Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2019 11:21 Kveikur hefur birt öll samskipti sín við Samherja á vef sínum. Ríkisútvarpið Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. Hefur RÚV birt öll samskipti sín við Samherja á vef sínum. Í yfirlýsingunni kemur fram að fyrsta viðtalsbeiðni fréttamanna Kveiks hafi verið send Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, þann 15. október með þeim orðum að til stæði „að fjalla um þróunaraðstoð Íslendinga í sjávarútvegi og aukin umsvif íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja erlendis.“ Þeirri beiðni hafi verið hafnað samdægurs með þeim orðum að forstjóri Samherja sæi ekki ástæðu til að fara í slíkt viðtal. Lýstu gögnum sem Kveikur hafði undir höndum Önnur viðtalsbeiðni, með ítarlegum útskýringum um efnisatriði og spurningum til Samherja, var svo send 25. október sl. en þar sagði meðal annars: „Meðal gagna sem við byggjum umfjöllunina á eru tölvupóstar, myndir, reikningar og greiðslukvittanir, sem sýna fram á að félög í eigu Samherja hafi greitt aðilum tengdum sjávarútvegsráðherra Namibíu umtalsverðar fjárhæðir fyrir aðgengi að fiskveiðikvóta í landinu.“Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju.Vísir/vilhelmGefinn hafi verið rúmur tími til andsvara í samræmi við vinnureglur fréttastofu RÚV en ekkert svar borist frá Samherja. RÚV hafi svo borist formlegt svar frá Samherja 6. nóvember þar sem fyrirtækið hafi sagst taka fyrirspurn Kveiks alvarlega. Var fréttastjóra RÚV, sem ábyrgðarmanni Kveiks, boðið til fundar í London til að ræða málið og fá bakgrunnsupplýsingar sem Samherji sagðist telja mikilvægar. Gátu ekki fallist á fund í London Í svari fréttastjóra til Samherja 7. nóvember var viðtalsbeiðni Kveiks ítrekuð, fyrirtækinu boðið að svara spurningum skriflega sem og að koma gögnum til þáttarins. Fundarboði Samherja til fréttastjóra í Lundúnum var hins vegar hafnað. Í svari RÚV 9. nóvember var enn ítrekuð viðtalsbeiðni Kveiks til Samherja, boð um að veita skrifleg svör eða að koma gögnum á framfæri. Þar sagði einnig, „...fráleitt að halda því fram að fundarboð til London á bak við luktar dyr teljist eðlilegt eða gegnsætt ferli sem íslenskur fjölmiðill geti fallist á að taka þátt í.“ Frá Thames-ánni við Waterloo-brúna í London. Samherji bauð fréttastjóra RÚV til fundar í London.Vísir/GettySamherji sagði í framhaldinu ástæðu þess að til fundinn ætti að halda í London þá að einnig stæði til að hitta fulltrúa frá Al Jazeera á sama tíma. Sagði Þorsteinn sjálfsagt að hitta fulltrúa RÚV á fundi í Reykjavík og segist í svari sínu 10. nóvember hafa viðkvæmar upplýsingar og upplýsingar um mögulega ólögmæta háttsemi fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins. Starfsmaðurinn var ekki nefndur á nafn en ljóst er nú að um er að ræða Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmann Samherja í Namibíu sem steig fram í Kveiki. Samherji sagði þessum upplýsingum ekki hægt að deila með almenningi að svo stöddu. Féllust ekki á skilyrði Samherja Í svari RÚV mánudaginn 11. nóvember var minnt á að upphaflega viðtalsbeiðnin frá því í október stæði. Var skorað á Samherja að koma gögnum til Kveiks fyrir dagslok. Í bréfinu sagði einnig: „Fréttamenn Kveiks eru, sem fyrr, reiðubúnir að hitta forstjóra Samherja á fundi til að fá svör við spurningum, gögn sem tengjast málinu eða yfirlýsingu frá fyrirtækinu svo koma megi andsvari Samherja á framfæri í fyrirhugaðri umfjöllun. Fundurinn verður hins vegar að vera opinn og gegnsær og ekki háður skilyrðum Samherja.“ Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV og ritstjóri Kveiks, segir bréf og tölvupósta staðfesta að Kveikur reyndi ítrekað að leita svara og viðbragða hjá Samherja. Veitti ítarlegar upplýsingar um umfjöllunarefnið og setti fram efnislegar spurningar í viðtalsbeiðni til fyrirtækisins 25. október. „Vinnubrögð RÚV eru fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur skv. lögum um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum og sá tími sem fyrirtækinu gafst til andsvara.