Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 10:42 Öll börn Brittu Nielsen eru flækt í svik móður sinnar. AP/Themba Hadebe Danski fjársvikarinn Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Nielsen bar vitni í morgun en réttarhöld yfir henni hófust í lok síðasta mánaðar. Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá félagsmálaráðuneytinu þar í landi. „Ég féll fyrir freistingu í kerfinu með millifærslu sem átti að bæta fjárhaginn,“ sagði Nielsen í vitnastúku í morgun. „Ég var með reikninga sem ég gat ekki borgað,“ hélt hún áfram. Með tímanum hafi þetta orðið að einhvers konar „fíkn“. Nielsen útskýrði að fjárhagsstaðan hafi versnað meðal annars eftir fasteignakaup hennar og þáverandi eiginmanns, sem nú er látinn, árið 1986. Hún segir að maður hennar, sem lést árið 2005, hafi ekki þekkt til fjárdráttarins. Hún hafi hins vegar dregið sér meira fé eftir að hann lést. „Ég byrja þá að eyða peningum í sjálfa mig; eitthvað sem ég hafði dreymt um síðan ég var barn, en aldrei fengið. Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína,“ sagði Nielsen. Hún hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Nielsen hefur þó neitað að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðgerðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50 Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Danski fjársvikarinn Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Nielsen bar vitni í morgun en réttarhöld yfir henni hófust í lok síðasta mánaðar. Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá félagsmálaráðuneytinu þar í landi. „Ég féll fyrir freistingu í kerfinu með millifærslu sem átti að bæta fjárhaginn,“ sagði Nielsen í vitnastúku í morgun. „Ég var með reikninga sem ég gat ekki borgað,“ hélt hún áfram. Með tímanum hafi þetta orðið að einhvers konar „fíkn“. Nielsen útskýrði að fjárhagsstaðan hafi versnað meðal annars eftir fasteignakaup hennar og þáverandi eiginmanns, sem nú er látinn, árið 1986. Hún segir að maður hennar, sem lést árið 2005, hafi ekki þekkt til fjárdráttarins. Hún hafi hins vegar dregið sér meira fé eftir að hann lést. „Ég byrja þá að eyða peningum í sjálfa mig; eitthvað sem ég hafði dreymt um síðan ég var barn, en aldrei fengið. Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína,“ sagði Nielsen. Hún hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Nielsen hefur þó neitað að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðgerðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50 Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22
Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13
Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50
Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45