Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 15:00 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda. Vísir/Baldur Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Langflestir bílstjórar bílaleigubíla sem aka of hratt framhjá hraðamyndavélum hér á landi þurfa ekki að greiða sekt samkvæmt úttekt ríkislögreglustjóra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir afar mikilvægt að þessu verði breytt. „Í um 95% tilvika þegar bílaleigubílar fara framhjá hraðamyndavél þá er ekki borguð sekt. Samkvæmt svona varlegri áætlun lögreglunnar þá eru glatast um 250 milljónir á ári í sektrargreiðslur. Hins vegar greiða um 99 prósent íslenskra ríkisborgara sínar sektir,“ segir Runólfur. Hann segir jafnframt að þetta geti haft áhrif á öryggi vegfarenda. „Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá aka erlendir ökumenn oft mjög hratt framhjá myndavélunum og það segir sína sögu að ef 95% af þessum kröfum innheimtast ekki að þá fer forvarnargildi hraðamyndavélanna fyrir fyrir lítið þannig að það er verið að ógna öryggi annarra vegfarenda um leið og viðkomandi fer af landi brott án þess að borga krónu. Það er í raun hróplegt óréttlæti að þessu sé svona farið,“ segir Runólfur. Í frumvarpi að nýjum umferðarlögum var upphaflega gert ráð fyrir að ef bílstjóri bílaleigubíls fengi sekt myndaðist krafa á eiganda ökutækis. Þannig gætu bílaleigur rukkað bílstjórann um leið og hann skilaði bílnum að sögn Runólfs. „Bílaleigurnar og Samtök atvinnulífsins börðust gegn þessu af hörku þannig að þetta var tekið út áður en frumvarpið var samþykkt,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að ákvæði um þetta fari í ný umferðarlög. Það þurfi ekki að vera flókið. „Þegar bílnum er skilað til bílaleigunnar er komin innheimtukrafa á samninginn þannig að þá er einfalt að ganga frá því strax,“ segir Runólfur að lokum. Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Langflestir bílstjórar bílaleigubíla sem aka of hratt framhjá hraðamyndavélum hér á landi þurfa ekki að greiða sekt samkvæmt úttekt ríkislögreglustjóra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir afar mikilvægt að þessu verði breytt. „Í um 95% tilvika þegar bílaleigubílar fara framhjá hraðamyndavél þá er ekki borguð sekt. Samkvæmt svona varlegri áætlun lögreglunnar þá eru glatast um 250 milljónir á ári í sektrargreiðslur. Hins vegar greiða um 99 prósent íslenskra ríkisborgara sínar sektir,“ segir Runólfur. Hann segir jafnframt að þetta geti haft áhrif á öryggi vegfarenda. „Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá aka erlendir ökumenn oft mjög hratt framhjá myndavélunum og það segir sína sögu að ef 95% af þessum kröfum innheimtast ekki að þá fer forvarnargildi hraðamyndavélanna fyrir fyrir lítið þannig að það er verið að ógna öryggi annarra vegfarenda um leið og viðkomandi fer af landi brott án þess að borga krónu. Það er í raun hróplegt óréttlæti að þessu sé svona farið,“ segir Runólfur. Í frumvarpi að nýjum umferðarlögum var upphaflega gert ráð fyrir að ef bílstjóri bílaleigubíls fengi sekt myndaðist krafa á eiganda ökutækis. Þannig gætu bílaleigur rukkað bílstjórann um leið og hann skilaði bílnum að sögn Runólfs. „Bílaleigurnar og Samtök atvinnulífsins börðust gegn þessu af hörku þannig að þetta var tekið út áður en frumvarpið var samþykkt,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að ákvæði um þetta fari í ný umferðarlög. Það þurfi ekki að vera flókið. „Þegar bílnum er skilað til bílaleigunnar er komin innheimtukrafa á samninginn þannig að þá er einfalt að ganga frá því strax,“ segir Runólfur að lokum.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira