MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 15:00 298 létu lífið þegar farþegaþotan var skotin niður með rússnesku vopni yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarinna sem Rússar styðja. Vísir/MH17 Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands.Í yfirlýsingu frá rannsakendum segir að samskiptin hafi verið nánast dagleg og þau veki spurningar um aðkomu rússneskra embættismanna að notkun loftvarnavopnsins sem notað var til að skjóta flugvélina niður. Upptökurnar gefa einnig í skyn að aðskilnaðarsinnar hafi framfylgt skipunum yfirvalda Rússlands. Þá kallar nefndin eftir því að aðilar sem geti varpað ljósi á samband aðskilnaðarsinna og Rússlands stígi fram.Umrædd flugvél var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur og var hún skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir þeir sem voru um borð dóu, alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn. Rannsóknarnefndinni er stýrt af Hollendingum. Malasía, Ástralía, Úkraína og Belgía eru einnig aðilar að nefndinni. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til RússlandsNefndin segir einnig að fyrrverandi meðlimir aðskilnaðarsinna hafi sagt rannsakendum að Leyniþjónusta Rússlands (FSB) og leyniþjónusta hersins (GRU) komi að daglegum rekstri Alþýðulýðveldis Donteks, eins og aðskilnaðarsinnar kalla yfirráðasvæði sitt. Það hafi svo verið staðfest í áðurnefndum upptökum. Á einni upptökunni má heyra Alexander Borodai, einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna, segja rússneskum embættismanni að hann sé að framfylgja skipunum og verja hagsmuni Rússlands, sem hann kallar „hið eina ríki“. Á annarri heyrist annar leiðtogi segja einum af foringjum sínum að von sé á mönnum sem „beri skipanir frá Shoygu“. Sergey Shoygu er og var þá varnarmálaráðherra Rússlands.Segjast saklausir og hafa sagt ýmislegt annað Rússar, sem styðja við bakið á aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, hafa ávallt haldið fram sakleysi sínu. Sönnunargögn sem litið hafa dagsins ljós frá því að ódæðið átti sér stað hafa þó ítrekað bendlað Rússa við atvikið. Nefndin segir nú að yfirvöld Rússlands hafi alfarið neitað að vinna með þeim og svara fyrirspurnum meðlima. Rússar hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um þessar nýjustu vendingar. Yfirvöld Rússlands stigu fljótt fram eftir að farþegaþotan var skotin niður og héldu blaðamannafund fjórum dögum seinna. Þar lagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands fram ýmis gögn sem áttu að vera til marks um ýmsar kenningar hvað varðaði ódæðið. Meðal annars áttu Úkraínumenn sjálfir að hafa skotið þotuna niður en ekki aðskilnaðarsinnar eða jafnvel rússneskir hermenn. Fyrst áttu Úkraínumenn að hafa gert það með orrustuþotu sem var á flugi nærri farþegaþotunni, samkvæmt ratsjárgögnum og myndum sem Rússar opinberuðu. Því var jafnvel haldið fram að flugmönnum þotunnar hafi verið gert að breyta um stefnu svo þær færu beint yfir átakasvæði. Það hefur reynst rangt. Síðan þá hafa Rússar þó birt sambærileg gögn og myndir sem eiga að vera frá sama tíma og myndirnar af orrustuþotunni. Sú þota er þó hvergi sýnilegt á þeim gögnum. Næst áttu Úkraínumenn að hafa skotið þotuna niður með BUK-kerfi sem þeir áttu. Því til stuðnings birti Vararnmálaráðuneytið gervihnattarmyndir af úkraínskri herstöð þar sem BUK-kerfið sem Úkraínumenn áttu að hafa notað átti að koma frá. Þær myndir reyndust þó ekki vera frá þeim tíma sem Rússar sögðu og þar að auki komust sérfræðingar að því að búið var að eiga við myndirnar. Hér má lesa ítarlega grein rannsóknasamtakanna Bellingcat, þar sem farið er yfir fullyrðingar yfirvalda Rússlands í tengslum við MH-17.Hér að neðan má svo sjá þrjú myndbönd sem rannsóknarnefndin birti árið 2016. MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands.Í yfirlýsingu frá rannsakendum segir að samskiptin hafi verið nánast dagleg og þau veki spurningar um aðkomu rússneskra embættismanna að notkun loftvarnavopnsins sem notað var til að skjóta flugvélina niður. Upptökurnar gefa einnig í skyn að aðskilnaðarsinnar hafi framfylgt skipunum yfirvalda Rússlands. Þá kallar nefndin eftir því að aðilar sem geti varpað ljósi á samband aðskilnaðarsinna og Rússlands stígi fram.Umrædd flugvél var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur og var hún skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir þeir sem voru um borð dóu, alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn. Rannsóknarnefndinni er stýrt af Hollendingum. Malasía, Ástralía, Úkraína og Belgía eru einnig aðilar að nefndinni. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til RússlandsNefndin segir einnig að fyrrverandi meðlimir aðskilnaðarsinna hafi sagt rannsakendum að Leyniþjónusta Rússlands (FSB) og leyniþjónusta hersins (GRU) komi að daglegum rekstri Alþýðulýðveldis Donteks, eins og aðskilnaðarsinnar kalla yfirráðasvæði sitt. Það hafi svo verið staðfest í áðurnefndum upptökum. Á einni upptökunni má heyra Alexander Borodai, einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna, segja rússneskum embættismanni að hann sé að framfylgja skipunum og verja hagsmuni Rússlands, sem hann kallar „hið eina ríki“. Á annarri heyrist annar leiðtogi segja einum af foringjum sínum að von sé á mönnum sem „beri skipanir frá Shoygu“. Sergey Shoygu er og var þá varnarmálaráðherra Rússlands.Segjast saklausir og hafa sagt ýmislegt annað Rússar, sem styðja við bakið á aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, hafa ávallt haldið fram sakleysi sínu. Sönnunargögn sem litið hafa dagsins ljós frá því að ódæðið átti sér stað hafa þó ítrekað bendlað Rússa við atvikið. Nefndin segir nú að yfirvöld Rússlands hafi alfarið neitað að vinna með þeim og svara fyrirspurnum meðlima. Rússar hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um þessar nýjustu vendingar. Yfirvöld Rússlands stigu fljótt fram eftir að farþegaþotan var skotin niður og héldu blaðamannafund fjórum dögum seinna. Þar lagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands fram ýmis gögn sem áttu að vera til marks um ýmsar kenningar hvað varðaði ódæðið. Meðal annars áttu Úkraínumenn sjálfir að hafa skotið þotuna niður en ekki aðskilnaðarsinnar eða jafnvel rússneskir hermenn. Fyrst áttu Úkraínumenn að hafa gert það með orrustuþotu sem var á flugi nærri farþegaþotunni, samkvæmt ratsjárgögnum og myndum sem Rússar opinberuðu. Því var jafnvel haldið fram að flugmönnum þotunnar hafi verið gert að breyta um stefnu svo þær færu beint yfir átakasvæði. Það hefur reynst rangt. Síðan þá hafa Rússar þó birt sambærileg gögn og myndir sem eiga að vera frá sama tíma og myndirnar af orrustuþotunni. Sú þota er þó hvergi sýnilegt á þeim gögnum. Næst áttu Úkraínumenn að hafa skotið þotuna niður með BUK-kerfi sem þeir áttu. Því til stuðnings birti Vararnmálaráðuneytið gervihnattarmyndir af úkraínskri herstöð þar sem BUK-kerfið sem Úkraínumenn áttu að hafa notað átti að koma frá. Þær myndir reyndust þó ekki vera frá þeim tíma sem Rússar sögðu og þar að auki komust sérfræðingar að því að búið var að eiga við myndirnar. Hér má lesa ítarlega grein rannsóknasamtakanna Bellingcat, þar sem farið er yfir fullyrðingar yfirvalda Rússlands í tengslum við MH-17.Hér að neðan má svo sjá þrjú myndbönd sem rannsóknarnefndin birti árið 2016.
MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22
Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10
Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30
Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13
MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53