Gylfi: Leggjum allt í umspilið í mars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 19:35 Gylfi Þór Sigurðsson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir jafntefli Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020 í kvöld. Það þýðir að Ísland á ekki möguleika á að komast úr undankeppninni og verður að treysta á umspil í mars. „Við vorum ekkert langt frá þessu í kvöld. Leikskipulagið gekk nokkuð vel upp. Við vorum inni í þessu fram á síðustu mínútu og það var það sem við vildum,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Istanbúl í kvöld. „Þetta var grátlega nálægt fyrir okkur. Höddi átti skallann sem var varinn á línu. En Tyrkir hafa verið mjög góðir í þessari undankeppni og eiga þetta skilið.“ Gylfi segir að upplegg þjálfaranna hafi gengið nokkuð vel upp, þó svo að meiðsli Alfreðs og Arnórs Ingva hafi sett strik í reikninginn. Báðir fóru meiddir af velli. „Það riðlaði aðeins skipulaginu en þeir sem komu inn stóðu sig vel. Við ætluðum okkur að halda núllinu og setja pressu á þá í lokin - sú pressa hefði jafnvel mátt koma aðeins fyrr.“ Fram undan er umspil fyrir EM 2020 sem fer fram í mars. Þar verður Ísland nánast örugglega meðal þátttökuliða. „Það er okkar eini séns núna og verður allt lagt í það. Lítið hægt að segja annað. Við ætlum að ná í þrjú stig á sunnudag og bíðum svo spenntir eftir næsta mótherja.“ Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins, að minnsta kosti. „Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi nýtum við okkur það og fáum svo annan heimaleik. Breiddin í hópnum er að verða betri, ungir leikmenn eru að koma inn og standa sig vel. Vonandi eru bara jákvæðir tímar fram undan og vonandi verður mars skemmtilegur mánuður fyrir okkur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir jafntefli Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020 í kvöld. Það þýðir að Ísland á ekki möguleika á að komast úr undankeppninni og verður að treysta á umspil í mars. „Við vorum ekkert langt frá þessu í kvöld. Leikskipulagið gekk nokkuð vel upp. Við vorum inni í þessu fram á síðustu mínútu og það var það sem við vildum,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Istanbúl í kvöld. „Þetta var grátlega nálægt fyrir okkur. Höddi átti skallann sem var varinn á línu. En Tyrkir hafa verið mjög góðir í þessari undankeppni og eiga þetta skilið.“ Gylfi segir að upplegg þjálfaranna hafi gengið nokkuð vel upp, þó svo að meiðsli Alfreðs og Arnórs Ingva hafi sett strik í reikninginn. Báðir fóru meiddir af velli. „Það riðlaði aðeins skipulaginu en þeir sem komu inn stóðu sig vel. Við ætluðum okkur að halda núllinu og setja pressu á þá í lokin - sú pressa hefði jafnvel mátt koma aðeins fyrr.“ Fram undan er umspil fyrir EM 2020 sem fer fram í mars. Þar verður Ísland nánast örugglega meðal þátttökuliða. „Það er okkar eini séns núna og verður allt lagt í það. Lítið hægt að segja annað. Við ætlum að ná í þrjú stig á sunnudag og bíðum svo spenntir eftir næsta mótherja.“ Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins, að minnsta kosti. „Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi nýtum við okkur það og fáum svo annan heimaleik. Breiddin í hópnum er að verða betri, ungir leikmenn eru að koma inn og standa sig vel. Vonandi eru bara jákvæðir tímar fram undan og vonandi verður mars skemmtilegur mánuður fyrir okkur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Sjá meira
Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12
Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45
Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26