu af veltu Orkuveitusamstæðunnar hafi verið 6,9 prósent. Í ljósi þessa sé ekki hægt að færa rök fyrir því að arðgreiðslur OR til sveitarfélaganna sé að mestu vegna vatnsveitu. Einnig er það mat Veitna að „sú leiðrétting sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 nú í haust sé í fullu samræmi við lög.“
Neytendur Orkumál Tengdar fréttir OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30 Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30 Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30
Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30
Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00