Geta lent á vegg við endurfjármögnun Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. nóvember 2019 08:00 Íslensku viðskiptabankarnir hafa dregið töluvert úr útlánum til fyrirtækja á milli ára. Vísir/vilhelm Skert samkeppnishæfni íslensku bankanna gerir það að verkum að viðspyrnan sem vaxtalækkunum Seðlabankans er ætlað að veita samdrætti í hagkerfinu verður minni en hún gæti annars verið. Þetta segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Fréttablaðið. Hagar réðust nýverið í útgáfur skuldabréfa upp á samtals 8 milljarða króna á skuldabréfamarkaði en að sögn Finns bauðst fyrirtækinu ekki bankalán á þeim kjörum sem stjórnendur þess sóttust eftir. „Það virðist ekki vera nægt framboð af krónum á hagstæðum kjörum þrátt fyrir að vextir hafi lækkað töluvert. Þegar bankarnir geta ekki boðið samkeppnishæf kjör þá verða þeir að lána á hærri vöxtum, þeir missa af bestu lántakendunum og útlánin verða áhættusamari. Þeir eiga ekki kost á því að bjóða í bestu lántakendurna. Þar eru þeir ekki við borðið,“ segir Finnur. Skerta samkeppnishæfni bankanna megi einkum rekja til heimatilbúins vanda. Þeir búi við háar eiginfjárkröfur, háar arðgreiðslukröfur frá eigendum og sértæka skattlagningu á borð við bankaskattinn, sem er hluti af kostnaðarverði á lánamarkaði. Þessir þættir hafi töluverð áhrif á kjörin sem bankarnir geta boðið heimilum og fyrirtækjum. Hagar gátu gripið til þess að gefa út skuldabréf í krafti stærðar og trausts rekstrar. Finnur segir að skert samkeppnishæfni bankanna geti hins vegar bitnað verulega á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra valkosti en bankalán. Nauðsynlegt sé fyrir heimilin og atvinnulífið að hafa valkosti þegar kemur að fjármögnun. „Hagar eru komnir fyrir vind en ég óttast að þeir sem eru að fara að endurfjármagna sig á næstu mánuðum eða á næstu misserum geti lent á vegg. Kjörin verða ekki með þeim hætti sem æskilegt er þrátt fyrir að stýrivextir hafi lækkað.“ Eins og greint var frá í Markaðinum í gær stefnir Arion að því að minnka lánasafn bankans til fyrirtækja um 20 prósent fyrir árslok 2020 en í lok þriðja ársfjórðungs nam bókfært virði fyrirtækjalána bankans um 404 milljörðum. Útlánasafn Arion til fyrirtækja hefur dregist saman um tæplega sjö prósent á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Stjórnendur bankans telja að arðsemi af fyrirtækjaútlánum bankans sé ekki ásættanleg og er stefnt að því að hún verði yfir tíu prósent.Vaxtamunur minnkar Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að bankaskatturinn sé vissulega einn þáttur sem taka þurfi með í reikninginn þegar bankinn ákvarðar vexti. „Það sem skiptir mestu máli er að það sé fyrirsjáanleiki í því hvernig skatturinn muni breytast þannig að við getum stýrt verðlagningu með réttum hætti. Vaxtamunurinn á Íslandi er vissulega hærri en víða annars staðar, aðallega vegna þess að við verðum að standa undir töluvert hærri gjöldum en þekkjast í nágrannalöndunum. Vaxtamunurinn hjá Landsbankanum hefur á hinn bóginn verið að minnka á sama tíma og hagkvæmni í rekstri hefur aukist. Það hefur gert okkur kleift að lækka vexti umtalsvert.