Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 08:56 Grace Millane var 22 ára þegar hún var myrt. Til hægri má sjá manninn sem grunaður er um að hafa myrt hana flytja lík hennar í ferðatösku. Mynd/Samsett Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa troðið líki Millane í ferðatösku og grafið það fyrir utan nýsjálensku borgina Auckland. Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. Hann neitar þó sök í málinu og segist ekki hafa myrt Millane. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir. Kyrking er staðfest banamein Millane.Stangast á við fyrri frásögn Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir síðustu viku og munu halda áfram út mánuðinn. Í dag var kviðdómi í Auckland sýnd upptaka af skýrslu sem lögregla tók af manninum þann 8. desember síðastliðinn. Millane var myrt eftir að hafa kynnst manninum á stefnumótaforritinu Tinder og farið heim með honum af stefnumóti þann 1. desember.Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Í skýrslutökunni viðurkenndi maðurinn að hafa farið með Millane í íbúð sína í Auckland eftir stefnumótið. Áður hafði hann sagt að leiðir þeirra hefðu skilið um kvöldið og hann farið einn heim. Maðurinn lýsti því hins vegar í umræddri skýrslutöku að þau Millane hefðu stundað gróft kynlíf og hann sofnað í sturtu að því loknu. Morguninn heftir hafi hann komið að Millane látinni og komið henni því næst fyrir í ferðatösku. Greint hefur verið frá því að hann hafi þurft að hagræða líkinu mjög svo það kæmist þar fyrir. Fylgdi lögreglu að líkinu Þá sagðist maðurinn hafa slegið inn neyðarlínunúmer í síma sinn en hætt við að hringja. Hann játaði einnig að hafa farið út í búð um morguninn og keypt ferðatöskuna og hreingerningarvörur, sem hann notaði til að þrífa blóð Millane af gólfi íbúðarinnar. Maðurinn viðurkenndi jafnframt að hafa leigt bíl og komið ferðatöskunni með líki Millane fyrir í skottinu. Hann ók því næst að Waitakere-fjallgarðinum austan við Auckland, þar sem hann gróf líkið í ferðatöskunni. Maðurinn kvaðst hafa grátið á meðan á því stóð. „Ég fór inn í kjarrlendið og gróf holu og sat þar, ég sat þar og tók tuttugu, þrjátíu parasetamóltöflur vegna þess að ég vildi ekki lifa ef Grace væri ekki á lífi og mér fannst að ég ætti ekki skilið að lifa, vegna þess sem gerðist.“ Að lokinni skýrslutökunni féllst maðurinn á að fylgja lögreglu að líki Millane.Upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna ferðir mannsins daginn eftir að Millane var myrt, voru sýndar við réttarhöldin í gær. Þar sést maðurinn koma með ferðatöskuna inn í anddyri íbúðahótelsins þar sem hann bjó og fara með hana upp í íbúð sína. Þá sýna þær hann festa kaup á áðurnefndum hreingerningarvörum og að síðustu má sjá hann flytja ferðatöskuna, með líki Millane innanborðs, aftur niður í anddyri og inn í bíl. Brot úr upptökunum má sjá í spilaranum hér að ofan.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatöskunni í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Fyrr í vikunni bar jafnframt vitni kona sem fór á tvö Tinder-stefnumót með manninum, hið seinna stuttu áður en Millane var myrt. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa troðið líki Millane í ferðatösku og grafið það fyrir utan nýsjálensku borgina Auckland. Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. Hann neitar þó sök í málinu og segist ekki hafa myrt Millane. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir. Kyrking er staðfest banamein Millane.Stangast á við fyrri frásögn Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir síðustu viku og munu halda áfram út mánuðinn. Í dag var kviðdómi í Auckland sýnd upptaka af skýrslu sem lögregla tók af manninum þann 8. desember síðastliðinn. Millane var myrt eftir að hafa kynnst manninum á stefnumótaforritinu Tinder og farið heim með honum af stefnumóti þann 1. desember.Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Í skýrslutökunni viðurkenndi maðurinn að hafa farið með Millane í íbúð sína í Auckland eftir stefnumótið. Áður hafði hann sagt að leiðir þeirra hefðu skilið um kvöldið og hann farið einn heim. Maðurinn lýsti því hins vegar í umræddri skýrslutöku að þau Millane hefðu stundað gróft kynlíf og hann sofnað í sturtu að því loknu. Morguninn heftir hafi hann komið að Millane látinni og komið henni því næst fyrir í ferðatösku. Greint hefur verið frá því að hann hafi þurft að hagræða líkinu mjög svo það kæmist þar fyrir. Fylgdi lögreglu að líkinu Þá sagðist maðurinn hafa slegið inn neyðarlínunúmer í síma sinn en hætt við að hringja. Hann játaði einnig að hafa farið út í búð um morguninn og keypt ferðatöskuna og hreingerningarvörur, sem hann notaði til að þrífa blóð Millane af gólfi íbúðarinnar. Maðurinn viðurkenndi jafnframt að hafa leigt bíl og komið ferðatöskunni með líki Millane fyrir í skottinu. Hann ók því næst að Waitakere-fjallgarðinum austan við Auckland, þar sem hann gróf líkið í ferðatöskunni. Maðurinn kvaðst hafa grátið á meðan á því stóð. „Ég fór inn í kjarrlendið og gróf holu og sat þar, ég sat þar og tók tuttugu, þrjátíu parasetamóltöflur vegna þess að ég vildi ekki lifa ef Grace væri ekki á lífi og mér fannst að ég ætti ekki skilið að lifa, vegna þess sem gerðist.“ Að lokinni skýrslutökunni féllst maðurinn á að fylgja lögreglu að líki Millane.Upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna ferðir mannsins daginn eftir að Millane var myrt, voru sýndar við réttarhöldin í gær. Þar sést maðurinn koma með ferðatöskuna inn í anddyri íbúðahótelsins þar sem hann bjó og fara með hana upp í íbúð sína. Þá sýna þær hann festa kaup á áðurnefndum hreingerningarvörum og að síðustu má sjá hann flytja ferðatöskuna, með líki Millane innanborðs, aftur niður í anddyri og inn í bíl. Brot úr upptökunum má sjá í spilaranum hér að ofan.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatöskunni í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Fyrr í vikunni bar jafnframt vitni kona sem fór á tvö Tinder-stefnumót með manninum, hið seinna stuttu áður en Millane var myrt. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29