Segir sættir hafa tekist milli mannauðsstjóra og starfsmanna hjá Vinnueftirlitinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:03 Ummæli aðkeypts mannauðsráðgjafa um starfsmenn vinnuvéladeildar ollu mikilli reiði. Fréttablaðið/Anton Brink Hanna S. Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um stofnunina og óánægju starfsmanna þar undanfarna mánuði. Hefur meðal annars verið fjallað kvartanir starfsmanna vegna framkomu starfandi mannauðsstjóra sem kom frá ráðgjafafyrirtækinu Attentus. Var hann látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna kvörtuðu undan framkomu mannauðsstjórans en Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Kvörtuðu þeir undan ummælum sem mannauðsstjórinn á að hafa látið falla þegar trúnaðarmaður starfsmanna í vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins sagði honum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á mannauðsstjórinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Í tilkynningu Hönnu segir að mál sem varða samskipti innan Vinnueftirlitsins sem urðu í mars síðastliðnum þar sem ákveðins misskilnings gætti milli aðila hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Segir hún að Vinnueftirlitið vilji koma því á framfæri að vel hafi verið farið yfir málið með aðilum, meðal annars með utanaðkomandi fagaðilum, og hafi mannauðsstjóri og núverandi starfsmenn stofnunarinnar sem komu að málinu með beinum hætti náð sáttum sín á milli. „Það er vilji allra aðila, bæði mannauðsstjórans og viðkomandi starfsmanna Vinnueftirlitsins, að málið hafi engin neikvæð áhrif til framtíðar. Er litið svo á að málinu sé þar með lokið,“ segir í tilkynningunni. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. 11. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Hanna S. Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um stofnunina og óánægju starfsmanna þar undanfarna mánuði. Hefur meðal annars verið fjallað kvartanir starfsmanna vegna framkomu starfandi mannauðsstjóra sem kom frá ráðgjafafyrirtækinu Attentus. Var hann látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna kvörtuðu undan framkomu mannauðsstjórans en Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Kvörtuðu þeir undan ummælum sem mannauðsstjórinn á að hafa látið falla þegar trúnaðarmaður starfsmanna í vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins sagði honum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á mannauðsstjórinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Í tilkynningu Hönnu segir að mál sem varða samskipti innan Vinnueftirlitsins sem urðu í mars síðastliðnum þar sem ákveðins misskilnings gætti milli aðila hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Segir hún að Vinnueftirlitið vilji koma því á framfæri að vel hafi verið farið yfir málið með aðilum, meðal annars með utanaðkomandi fagaðilum, og hafi mannauðsstjóri og núverandi starfsmenn stofnunarinnar sem komu að málinu með beinum hætti náð sáttum sín á milli. „Það er vilji allra aðila, bæði mannauðsstjórans og viðkomandi starfsmanna Vinnueftirlitsins, að málið hafi engin neikvæð áhrif til framtíðar. Er litið svo á að málinu sé þar með lokið,“ segir í tilkynningunni.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. 11. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15
Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30
Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. 11. nóvember 2019 06:15