“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. Hefur RÚV birt öll samskipti sín við Samherja á vef sínum. Í yfirlýsingunni kemur fram að fyrsta viðtalsbeiðni fréttamanna Kveiks hafi verið send Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, þann 15. október með þeim orðum að til stæði „að fjalla um þróunaraðstoð Íslendinga í sjávarútvegi og aukin umsvif íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja erlendis.“ Þeirri beiðni hafi verið hafnað samdægurs með þeim orðum að forstjóri Samherja sæi ekki ástæðu til að fara í slíkt viðtal. Lýstu gögnum sem Kveikur hafði undir höndum Önnur viðtalsbeiðni, með ítarlegum útskýringum um efnisatriði og spurningum til Samherja, var svo send 25. október sl. en þar sagði meðal annars: „Meðal gagna sem við byggjum umfjöllunina á eru tölvupóstar, myndir, reikningar og greiðslukvittanir, sem sýna fram á að félög í eigu Samherja hafi greitt aðilum tengdum sjávarútvegsráðherra Namibíu umtalsverðar fjárhæðir fyrir aðgengi að fiskveiðikvóta í landinu.“Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju.Vísir/vilhelmGefinn hafi verið rúmur tími til andsvara í samræmi við vinnureglur fréttastofu RÚV en ekkert svar borist frá Samherja. RÚV hafi svo borist formlegt svar frá Samherja 6. nóvember þar sem fyrirtækið hafi sagst taka fyrirspurn Kveiks alvarlega. Var fréttastjóra RÚV, sem ábyrgðarmanni Kveiks, boðið til fundar í London til að ræða málið og fá bakgrunnsupplýsingar sem Samherji sagðist telja mikilvægar. Gátu ekki fallist á fund í London Í svari fréttastjóra til Samherja 7. nóvember var viðtalsbeiðni Kveiks ítrekuð, fyrirtækinu boðið að svara spurningum skriflega sem og að koma gögnum til þáttarins. Fundarboði Samherja til fréttastjóra í Lundúnum var hins vegar hafnað. Í svari RÚV 9. nóvember var enn ítrekuð viðtalsbeiðni Kveiks til Samherja, boð um að veita skrifleg svör eða að koma gögnum á framfæri. Þar sagði einnig, „...fráleitt að halda því fram að fundarboð til London á bak við luktar dyr teljist eðlilegt eða gegnsætt ferli sem íslenskur fjölmiðill geti fallist á að taka þátt í.“ Frá Thames-ánni við Waterloo-brúna í London. Samherji bauð fréttastjóra RÚV til fundar í London.Vísir/GettySamherji sagði í framhaldinu ástæðu þess að til fundinn ætti að halda í London þá að einnig stæði til að hitta fulltrúa frá Al Jazeera á sama tíma. Sagði Þorsteinn sjálfsagt að hitta fulltrúa RÚV á fundi í Reykjavík og segist í svari sínu 10. nóvember hafa viðkvæmar upplýsingar og upplýsingar um mögulega ólögmæta háttsemi fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins. Starfsmaðurinn var ekki nefndur á nafn en ljóst er nú að um er að ræða Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmann Samherja í Namibíu sem steig fram í Kveiki. Samherji sagði þessum upplýsingum ekki hægt að deila með almenningi að svo stöddu. Féllust ekki á skilyrði Samherja Í svari RÚV mánudaginn 11. nóvember var minnt á að upphaflega viðtalsbeiðnin frá því í október stæði. Var skorað á Samherja að koma gögnum til Kveiks fyrir dagslok. Í bréfinu sagði einnig: „Fréttamenn Kveiks eru, sem fyrr, reiðubúnir að hitta forstjóra Samherja á fundi til að fá svör við spurningum, gögn sem tengjast málinu eða yfirlýsingu frá fyrirtækinu svo koma megi andsvari Samherja á framfæri í fyrirhugaðri umfjöllun. Fundurinn verður hins vegar að vera opinn og gegnsær og ekki háður skilyrðum Samherja.“ Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV og ritstjóri Kveiks, segir bréf og tölvupósta staðfesta að Kveikur reyndi ítrekað að leita svara og viðbragða hjá Samherja. Veitti ítarlegar upplýsingar um umfjöllunarefnið og setti fram efnislegar spurningar í viðtalsbeiðni til fyrirtækisins 25. október. „Vinnubrögð RÚV eru fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur skv. lögum um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum og sá tími sem fyrirtækinu gafst til andsvara.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira