Samkeppnishæfni flugs og uppbygging flugvalla Jóhannes Þór Skúlason skrifar 12. nóvember 2019 13:30 Í samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram er gert ráð fyrir því að nauðsynleg uppbygging varaflugvalla til að tryggja flugöryggi verði greidd af flugrekendum með nýju gjaldi, svonefndu „hóflegu varaflugvallargjaldi“. Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla því harðlega að gert sé ráð fyrir því að grunnþættir í flugöryggi landsins skuli greiddir með sértækum gjöldum á ferðaþjónustufyrirtæki.Alvarleg áhrif á samkeppnishæfni Það hefur komið rækilega fram undanfarna mánuði að staða íslenskra flugrekenda er erfið, hvort sem er í millilandaflugi eða innanlandsflugi. Benda má á að vegna harðnandi alþjóðlegrar samkeppni hefur verð á flugi lækkað um tugi prósenta síðan 2013 og litlar líkur virðast á hækkunum í fyrirsjáanlegri framtíð. Á sama tíma eru gjöld á flugrekendur þegar há á Íslandi og almennt rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja í járnum. Það er því deginum ljósara að engar forsendur eru fyrir álagningu nýrra gjalda á flugþjónustu. Ákvarðanataka um ferðalög til Íslands ráðast ekki einungis af áhuga ferðamanna á því að heimsækja landið heldur einnig af því flugframboði sem er til staðar hverju sinni. Frekari hækkun gjalda mun hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga og draga úr ákjósanleika Íslands sem áfangastaðar í augum flugrekenda og gesta. Mikilvægt er að hafa heildarmyndina í huga því að skert samkeppnishæfni mun óhjákvæmilega leiða til minna skattspors fyrirtækjanna í heild og þar með lægri tekna ríkisins af sköttum og launatengdum gjöldum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur það verið margítrekað á ýmsum opinberum vettvangi hversu mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda miði í þá átt að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu. Áform um álagningu nýrra gjalda á íslensk flugfélög ganga þvert gegn þeirri nauðsyn og bera vott um skilningsleysi á aðstæðum.Nauðsynleg uppbygging varaflugvalla Eins og ítrekað hefur komið fram í umsögnum íslenskra flugfélaga til nefnda Alþingis hafa aðstæður í flugi til og frá landinu breyst svo á undanförnum árum að bráðnauðsynlegt er að tafarlaust sé hafist handa við uppbyggingu varaflugvalla til að hægt sé að bregðast við veðri og öðrum atvikum sem upp geta komið í millilandaflugi. Ferðaþjónustan, og flugfélögin þar með talin, skila ríki og sveitarfélögum milli 60 og 70 milljörðum króna í nettó skatttekjur á ári hverju. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að ríkið nýti hluta þeirra tekna til fjárfestinga í innviðum eins og varaflugvöllum til að tryggja flugöryggi til og frá landinu og skapa innlendum og erlendum flugfélögum betri aðstæður til flutnings gesta til og frá landinu. Fjárfesting í flugvöllum, flugstöðvum og varaflugvöllum skilar þjóðhagslegum ábata sem ekki kemur einungis fram í flugrekstri heldur einnig í ferðaþjónustu og með afleiddum hætti í rekstri annarra fyrirtækja. Það er því skynsamleg fjárfesting fyrir ríkið sem eykur tekjur samfélagsins af atvinnugreininni og gefur áframhaldandi forsendur til uppbyggingar á ýmsum sviðum samfélagsins.Alvarlegur vandi innanlandsflugs Rekstrarforsendur innanlandsflugs í núverandi mynd eru brostnar, enda hafa allir hagaðilar; flugrekendur, ferðaþjónustuaðilar, íbúar landsins, sveitarfélög og ríkið, verið óánægðir með stöðu innanlandsflugs um töluverðan tíma. Ljóst er að ráðast þarf í verulegt átak ef tryggja á tilvist innanlandsflugs til framtíðar. Skýrt dæmi um það er sú farþegafækkun sem átt hefur sér stað á undanförnum 10 árum, þar sem fækkun farþega til sumra helstu áfangastaða þess er talin í tugum prósenta. Rekstrarvandi innanlandsflugs er dýpri en svo að hann verði leystur með ríkisniðurgreiðslu flugmiða landsbyggðarfólks. Slík áform eru ekki nægjanleg og heildstæðari lausn þarf að koma til sem setur rekstrarforsendur innanlandsflugs og rekstur flugvalla á landsbyggðinni í samhengi við markmið um uppbyggingu og styrkingu byggða og atvinnulífs fjarri höfuðborginni. Rétt er að hafa það í huga að uppbygging varaflugvallar fyrir alþjóðaflug er sérstakt flugöryggismál sem vel er hægt að vinna hratt utan við slíka skoðun á innanlandssamgöngum með lítilsháttar fjárfestingu á einum flugvelli.Misræmi milli samgönguáætlunar og flugstefnu Það er eftirtektarvert hve lítið samræmi ríkir milli markmiða í nýframkominni flugstefnu fyrir Ísland og aðgerða í samgönguáætlun sem stuðlað geti að framgangi þeirra. Sérstaklega er rétt að benda á að verði áætlanir um færslu þriggja innanlandsflugvalla undir sama flugvallar- og gjaldtökukerfi og Keflavíkurflugvöllur að veruleika er nauðsynleg forsenda að gert sé ráð fyrir aukinni meðgjöf í þjónustusamningi ríkisins sem staðið geti undir kostnaði við rekstur flugvallanna. Að öðrum kosti er fyrirsjáanlegt að slík færsla muni koma alvarlega niður á uppbyggingu millilandaflugs um Keflavík, sem ljóst er að verður meginstoð ferðaþjónustu til Íslands um fyrirsjáanlega framtíð. Þá er ótalið að ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir mótvægi við það óhagræði sem reynst getur af hækkuðum álögum á innanlandsflug sem orðið getur vegna tilfærslunnar. Að síðustu er rétt að benda sérstaklega á umsagnir um samgönguáætlun sem sjá má á samráðsgátt stjórnvalda. Þar kemur fram fjöldi mikilvægra ábendinga um tilhögun og uppbyggingu í þágu innanlands- og millilandaflugs sem nauðsynlegt er að verði tekið tillit til áður en áætlunin er lögð fyrir Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Samgöngur Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Í samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram er gert ráð fyrir því að nauðsynleg uppbygging varaflugvalla til að tryggja flugöryggi verði greidd af flugrekendum með nýju gjaldi, svonefndu „hóflegu varaflugvallargjaldi“. Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla því harðlega að gert sé ráð fyrir því að grunnþættir í flugöryggi landsins skuli greiddir með sértækum gjöldum á ferðaþjónustufyrirtæki.Alvarleg áhrif á samkeppnishæfni Það hefur komið rækilega fram undanfarna mánuði að staða íslenskra flugrekenda er erfið, hvort sem er í millilandaflugi eða innanlandsflugi. Benda má á að vegna harðnandi alþjóðlegrar samkeppni hefur verð á flugi lækkað um tugi prósenta síðan 2013 og litlar líkur virðast á hækkunum í fyrirsjáanlegri framtíð. Á sama tíma eru gjöld á flugrekendur þegar há á Íslandi og almennt rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja í járnum. Það er því deginum ljósara að engar forsendur eru fyrir álagningu nýrra gjalda á flugþjónustu. Ákvarðanataka um ferðalög til Íslands ráðast ekki einungis af áhuga ferðamanna á því að heimsækja landið heldur einnig af því flugframboði sem er til staðar hverju sinni. Frekari hækkun gjalda mun hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga og draga úr ákjósanleika Íslands sem áfangastaðar í augum flugrekenda og gesta. Mikilvægt er að hafa heildarmyndina í huga því að skert samkeppnishæfni mun óhjákvæmilega leiða til minna skattspors fyrirtækjanna í heild og þar með lægri tekna ríkisins af sköttum og launatengdum gjöldum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur það verið margítrekað á ýmsum opinberum vettvangi hversu mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda miði í þá átt að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu. Áform um álagningu nýrra gjalda á íslensk flugfélög ganga þvert gegn þeirri nauðsyn og bera vott um skilningsleysi á aðstæðum.Nauðsynleg uppbygging varaflugvalla Eins og ítrekað hefur komið fram í umsögnum íslenskra flugfélaga til nefnda Alþingis hafa aðstæður í flugi til og frá landinu breyst svo á undanförnum árum að bráðnauðsynlegt er að tafarlaust sé hafist handa við uppbyggingu varaflugvalla til að hægt sé að bregðast við veðri og öðrum atvikum sem upp geta komið í millilandaflugi. Ferðaþjónustan, og flugfélögin þar með talin, skila ríki og sveitarfélögum milli 60 og 70 milljörðum króna í nettó skatttekjur á ári hverju. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að ríkið nýti hluta þeirra tekna til fjárfestinga í innviðum eins og varaflugvöllum til að tryggja flugöryggi til og frá landinu og skapa innlendum og erlendum flugfélögum betri aðstæður til flutnings gesta til og frá landinu. Fjárfesting í flugvöllum, flugstöðvum og varaflugvöllum skilar þjóðhagslegum ábata sem ekki kemur einungis fram í flugrekstri heldur einnig í ferðaþjónustu og með afleiddum hætti í rekstri annarra fyrirtækja. Það er því skynsamleg fjárfesting fyrir ríkið sem eykur tekjur samfélagsins af atvinnugreininni og gefur áframhaldandi forsendur til uppbyggingar á ýmsum sviðum samfélagsins.Alvarlegur vandi innanlandsflugs Rekstrarforsendur innanlandsflugs í núverandi mynd eru brostnar, enda hafa allir hagaðilar; flugrekendur, ferðaþjónustuaðilar, íbúar landsins, sveitarfélög og ríkið, verið óánægðir með stöðu innanlandsflugs um töluverðan tíma. Ljóst er að ráðast þarf í verulegt átak ef tryggja á tilvist innanlandsflugs til framtíðar. Skýrt dæmi um það er sú farþegafækkun sem átt hefur sér stað á undanförnum 10 árum, þar sem fækkun farþega til sumra helstu áfangastaða þess er talin í tugum prósenta. Rekstrarvandi innanlandsflugs er dýpri en svo að hann verði leystur með ríkisniðurgreiðslu flugmiða landsbyggðarfólks. Slík áform eru ekki nægjanleg og heildstæðari lausn þarf að koma til sem setur rekstrarforsendur innanlandsflugs og rekstur flugvalla á landsbyggðinni í samhengi við markmið um uppbyggingu og styrkingu byggða og atvinnulífs fjarri höfuðborginni. Rétt er að hafa það í huga að uppbygging varaflugvallar fyrir alþjóðaflug er sérstakt flugöryggismál sem vel er hægt að vinna hratt utan við slíka skoðun á innanlandssamgöngum með lítilsháttar fjárfestingu á einum flugvelli.Misræmi milli samgönguáætlunar og flugstefnu Það er eftirtektarvert hve lítið samræmi ríkir milli markmiða í nýframkominni flugstefnu fyrir Ísland og aðgerða í samgönguáætlun sem stuðlað geti að framgangi þeirra. Sérstaklega er rétt að benda á að verði áætlanir um færslu þriggja innanlandsflugvalla undir sama flugvallar- og gjaldtökukerfi og Keflavíkurflugvöllur að veruleika er nauðsynleg forsenda að gert sé ráð fyrir aukinni meðgjöf í þjónustusamningi ríkisins sem staðið geti undir kostnaði við rekstur flugvallanna. Að öðrum kosti er fyrirsjáanlegt að slík færsla muni koma alvarlega niður á uppbyggingu millilandaflugs um Keflavík, sem ljóst er að verður meginstoð ferðaþjónustu til Íslands um fyrirsjáanlega framtíð. Þá er ótalið að ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir mótvægi við það óhagræði sem reynst getur af hækkuðum álögum á innanlandsflug sem orðið getur vegna tilfærslunnar. Að síðustu er rétt að benda sérstaklega á umsagnir um samgönguáætlun sem sjá má á samráðsgátt stjórnvalda. Þar kemur fram fjöldi mikilvægra ábendinga um tilhögun og uppbyggingu í þágu innanlands- og millilandaflugs sem nauðsynlegt er að verði tekið tillit til áður en áætlunin er lögð fyrir Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun