Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 18:16 Andrés Ingi sagði sig úr VG í dag. Vísir/Vilhelm Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag.Sjá einnig: Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, var einn þeirra sem kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna og lýstu vonbrigðum sínum með þetta. „Sama sagan endurtekur sig. Enn eitt árið detta þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í skotgrafir gamaldags vinnubragða og fella þeir allar tillögur sem stjórnarandstaðan leggur hér til,“ sagði Ágúst Ólafur. „Stóð ekki til að innleiða hér ný vinnubrögð og stóð ekki til að valdefla Alþingi? Átti það bara við þingflokksherbergin hérna niðri í gömlu byggingunni?“ bætti hann við og vísaði þar til þingflokksherbergja stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann sagði þingflokk Samfylkingarinnar vera eina flokkinn sem ekki tekið undir eina einustu tillögu ríkisstjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan fer hér meira og minna upp til þess að afþakka að vera með stjórnarandstöðunni í mun meira mæli heldur en að fara í atkvæðaskýringar gegn tillögum ríkisstjórnarflokkanna sem segir mér líka að tillögur ríkisstjórnarinnar og meiri hluta fjárlaganefndar eru skynsamlegar og góðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þessu mótmælti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með köllum úr sal og úr ræðupúlti þar sem hann kallaði eftir því að ráðherrann bæðist afsökunar á því að hafa farið rangt með staðreyndir. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinstri græn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag.Sjá einnig: Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, var einn þeirra sem kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna og lýstu vonbrigðum sínum með þetta. „Sama sagan endurtekur sig. Enn eitt árið detta þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í skotgrafir gamaldags vinnubragða og fella þeir allar tillögur sem stjórnarandstaðan leggur hér til,“ sagði Ágúst Ólafur. „Stóð ekki til að innleiða hér ný vinnubrögð og stóð ekki til að valdefla Alþingi? Átti það bara við þingflokksherbergin hérna niðri í gömlu byggingunni?“ bætti hann við og vísaði þar til þingflokksherbergja stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann sagði þingflokk Samfylkingarinnar vera eina flokkinn sem ekki tekið undir eina einustu tillögu ríkisstjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan fer hér meira og minna upp til þess að afþakka að vera með stjórnarandstöðunni í mun meira mæli heldur en að fara í atkvæðaskýringar gegn tillögum ríkisstjórnarflokkanna sem segir mér líka að tillögur ríkisstjórnarinnar og meiri hluta fjárlaganefndar eru skynsamlegar og góðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þessu mótmælti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með köllum úr sal og úr ræðupúlti þar sem hann kallaði eftir því að ráðherrann bæðist afsökunar á því að hafa farið rangt með staðreyndir.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinstri græn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira