Hrísgrjón, rósablöð og kerti á bannlista í Þingvallakirkju Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2019 18:57 Þingvallakirkja var reist árið 1859 og er öll úr timbri. Því er ekki nema von að gestir þurfi að fara gætilega. Vísir/Vilhelm Ekki er heimilt að dreifa hrísgrjónum, confetti, rósablöðum eða öðru álíka í Þingvallakirkju eða fyrir utan hana. Þá er öll neysla veitinga bönnuð í kirkjunni. Þetta er á meðal þess sem samþykkt var í nýjum umgengnisreglum Þingvallakirkju á fundi Þingvallanefndar í gær. Óheimilt verður að kveikja á kertum innandyra nema á altari kirkjunnar og óheimilt er að tendra kerti utandyra en þær reglur eru settar í kjölfar atviks sem varð í kirkjunni þann 4. október síðastliðinn þegar jakki kirkjugests varð alelda í miðri athöfn. Atvikið átti sér stað þegar þýsk og frönsk brúðhjón gengu í hjónaband og var það faðir brúðarinnar sem lenti í þessu óheppilega atviki.Sjá einnig: Prestur bjargaði föður brúðarinnar þegar jakkinn varð alelda í miðri athöfn Í nýjum umgengnisreglum kirkjunnar eru skreytingar óheimilar nema með samþykki þjóðgarðsvarðar eða sóknarprests og mun starfsmaður hér eftir standa vörð um kirkjuna á meðan athöfn stendur til þess að forðast ágang ferðamanna sem liggja á gluggum eða reyna að fara inn í kirkjuna. Fram til þessa hafa ekki verið formfastar reglur um umgengni í kirkjunni og verklag aðeins falist í því að gera kirkjuna klára fyrir athöfn. Eftirlit með nýjum umgengnisreglum Þingvallakirkju verður nú hluti af verklagi starfsmanna kirkjunnar. Þingvellir Tengdar fréttir Prestur bjargaði föður brúðarinnar þegar jakkinn varð alelda í miðri athöfn Þá hafi flíspeysa, sem maðurinn klæddist af tilviljun innanundir jakkanum, forðað honum frá alvarlegum áverkum. 5. október 2019 11:49 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Ekki er heimilt að dreifa hrísgrjónum, confetti, rósablöðum eða öðru álíka í Þingvallakirkju eða fyrir utan hana. Þá er öll neysla veitinga bönnuð í kirkjunni. Þetta er á meðal þess sem samþykkt var í nýjum umgengnisreglum Þingvallakirkju á fundi Þingvallanefndar í gær. Óheimilt verður að kveikja á kertum innandyra nema á altari kirkjunnar og óheimilt er að tendra kerti utandyra en þær reglur eru settar í kjölfar atviks sem varð í kirkjunni þann 4. október síðastliðinn þegar jakki kirkjugests varð alelda í miðri athöfn. Atvikið átti sér stað þegar þýsk og frönsk brúðhjón gengu í hjónaband og var það faðir brúðarinnar sem lenti í þessu óheppilega atviki.Sjá einnig: Prestur bjargaði föður brúðarinnar þegar jakkinn varð alelda í miðri athöfn Í nýjum umgengnisreglum kirkjunnar eru skreytingar óheimilar nema með samþykki þjóðgarðsvarðar eða sóknarprests og mun starfsmaður hér eftir standa vörð um kirkjuna á meðan athöfn stendur til þess að forðast ágang ferðamanna sem liggja á gluggum eða reyna að fara inn í kirkjuna. Fram til þessa hafa ekki verið formfastar reglur um umgengni í kirkjunni og verklag aðeins falist í því að gera kirkjuna klára fyrir athöfn. Eftirlit með nýjum umgengnisreglum Þingvallakirkju verður nú hluti af verklagi starfsmanna kirkjunnar.
Þingvellir Tengdar fréttir Prestur bjargaði föður brúðarinnar þegar jakkinn varð alelda í miðri athöfn Þá hafi flíspeysa, sem maðurinn klæddist af tilviljun innanundir jakkanum, forðað honum frá alvarlegum áverkum. 5. október 2019 11:49 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Prestur bjargaði föður brúðarinnar þegar jakkinn varð alelda í miðri athöfn Þá hafi flíspeysa, sem maðurinn klæddist af tilviljun innanundir jakkanum, forðað honum frá alvarlegum áverkum. 5. október 2019 11:49
Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00