Aldrei nein óvissa með dótturfélag RÚV Ari Brynjólfsson skrifar 25. nóvember 2019 06:15 Skúli Eggert Þórðarsson, ríkisendurskoðandi. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir aldrei hafa ríkt óvissu um að RÚV bæri að stofna dótturfélag. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í lok síðustu viku segir að RÚV hafi brotið lög frá því í byrjun árs 2018 með því að stofna ekki dótturfélag um samkeppnisrekstur. Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV, sagði við Fréttablaðið að óvissa hefði ríkt um stofnun dótturfélags vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ sagði Kári. Skúli Eggert segir að ekki hafi verið nein óvissa um þetta. „Frá ársbyrjun 2018 hefur það verið alveg skýr lagaskylda að stofna dótturfélag.“ Að auki hafi það ekki verið hlutverk Ríkisendurskoðunar að eyða slíkri óvissu. „Ríkisendurskoðun fékk fyrirspurn frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um hvort aðskilnaður væri í bókhaldi. Í framhaldi kom beiðni til embættisins um að kanna fjárhagslega aðskilnaðinn. Ríkisendurskoðun hóf stjórnsýsluúttekt í framhaldinu sem tæki til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV hinn 11. desember 2018,“ segir Skúli Eggert. „Vorið var ekki sérstaklega til umræðu. Fyrstu gögn frá RÚV bárust í janúar 2019 og fyrstu skýrsludrög voru til meðferðar hjá RÚV um mánaðamótin maí-júní. Í kjölfarið kom mikið gagnamagn frá RÚV.“ Skýrsludrögin voru send út til umsagnar í september síðastliðnum og komu síðustu athugasemdir frá RÚV í lok október. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir aldrei hafa ríkt óvissu um að RÚV bæri að stofna dótturfélag. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í lok síðustu viku segir að RÚV hafi brotið lög frá því í byrjun árs 2018 með því að stofna ekki dótturfélag um samkeppnisrekstur. Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV, sagði við Fréttablaðið að óvissa hefði ríkt um stofnun dótturfélags vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ sagði Kári. Skúli Eggert segir að ekki hafi verið nein óvissa um þetta. „Frá ársbyrjun 2018 hefur það verið alveg skýr lagaskylda að stofna dótturfélag.“ Að auki hafi það ekki verið hlutverk Ríkisendurskoðunar að eyða slíkri óvissu. „Ríkisendurskoðun fékk fyrirspurn frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um hvort aðskilnaður væri í bókhaldi. Í framhaldi kom beiðni til embættisins um að kanna fjárhagslega aðskilnaðinn. Ríkisendurskoðun hóf stjórnsýsluúttekt í framhaldinu sem tæki til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV hinn 11. desember 2018,“ segir Skúli Eggert. „Vorið var ekki sérstaklega til umræðu. Fyrstu gögn frá RÚV bárust í janúar 2019 og fyrstu skýrsludrög voru til meðferðar hjá RÚV um mánaðamótin maí-júní. Í kjölfarið kom mikið gagnamagn frá RÚV.“ Skýrsludrögin voru send út til umsagnar í september síðastliðnum og komu síðustu athugasemdir frá RÚV í lok október.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28