“ Á heildina litið hafa ný útlán íslensku bankanna til fyrirtækja dregist töluvert saman á milli ára. Nettó ný útlán til fyrirtækja miðað við síðustu sex mánuði á undan námu um 150 milljörðum í ágúst á síðasta ári en í sama mánuði í ár nam upphæðin tæplega 70 milljörðum. Lilja Björk bendir á að á síðasta ári hafi bankarnir lánað umtalsvert meira til fyrirtækja en árin á undan. Samanburður milli ára verði að taka mið af því. Á síðasta fjórðungi ársins 2018 hafi bankarnir hins vegar byrjað að draga úr nýjum útlánum vegna óvissu um framtíð WOW air. „Við þurftum að horfa gagnrýnum augum á efnahagsumhverfið eins og önnur fyrirtæki og frekar draga úr heldur en að gefa í, enda mikil óvissa um hversu víðtæk áhrifin af falli WOW air yrðu,“ segir Lilja Björk. Ný útlán Landsbankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu alls 70 milljörðum króna. Þar af voru 40 milljarðar vegna lána til einstaklinga, aðallega til fasteignakaupa, og um 30 milljarðar vegna lána til fyrirtækja. „Það er mikilvægt að einstaklingar hafi aðgang að hagstæðum og góðum kjörum á fasteignalánum. Þetta skiptir meðal annars miklu máli fyrir byggingaverkefni sem nú er unnið að,“ segir Lilja Björk. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í október var rætt um að aðgerðarleysi stjórnvalda þegar kemur að rekstrarumhverfi bankanna geti orðið til þess að niðursveifla hagkerfisins verði dýpri en ástæða er til. Þar sagði Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, að verulegt áhyggjuefni væri að sjá snarpan viðsnúning í útlánum bankanna. Stjórnvöld gætu brugðist við með því að lækka sérstaka skatta á banka hraðar en áform væru um en í vor var lækkun bankaskattsins frestað til ársins 2021.Lausafjárstaðan gæti verið betri Á síðasta fundi Fjármálastöðugleikaráðs í lok september kom fram að viðnámsþróttur bankanna væri enn töluverður en lausafjárstaða þeirra, sérstaklega í íslenskum krónum, gæti verið betri. Einnig var vikið að lausafjárstöðunni á fundi ráðsins í sumar en þá var tekið fram að staðan hefði versnað. Í riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika í október kom fram að hágæða lausafjáreignir bankanna í krónum hefðu lækkað um 182 milljarða króna frá miðju ári 2017. Þannig var lausafjárhlutfallið í lok annars fjórðungs lægst hjá Landsbankanum, 45 prósent, 94 prósent hjá Íslandsbanka og 116 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016 Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Skert samkeppnishæfni íslensku bankanna gerir það að verkum að viðspyrnan sem vaxtalækkunum Seðlabankans er ætlað að veita samdrætti í hagkerfinu verður minni en hún gæti annars verið. Þetta segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Fréttablaðið. Hagar réðust nýverið í útgáfur skuldabréfa upp á samtals 8 milljarða króna á skuldabréfamarkaði en að sögn Finns bauðst fyrirtækinu ekki bankalán á þeim kjörum sem stjórnendur þess sóttust eftir. „Það virðist ekki vera nægt framboð af krónum á hagstæðum kjörum þrátt fyrir að vextir hafi lækkað töluvert. Þegar bankarnir geta ekki boðið samkeppnishæf kjör þá verða þeir að lána á hærri vöxtum, þeir missa af bestu lántakendunum og útlánin verða áhættusamari. Þeir eiga ekki kost á því að bjóða í bestu lántakendurna. Þar eru þeir ekki við borðið,“ segir Finnur. Skerta samkeppnishæfni bankanna megi einkum rekja til heimatilbúins vanda. Þeir búi við háar eiginfjárkröfur, háar arðgreiðslukröfur frá eigendum og sértæka skattlagningu á borð við bankaskattinn, sem er hluti af kostnaðarverði á lánamarkaði. Þessir þættir hafi töluverð áhrif á kjörin sem bankarnir geta boðið heimilum og fyrirtækjum. Hagar gátu gripið til þess að gefa út skuldabréf í krafti stærðar og trausts rekstrar. Finnur segir að skert samkeppnishæfni bankanna geti hins vegar bitnað verulega á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra valkosti en bankalán. Nauðsynlegt sé fyrir heimilin og atvinnulífið að hafa valkosti þegar kemur að fjármögnun. „Hagar eru komnir fyrir vind en ég óttast að þeir sem eru að fara að endurfjármagna sig á næstu mánuðum eða á næstu misserum geti lent á vegg. Kjörin verða ekki með þeim hætti sem æskilegt er þrátt fyrir að stýrivextir hafi lækkað.