RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2019 12:48 Ríkisútvarpið vill fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. Nú ber svo við að Brynjar stendur með RUV í því en Helga Vala segir að með þessu sé farið á svig við lög. Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. „Í upplýsingalögum er skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf og því sé ég ekki að stjórn ríkisútvarpsins hafi heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og þingmaður.Eins og fram hefur komið er staða útvarpsstjóra laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á mánudaginn. Vísir hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins fyrirspurn þar sem þess er óskað að listi yfir umsækjendur verði birtur. Með vísan í upplýsingalög og lög um Ríkisútvarpið ohf. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins sjálfs sagði af því í gær og vitnað í Kára Jónasson, formann stjórnar, að sá listi yrði ekki gerður opinber. Kári lét þess getið að þetta væri samkvæmt ráðum frá ráðningarskrifstofu Capacent. Helga Vala segir að þetta fái ekki staðist. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta mál að umfjöllunarefni á þinginu í gær, sagði vissulega skjóta skökku við að fjölmiðill sem hafi verið upptekinn af gagnsæi væri það ekki þegar hann sjálfur væri undir. En Brynjar sagðist þó sammála stjórn Ríkisútvarpsins að mikilvægara væri að hæfir umsækjendur fáist í slík störf en að vera samkvæmur sjálfum sér. Samkvæmt þessu eignaðist Ríkisútvarpið óvæntan bandamann í því að vilja fara á svig við lög í Brynjari sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. „Í upplýsingalögum er skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf og því sé ég ekki að stjórn ríkisútvarpsins hafi heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og þingmaður.Eins og fram hefur komið er staða útvarpsstjóra laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á mánudaginn. Vísir hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins fyrirspurn þar sem þess er óskað að listi yfir umsækjendur verði birtur. Með vísan í upplýsingalög og lög um Ríkisútvarpið ohf. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins sjálfs sagði af því í gær og vitnað í Kára Jónasson, formann stjórnar, að sá listi yrði ekki gerður opinber. Kári lét þess getið að þetta væri samkvæmt ráðum frá ráðningarskrifstofu Capacent. Helga Vala segir að þetta fái ekki staðist. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta mál að umfjöllunarefni á þinginu í gær, sagði vissulega skjóta skökku við að fjölmiðill sem hafi verið upptekinn af gagnsæi væri það ekki þegar hann sjálfur væri undir. En Brynjar sagðist þó sammála stjórn Ríkisútvarpsins að mikilvægara væri að hæfir umsækjendur fáist í slík störf en að vera samkvæmur sjálfum sér. Samkvæmt þessu eignaðist Ríkisútvarpið óvæntan bandamann í því að vilja fara á svig við lög í Brynjari sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42