Myndið nýja ríkisstjórn og breytið kvótakerfinu Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 27. nóvember 2019 10:00 Í kjölfar afhjúpana Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum og skattsvikum Samherja hafa kröfur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins orðið háværari. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir stjórnmálaflokkar sem styðja þessar umbætur þurfi ekki að svara kallinu og hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vilji þjóðarinnar er skýr. Fimm þúsund manns mættu á Austurvöll um síðustu helgi til að krefjast skýrs auðlindaákvæðis í nýrri stjórnarskrá og réttláts arðs af fiskveiðiauðlindinni. Krafan um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur ítrekað birst í skoðanakönnunum og árið 2012 greiddu 73% kjósenda atkvæði með tillögu stjórnlagaráðs um auðlindaákvæði.Samherji fyllti mælinn Þrátt fyrir ríkan þjóðarvilja var það alveg ljóst við myndun þessarar ríkisstjórnar að ekki yrði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili. Þvert á móti var eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöldin og nú eru þau orðin svo lág að þau standa ekki undir kostnaði hins opinbera við þjónustu og eftirlit með sjávarútveginum. Ástæðan er einföld: Sjálfstæðisflokkurinn er tryggur Samherji stórútgerðarinnar og stendur ætíð vörð um hagsmuni hennar. Krafa almennings um að fá stærri hluta af kökunni hefur hins vegar orðið háværari samhliða stórauknum arðgreiðslum til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna og lækkandi greiðslum þeirra í okkar sameiginlegu sjóði. Samherjaskjölin voru svo kornið sem fyllti mælinn og nú hljóta flestir heiðarlegir stjórnmálamenn að átta sig á því að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru óhjákvæmilegar.Framsókn hoppar á vagninn Þessu hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, a.m.k. áttað sig á ef marka má orð hans á miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. Þar greindi hann frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett sig upp á móti frumvarpi hans um tímabundna ráðstöfun veiðiheimilda. Sigurður Ingi sagði að Framsókn myndi beita sér fyrir þessum breytingum, enda væru þær forsenda sáttar um nýtingu auðlindarinnar. Gott og vel. Þessi stefnubreyting Framsóknar, sem hefur hingað til ekki sýnt kerfisbreytingum í sjávarútvegi mikinn áhuga, er jákvæð. Hún hefur hins vegar litla þýðingu ef henni fylgja engar aðgerðir. Ljóst má vera að ómögulegt er að ná fram breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Slíkt hefur Framsókn reynt áður og mistekist, ef marka má Sigurð Inga. Eina leiðin í þeirri stöðu er að koma Sjálfstæðisflokknum frá og mynda nýja ríkisstjórn.Vilji og hugrekki er allt sem þarf Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa öll sýnt fram á vilja til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með einhverjum hætti. Flokkur fólksins hefur einnig talað fyrir ákveðnum breytingum og nú um síðustu helgi bættist Framsókn í hópinn. Þetta eru sex af átta flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þeir flokkar eiga meirihluta þingmanna; 38 af 63. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er því raunhæfur möguleiki á þessu kjörtímabili. Pólitískur vilji og örlítið hugrekki er allt sem þarf. Katrín Jakobsdóttir gæti leitt nýja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingarinnar og treyst á stuðning a.m.k. Viðreisnar og Pírata. Hægt væri að skipa ópólitískan sjávarútvegsráðherra með sérþekkingu á málaflokknum til að leiða þær breytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til að skapa sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með Sjálfstæðisflokkinn úr myndinni væri einnig hægt að komast að samkomulagi um skýrara stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlinda. Framsókn og Vinstri græn hafa val. Sé þeim alvara um skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins ættu þau að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn sem fyrst og hefja viðræður við frjálslyndan arm stjórnarandstöðunnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær breytingar sem þjóðin kallar á verða nefnilega aldrei að veruleika meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Í kjölfar afhjúpana Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum og skattsvikum Samherja hafa kröfur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins orðið háværari. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir stjórnmálaflokkar sem styðja þessar umbætur þurfi ekki að svara kallinu og hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vilji þjóðarinnar er skýr. Fimm þúsund manns mættu á Austurvöll um síðustu helgi til að krefjast skýrs auðlindaákvæðis í nýrri stjórnarskrá og réttláts arðs af fiskveiðiauðlindinni. Krafan um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur ítrekað birst í skoðanakönnunum og árið 2012 greiddu 73% kjósenda atkvæði með tillögu stjórnlagaráðs um auðlindaákvæði.Samherji fyllti mælinn Þrátt fyrir ríkan þjóðarvilja var það alveg ljóst við myndun þessarar ríkisstjórnar að ekki yrði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili. Þvert á móti var eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöldin og nú eru þau orðin svo lág að þau standa ekki undir kostnaði hins opinbera við þjónustu og eftirlit með sjávarútveginum. Ástæðan er einföld: Sjálfstæðisflokkurinn er tryggur Samherji stórútgerðarinnar og stendur ætíð vörð um hagsmuni hennar. Krafa almennings um að fá stærri hluta af kökunni hefur hins vegar orðið háværari samhliða stórauknum arðgreiðslum til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna og lækkandi greiðslum þeirra í okkar sameiginlegu sjóði. Samherjaskjölin voru svo kornið sem fyllti mælinn og nú hljóta flestir heiðarlegir stjórnmálamenn að átta sig á því að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru óhjákvæmilegar.Framsókn hoppar á vagninn Þessu hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, a.m.k. áttað sig á ef marka má orð hans á miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. Þar greindi hann frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett sig upp á móti frumvarpi hans um tímabundna ráðstöfun veiðiheimilda. Sigurður Ingi sagði að Framsókn myndi beita sér fyrir þessum breytingum, enda væru þær forsenda sáttar um nýtingu auðlindarinnar. Gott og vel. Þessi stefnubreyting Framsóknar, sem hefur hingað til ekki sýnt kerfisbreytingum í sjávarútvegi mikinn áhuga, er jákvæð. Hún hefur hins vegar litla þýðingu ef henni fylgja engar aðgerðir. Ljóst má vera að ómögulegt er að ná fram breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Slíkt hefur Framsókn reynt áður og mistekist, ef marka má Sigurð Inga. Eina leiðin í þeirri stöðu er að koma Sjálfstæðisflokknum frá og mynda nýja ríkisstjórn.Vilji og hugrekki er allt sem þarf Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa öll sýnt fram á vilja til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með einhverjum hætti. Flokkur fólksins hefur einnig talað fyrir ákveðnum breytingum og nú um síðustu helgi bættist Framsókn í hópinn. Þetta eru sex af átta flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þeir flokkar eiga meirihluta þingmanna; 38 af 63. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er því raunhæfur möguleiki á þessu kjörtímabili. Pólitískur vilji og örlítið hugrekki er allt sem þarf. Katrín Jakobsdóttir gæti leitt nýja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingarinnar og treyst á stuðning a.m.k. Viðreisnar og Pírata. Hægt væri að skipa ópólitískan sjávarútvegsráðherra með sérþekkingu á málaflokknum til að leiða þær breytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til að skapa sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með Sjálfstæðisflokkinn úr myndinni væri einnig hægt að komast að samkomulagi um skýrara stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlinda. Framsókn og Vinstri græn hafa val. Sé þeim alvara um skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins ættu þau að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn sem fyrst og hefja viðræður við frjálslyndan arm stjórnarandstöðunnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær breytingar sem þjóðin kallar á verða nefnilega aldrei að veruleika meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun