Frans páfi í heimsókn sinni til Japans í dag.Vísir/AP
Frans páfi heimsótti japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí í dag og vottaði fórnarlömbum kjarnorkuárásanna árið 1945 virðingu sína. Hann sagði að þeir atburðir mættu aldrei endurtaka sig heldur ætti mannkyn að leysa úr ágreiningsmálum með því að tala saman.
„Sagan kennir okkur að aðeins er hægt að finna traustar lausnir á átökum og sundurþykki á milli þjóða með samræðum, eina vopninu sem er manninum samboðið og hæft til að tryggja varanlegan frið.“