Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Björn Þorfinnsson skrifar 11. nóvember 2019 06:15 Ummæli aðkeypts mannauðsráðgjafa um starfsmenn vinnuvéladeildar ollu mikilli reiði. Fréttablaðið/Anton Brink Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu að undanförnu hefur mikil óánægja kraumað meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Starfsandi er mjög slæmur og telja margir starfsmenn að stjórnendur komi illa fram við annað starfsfólk. Þannig var niðurstaða nýlegrar könnunar meðal starfsmanna að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti í starfi. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, gekkst við þessum vandamálum í svörum til Fréttablaðsins en sagði að hluti af vandamálinu væri að stofnunin væri að gangast undir umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem ekki allir væru sáttir með. Þá hefðu stjórnendur gripið til margs konar aðgerða til þess að lægja öldurnar. Meðal annars eflt viðbragðsáætlanir vegna eineltistilvika, samið við sálfræðistofu um að starfsmenn gætu leitað þangað, skipulagt samskiptavinnustofu og samþykkt nýja mannauðsáætlun. Eitt atvik sem hefur dregið dilk á eftir sér var þegar mannauðsráðgjafi og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Attentus var látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna höfðu kvartað undan framkomu ráðgjafans. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Hin umdeildu ummæli eiga að hafa fallið þegar trúnaðarmaður starfsmanna vinnuvéladeildar stofnunarinnar sagði ráðgjafanum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á ráðgjafinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Ummælin vöktu mikla reiði meðal starfsmanna og var ekki á bætandi enda hafði mikil ónægja kraumað meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Fjórir trúnaðarmenn meðal starfsmanna skrifuðu að endingu bréf til forstjóra Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðherra, Attentus og stéttarfélaga þar sem ummælunum var mótmælt og farið fram á að mannauðsráðgjafinn myndi víkja úr embætti sínu. Það varð að lokum niðurstaðan og nýr mannauðsráðgjafi frá Attentus tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ollu mótmæli starfsmanna mikilli gremju hjá stjórnendum Vinnueftirlitsins sem í kjölfarið beittu þá þrýstingi um að draga þau til baka. Voru starfsmennirnir skikkaðir til þess að sækja tíma hjá sálfræðingum Streituskólans að frumkvæði Vinnueftirlitsins. Meðal annars hefur Fréttablaðið undir höndum drög að bréfi sem utanaðkomandi sálfræðingar skrifuðu fyrir hönd starfsmannanna. Í bréfinu voru mótmælin dregin til baka sem og krafan um að mannauðsstjórinn viki. Var það tillaga sálfræðinganna að starfsmennirnir myndu skrifa undir bréfið og senda það áfram sömu leið og fyrra bréf. Kemur fram að mikilvægt væri að mati sálfræðinganna að fyrra bréf yrði dregið til baka enda gæti það orsakað bótaskyldu auk þess málið yrði notað síðar meir gegn trúnaðarráði Vinnueftirlitsins. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu að undanförnu hefur mikil óánægja kraumað meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Starfsandi er mjög slæmur og telja margir starfsmenn að stjórnendur komi illa fram við annað starfsfólk. Þannig var niðurstaða nýlegrar könnunar meðal starfsmanna að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti í starfi. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, gekkst við þessum vandamálum í svörum til Fréttablaðsins en sagði að hluti af vandamálinu væri að stofnunin væri að gangast undir umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem ekki allir væru sáttir með. Þá hefðu stjórnendur gripið til margs konar aðgerða til þess að lægja öldurnar. Meðal annars eflt viðbragðsáætlanir vegna eineltistilvika, samið við sálfræðistofu um að starfsmenn gætu leitað þangað, skipulagt samskiptavinnustofu og samþykkt nýja mannauðsáætlun. Eitt atvik sem hefur dregið dilk á eftir sér var þegar mannauðsráðgjafi og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Attentus var látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna höfðu kvartað undan framkomu ráðgjafans. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Hin umdeildu ummæli eiga að hafa fallið þegar trúnaðarmaður starfsmanna vinnuvéladeildar stofnunarinnar sagði ráðgjafanum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á ráðgjafinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Ummælin vöktu mikla reiði meðal starfsmanna og var ekki á bætandi enda hafði mikil ónægja kraumað meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Fjórir trúnaðarmenn meðal starfsmanna skrifuðu að endingu bréf til forstjóra Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðherra, Attentus og stéttarfélaga þar sem ummælunum var mótmælt og farið fram á að mannauðsráðgjafinn myndi víkja úr embætti sínu. Það varð að lokum niðurstaðan og nýr mannauðsráðgjafi frá Attentus tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ollu mótmæli starfsmanna mikilli gremju hjá stjórnendum Vinnueftirlitsins sem í kjölfarið beittu þá þrýstingi um að draga þau til baka. Voru starfsmennirnir skikkaðir til þess að sækja tíma hjá sálfræðingum Streituskólans að frumkvæði Vinnueftirlitsins. Meðal annars hefur Fréttablaðið undir höndum drög að bréfi sem utanaðkomandi sálfræðingar skrifuðu fyrir hönd starfsmannanna. Í bréfinu voru mótmælin dregin til baka sem og krafan um að mannauðsstjórinn viki. Var það tillaga sálfræðinganna að starfsmennirnir myndu skrifa undir bréfið og senda það áfram sömu leið og fyrra bréf. Kemur fram að mikilvægt væri að mati sálfræðinganna að fyrra bréf yrði dregið til baka enda gæti það orsakað bótaskyldu auk þess málið yrði notað síðar meir gegn trúnaðarráði Vinnueftirlitsins.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15
Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30