“ Eins og greint var frá í Markaðinum í gær stefnir Arion að því að minnka lánasafn bankans til fyrirtækja um 20 prósent fyrir árslok 2020 en í lok þriðja ársfjórðungs nam bókfært virði fyrirtækjalána bankans um 404 milljörðum. Útlánasafn Arion til fyrirtækja hefur dregist saman um tæplega sjö prósent á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Stjórnendur bankans telja að arðsemi af fyrirtækjaútlánum bankans sé ekki ásættanleg og er stefnt að því að hún verði yfir tíu prósent.Vaxtamunur minnkar Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að bankaskatturinn sé vissulega einn þáttur sem taka þurfi með í reikninginn þegar bankinn ákvarðar vexti. „Það sem skiptir mestu máli er að það sé fyrirsjáanleiki í því hvernig skatturinn muni breytast þannig að við getum stýrt verðlagningu með réttum hætti. Vaxtamunurinn á Íslandi er vissulega hærri en víða annars staðar, aðallega vegna þess að við verðum að standa undir töluvert hærri gjöldum en þekkjast í nágrannalöndunum. Vaxtamunurinn hjá Landsbankanum hefur á hinn bóginn verið að minnka á sama tíma og hagkvæmni í rekstri hefur aukist. Það hefur gert okkur kleift að lækka vexti umtalsvert.“ Á heildina litið hafa ný útlán íslensku bankanna til fyrirtækja dregist töluvert saman á milli ára. Nettó ný útlán til fyrirtækja miðað við síðustu sex mánuði á undan námu um 150 milljörðum í ágúst á síðasta ári en í sama mánuði í ár nam upphæðin tæplega 70 milljörðum. Lilja Björk bendir á að á síðasta ári hafi bankarnir lánað umtalsvert meira til fyrirtækja en árin á undan. Samanburður milli ára verði að taka mið af því. Á síðasta fjórðungi ársins 2018 hafi bankarnir hins vegar byrjað að draga úr nýjum útlánum vegna óvissu um framtíð WOW air. „Við þurftum að horfa gagnrýnum augum á efnahagsumhverfið eins og önnur fyrirtæki og frekar draga úr heldur en að gefa í, enda mikil óvissa um hversu víðtæk áhrifin af falli WOW air yrðu,“ segir Lilja Björk. Ný útlán Landsbankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu alls 70 milljörðum króna. Þar af voru 40 milljarðar vegna lána til einstaklinga, aðallega til fasteignakaupa, og um 30 milljarðar vegna lána til fyrirtækja. „Það er mikilvægt að einstaklingar hafi aðgang að hagstæðum og góðum kjörum á fasteignalánum. Þetta skiptir meðal annars miklu máli fyrir byggingaverkefni sem nú er unnið að,“ segir Lilja Björk. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í október var rætt um að aðgerðarleysi stjórnvalda þegar kemur að rekstrarumhverfi bankanna geti orðið til þess að niðursveifla hagkerfisins verði dýpri en ástæða er til. Þar sagði Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, að verulegt áhyggjuefni væri að sjá snarpan viðsnúning í útlánum bankanna. Stjórnvöld gætu brugðist við með því að lækka sérstaka skatta á banka hraðar en áform væru um en í vor var lækkun bankaskattsins frestað til ársins 2021.Lausafjárstaðan gæti verið betri Á síðasta fundi Fjármálastöðugleikaráðs í lok september kom fram að viðnámsþróttur bankanna væri enn töluverður en lausafjárstaða þeirra, sérstaklega í íslenskum krónum, gæti verið betri. Einnig var vikið að lausafjárstöðunni á fundi ráðsins í sumar en þá var tekið fram að staðan hefði versnað. Í riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika í október kom fram að hágæða lausafjáreignir bankanna í krónum hefðu lækkað um 182 milljarða króna frá miðju ári 2017. Þannig var lausafjárhlutfallið í lok annars fjórðungs lægst hjá Landsbankanum, 45 prósent, 94 prósent hjá Íslandsbanka og 116 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira