Hættu með kýrnar og byggðu upp stærsta hótel hreppsins Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2019 21:45 Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon eiga Hótel Dyrhólaey í Mýrdal. Stöð 2/Einar Árnason. Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Á sama tíma hefur erlendum starfsmönnum fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna. Fjallað var um mannlíf í Mýrdal í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Bændurnir á Brekkum í Mýrdal, þau Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, voru með þeim fyrstu í sveitinni til að færa sig alfarið yfir í ferðaþjónustu fyrir aldarfjórðungi en þau hættu kúabúskap. „Þetta fór illa saman,“ segir Steinþór. „Það var ekki bæði hægt að mjólka og elda matinn. Það bara gekk ekki upp,“ segir Margrét Ebba. Hótelið þeirra, Hótel Dyrhólaey, er núna það stærsta í Mýrdalshreppi, með 150 herbergjum og tugum erlendra starfsmanna.Veitingahúsið Svarta fjaran við Reynisfjöru er í eigu þriggja bænda í Reynishverfi.Stöð 2/Einar Árnason.Í Reynishverfi tóku þrír bæir sig saman og stofnuðu veitingahúsið Svörtu fjöruna. „Hefðbundinn búskapur er að lognast út af hér. Þannig að menn lifa hér orðið að stærstum hluta á ferðamanninum. Það er hann sem skiptir okkur öllu máli hér í dag,“ segir veitingahússeigandinn Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti. Fimmtán erlendir starfsmenn veitingahússins búa í smáhýsum á jörðinni. „Maður þekkir varla orðið annan hvern mann, sko. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af útlendingum sem búa hér, sem eru að vinna hér á hótelunum og svoleiðis,“ segir Guðni.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason.Oddviti Mýrdalshrepps, Einar Freyr Elínarson, segir ferðaþjónustuna hafa reynst lyftistöng í sveit, sem áður bjó við samdrátt. „En nú höfum við séð bara alveg ótrúlega uppbyggingu hérna á þessu svæði, sem er auðvitað bara gott,“ segir oddvitinn. Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru ekki í ferðaþjónustu. „Nei, ekkert svoleiðis,“ segir kúabóndinn Gunnar Þormar Þorsteinsson. „Ein af þeim fáu sem eru ekki í ferðaþjónustu,“ segir Þorbjörg Kristjánsdóttir. Hér verða þó áfram veðurathuganir, - nafn Vatnsskarðshóla mun áfram heyrast í veðurfregnum. „Já, já. Úrkoma í grennd,“ segir Gunnar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Á sama tíma hefur erlendum starfsmönnum fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna. Fjallað var um mannlíf í Mýrdal í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Bændurnir á Brekkum í Mýrdal, þau Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, voru með þeim fyrstu í sveitinni til að færa sig alfarið yfir í ferðaþjónustu fyrir aldarfjórðungi en þau hættu kúabúskap. „Þetta fór illa saman,“ segir Steinþór. „Það var ekki bæði hægt að mjólka og elda matinn. Það bara gekk ekki upp,“ segir Margrét Ebba. Hótelið þeirra, Hótel Dyrhólaey, er núna það stærsta í Mýrdalshreppi, með 150 herbergjum og tugum erlendra starfsmanna.Veitingahúsið Svarta fjaran við Reynisfjöru er í eigu þriggja bænda í Reynishverfi.Stöð 2/Einar Árnason.Í Reynishverfi tóku þrír bæir sig saman og stofnuðu veitingahúsið Svörtu fjöruna. „Hefðbundinn búskapur er að lognast út af hér. Þannig að menn lifa hér orðið að stærstum hluta á ferðamanninum. Það er hann sem skiptir okkur öllu máli hér í dag,“ segir veitingahússeigandinn Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti. Fimmtán erlendir starfsmenn veitingahússins búa í smáhýsum á jörðinni. „Maður þekkir varla orðið annan hvern mann, sko. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af útlendingum sem búa hér, sem eru að vinna hér á hótelunum og svoleiðis,“ segir Guðni.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason.Oddviti Mýrdalshrepps, Einar Freyr Elínarson, segir ferðaþjónustuna hafa reynst lyftistöng í sveit, sem áður bjó við samdrátt. „En nú höfum við séð bara alveg ótrúlega uppbyggingu hérna á þessu svæði, sem er auðvitað bara gott,“ segir oddvitinn. Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru ekki í ferðaþjónustu. „Nei, ekkert svoleiðis,“ segir kúabóndinn Gunnar Þormar Þorsteinsson. „Ein af þeim fáu sem eru ekki í ferðaþjónustu,“ segir Þorbjörg Kristjánsdóttir. Hér verða þó áfram veðurathuganir, - nafn Vatnsskarðshóla mun áfram heyrast í veðurfregnum. „Já, já. Úrkoma í grennd,“ segir Gunnar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50
Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34
Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15
Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48