Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 09:30 Vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV, sem eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands, leggja niður störf í tólf klukkustundir í dag. Grafík/Hjalti Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. Verkfallsaðgerðin á að hafa áhrif á fyrrnefnda vefmiðla en sú hefur ekki verið raunin á vef Morgunblaðsins. Þar hafa verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifað fréttir á vef Mbl.is á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar af vefblaðamönnum Mbl.is og hefur Blaðamannafélag Íslands stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs. Aðgerðirnar hafa verið kærðar til Félagsdóms. Verkfallsaðgerðin í dag átti að fara fram síðastliðinn föstudag en vinnustöðvun var frestað á síðustu stundu af samninganefnd BÍ. Það hafði í för með sér að vinnustöðvunum var frestað um viku, eitthvað sem samninganefndin viðurkenndi að hún hefði ekki áttað sig á. Fjórða aðgerðin, sem átti að beinast gegn prentmiðlum í gær - daginn fyrir svartan föstudag - verður því komandi fimmtudag 5. desember. Frestun verkfallsaðgerða fór afar illa í starfsmenn Fréttablaðsins enda áttu verkfallsaðgerðir að bíta fimmtudaginn fyrir svarta föstudag sem er stærsti dagur ársins í auglýsingasölu hjá dagblöðunum. Í staðinn verður vinnustöðvun á dagblöðunum 5. desember. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Í bakgrunni má sjá nokkra af blaðamönnum Fréttablaðsins.Vísir/Vilhelm Stærstur hluti vefblaðamanna á Vísi og Fréttablaðinu eru í Blaðamannafélagi Íslands og má því reikna með að engar fréttir birtist á vefunum tveimur í dag líkt og í fyrri verkfallsaðgerðum.Fréttir verða sagðar á Bylgjunni á heila tímanum eins og venjulega í dag með þéttum hádegistíma klukkan tólf. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Vísir fer aftur í fullan gang um leið og klukkan slær 22. Þá er ástæða til að benda á að Allir geta dansað fer í loftið á Stöð 2 í kvöld og verður hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsvefnum á Vísi. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins. Þar eru nokkrir tökumenn félagar í BÍ sem hefur áhrif á vinnslu sjónvarpsfrétta hjá Ríkisútvarpinu. Náist ekki samningar á næstunni munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 5. desember. Fulltrúar úr samninganefnd blaðamanna og frá Samtökum atvinnulífsins funduðu í gær án þess að nokkur niðurstaða næðist í viðræðunum. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. Verkfallsaðgerðin á að hafa áhrif á fyrrnefnda vefmiðla en sú hefur ekki verið raunin á vef Morgunblaðsins. Þar hafa verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifað fréttir á vef Mbl.is á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar af vefblaðamönnum Mbl.is og hefur Blaðamannafélag Íslands stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs. Aðgerðirnar hafa verið kærðar til Félagsdóms. Verkfallsaðgerðin í dag átti að fara fram síðastliðinn föstudag en vinnustöðvun var frestað á síðustu stundu af samninganefnd BÍ. Það hafði í för með sér að vinnustöðvunum var frestað um viku, eitthvað sem samninganefndin viðurkenndi að hún hefði ekki áttað sig á. Fjórða aðgerðin, sem átti að beinast gegn prentmiðlum í gær - daginn fyrir svartan föstudag - verður því komandi fimmtudag 5. desember. Frestun verkfallsaðgerða fór afar illa í starfsmenn Fréttablaðsins enda áttu verkfallsaðgerðir að bíta fimmtudaginn fyrir svarta föstudag sem er stærsti dagur ársins í auglýsingasölu hjá dagblöðunum. Í staðinn verður vinnustöðvun á dagblöðunum 5. desember. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Í bakgrunni má sjá nokkra af blaðamönnum Fréttablaðsins.Vísir/Vilhelm Stærstur hluti vefblaðamanna á Vísi og Fréttablaðinu eru í Blaðamannafélagi Íslands og má því reikna með að engar fréttir birtist á vefunum tveimur í dag líkt og í fyrri verkfallsaðgerðum.Fréttir verða sagðar á Bylgjunni á heila tímanum eins og venjulega í dag með þéttum hádegistíma klukkan tólf. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Vísir fer aftur í fullan gang um leið og klukkan slær 22. Þá er ástæða til að benda á að Allir geta dansað fer í loftið á Stöð 2 í kvöld og verður hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsvefnum á Vísi. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins. Þar eru nokkrir tökumenn félagar í BÍ sem hefur áhrif á vinnslu sjónvarpsfrétta hjá Ríkisútvarpinu. Náist ekki samningar á næstunni munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 5. desember. Fulltrúar úr samninganefnd blaðamanna og frá Samtökum atvinnulífsins funduðu í gær án þess að nokkur niðurstaða næðist í viðræðunum.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira